Miðvikudagur og bara 7 dagar í brottför til Boston

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í dag.   Dagurinn byrjaði auðvitað á því að koma Kristjáni í skólann.  Sem reyndar var frekar einfalt í morgun því hann kom inn til okkar fimm mínútur fyrir sjö alklæddur og bauð góðan daginn ..... Venjan er sú að við þurfum að vekja hann og halda honum við efnið við að koma sér á fætur svo að hann missi ekki af skólabílnum.  Hann er nefnilega svo þreyttur á morgnana.  Þegar Kristján og Óli voru farnir í skóla og vinnu fórum við Halla á fætur og drifum okkur niður á heilsverndarstöð í vigtun ..... Vigta hana Höllu, ekki mig Glottandi  Halla hefur verið að þyngjast mjög vel og er oðin 5.230 grömm og 61 cm. 
Þegar ég var búin að sinna erindinu á heilsuverndarstöðinni þá var klukkan orðin rúmlega 10 þannig að ég ákvað að fara bara heim til tengdó með Höllu því klukkan 13 átti ég að mæta á fund niður í Síðumúla.  Mér fannst eiginlega ekki taka því að fara alla leið heim og þurfa að rjúka strax aftur..... Það er svona að búa "langt uppi í sveit" Brosandi  Þ.e. á reykvískan mælikvarða.  Ég mætti á fundinn á réttum tíma.  Þessi fundur var samráðsfundur vegna Kristjáns og Sigtryggs sem haldnir eru á u.þ.b. 6 vikna fresti.  Á fundinum kom svo sem lítið nýtt fram.  Strákarnir eru báðir að standa sig mjög vel í skólanum og í Hólabergi eru flestir hlutir að ganga upp.  Það er svona eins og venjulega svolítið "drama" í kringum hann Kristján minn en það er ekkert sem staffið í Hólabergi ræður ekki við.  Enda alveg úrvals fólk að vinna þar.  Eins og í skólanum,  þar finnst mér vera snillingur í hverri stöðu Brosandi
Sigtryggur minn er búinn að vera í Hólabergi síðan í gær og hann kemur heim eftir skóla á morgun.  Það er alveg yndislegt hvað hann er sáttur við að vera í þarna.  Í gærkvöldi skrapp ég þangað því ég hafði gleymt að senda með honum orkudrykkinn hans og fór því með drykkinn til hans.  Sigtryggur kom til dyra með starfsmanni og var bara glaður að sjá mig, kyssti mig og kvaddi og fór aftur inn með bros á vör Brosandi  Hann var líka voða glaður að sjá að ég var að koma með orkudrykkinn því honum finnst þetta alveg nauðsynlegt á hverjum morgni.
Hann er alveg frábær hann Sigtryggur minn.  Á samráðsfundinum í dag kom fram að hann hefur undanfarið verið að færa sig upp á skaftið við það að þykjast vera starfsmaður í Hólabergi.  Hann hnupplar blöðum með ýmsum reglum og les þetta fyrir hina krakkana og skammar hina fyrir að fara ekki eftir reglunum Brosandi  Hann var staðinn að verki um daginn með möppuna góðu (sem inniheldur ýmsar reglur og upplýsingar)  og þá sagði hann: "Ég er ekki barn, ég er fullorðinn !"  Strákpjakkurinn ......
Daginn endaði ég svo á því að baka speltbrauð Brosandi  Alveg hryllilega gott og með eindæmum hollt Ullandi

Ekki meira í þetta sinn......  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna, það er heilög skylda allra sem fara til Boston að fara í Cheescake Factory .....prófaðu Nickerskökuna.....mmmm:)

Kveðja Inda.

Inda Björk (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 08:16

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Það er einmitt komið á dagskrána að fara þangað ;)

Anna Gísladóttir, 12.10.2006 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband