Mánudagur .... ekki til mæðu

Þessi mánudagur er ekki til mæðu .... allavega ekki hjá mér.  Ja, þá meina ég auðvitað það sem liðið er af þessum degi þegar þetta er skrifað Glottandi  Ég er nefnilega búin að ráða mig í vinnu frá og með 1. nóvember n.k. Brosandi  Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að fara að vinna úti.  Ég fer í 70 % vinnu á Hrafnistu.  Ég og Halla fórum í  morgun þangað að skoða og skrifa undir Brosandi  Dísa vinkona er að vinna þarna líka og hún tók Höllu að sér meðan að ég talaði við deildarstjórann og hún sýndi mér staðinn.  Stelpukrílinu henni Höllu tókst auðvitað að heilla alla upp úr skónum á meðan Glottandi

Mein kampf

Í gær fórum við Óli í Borgarleikhúsið að sjá Mein Kampf eftir George Tabori.  Tengdó hafa boðið okkur Óla í leikhús ca. einu sinni á ári. 
Þetta leikrit, Mein kampf, er alveg stórskemmtilegt mæli ég eindregið með því.  Það segir frá þegar Hitler hinn ungi kemur til Vínarborgar til að sækja um skólavist og vingast við bóksala af gyðingakyni sem tekur hann undir sinn verndarvæng og kveikir hjá honum áhuga á stjórnmálum.
Alveg sprenghlægilegt stykki Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja djobbið :o)

Gerða (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband