Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Stóri litli gaurinn minn ......
30.3.2007 | 08:57
..... hann Sigurjón Stefán er 7 ára í dag ! Ji minn eini hvað tíminn líður ógurlega hratt ! Akkúrat þegar þetta er skrifað er hann 7 ára og nokkurra mínútna gamall því hann er fæddur klukkan 09:26
Elsku Sigurjón Stefán til hamingju með 7 ára afmælið þitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Megrun !
29.3.2007 | 05:20
Ok. Hér eru nokkur góð ráð sem gera hvaða megrunarkúr sem er að hreinni skemmtun. Svona gerum við:
1. Ef þú borðar eitthvað og enginn sér til þín þá þarf ekki að telja þær hitaeiningar.....
2. Ef að maður borðar súkkulaði og drekkur diet-gosdrykk með þá eyðast hitaeiningarnar í súkkulaðinu vegna áhrifa gosdrykkjarins.
3. Ef að maður borðar með einhverjum þarf ekki að telja þær hitaeiningar með nema maður borði meira en sá sem borðað er með.
4. Matur sem neytt er í lækningarskyni telst aldrei með, þetta á við um koníak, sérrý og súkkulaði sem maður borðar þegar liggur mjög illa á manni.....
5. Ef að allir sem þú umgengst eru feitari en þú, virðist þú grennri.
6. Allt sem borðað er í kvikmyndahúsum, popp, súkkulaði og gosdrykkir telst ekki með, því að það er afþreying en ekki matartími.
7. Kexkökur sem borðaðar eru í molum innihalda engar kaloríur. Þær hverfa þegar þær brotna.
8. Það sem maður sleikir af eldhúsáhöldunum inniheldur engar hitaeiningar þegar maður er að búa til mat. Þetta á við um ísinn af skeiðinni, hnetusmjör af hnífnum o.s.frv.
9. Matartegundir sem eru eins á litinn innihalda sama magn af hitaeiningum. Dæmi: spínat og grænn-klaki, hvítkál og hvítt súkkulaði.
10. Frosinn matur inniheldur engar hitaeiningar því að þær eru einingar af hita. Dæmi um þetta eru ís, frosnar pizzur og frostpinnar.
11. Matur sem er borðaður meðan horft er á sjónvarpið telst ekki með í heildarneyslu dagsins. Sérstaklega ekki ef það eru fréttir eða annað vinsælt efni í sjónvarpinu.
12. Orkunammi er grennandi. Ég hef aldrei séð feitt fólk borða orkunammi svo að það hlýtur að mega borða af því eins og maður vill.
Dæmi um orkunammi: Snickers, Twix og Mars.
13. Allt sem maður borðar hjá öðrum þarf ekki að teljast með í dagsneyslunni.
14. Allar hitaeiningar sem eru borðaðar í myrkri teljast ekki með. Þess vegna er myrkur í bíó.
15. Örbylgjur eyða hitaeiningum. Þess vegna þarf ekki að telja neitt með sem hitað er í örbylgjuofni.
16. Allt sem maður borðar í bílnum þarf ekki að teljast með í dagsneyslu því að hreyfing brennir hitaeiningum og þú ert á hreyfingu í bíl á ferð.
17. Allt sem borðað er í flugvél telst ekki með. Sjá grein no. 16.
Með því hugarfari sem felst í þessum sakleysislegu ráðleggingum er hægt að umbera nánast hvaða megrunarkúr sem er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er eiginlega að þessu liði ?
23.3.2007 | 15:12
Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heilsufréttir og stolt !
22.3.2007 | 11:39
Heilsan hjá litlu dömunni er sem betur fer orðin góð svona að flestu leyti. Hún er alveg hætt að æla NEMA ef við gefum henni mjólk. Ef við gerum það þá ælir hún eftir 1 - 1 1/2 klukkutíma Ætli það geti verið að þessi ælupest hafi látið hana mynda eitthvað óþol fyrir mjólkinni ? Við ætlum að gefa henni svona sólarhring í viðbót og prófa þá að gefa henni mjólkina vatnsblandaða til að byrja með.
Ég var ekki svo heppin að sleppa við bölvaða pestina Í fyrrinótt vaknaði ég upp með brjálaða krampa í maganum og í svitakófi Í allan gærdag var eini viðkomustaðurinn minn ef ég fór framúr rúminu, klósettið ! Mér er líka búið að vera mjög óglatt en sem betur fer þá hef ég ekki ælt því ef mér finnst eitthvað erfitt þá er það að æla
Nóg af heilsufréttum og komið að monti dagsins !
Þegar að ég smellti á einn kassann á "Núinu" blasti við mér mynd af litlu systir Já núna er hún sko í orðsins fyllstu litla systir því hún er jú 2 árum yngri en ég, einhverjum cm lægri en ég og núna það nýjasta hún er einhverjum x mörgum kílóum léttari en ég ! Ég er ekkert smá stolt af henni
Ekkert smá fín stelpan !
Þess má geta að það var undirrituð sem heklaði sjalið sem hún er með
~Anna~
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mikið er gott að þessi dagur er að enda ....
20.3.2007 | 22:03
... hann er nefnilega búinn að vera einstaklega leiðinlegur. Ég byrjaði á því í morgun að koma drengjunum mínum og karlinum úr húsi í vinnu og skóla og svo að sinn litlu dömunni minni sem er lasin heima. Núna er hún að verða búin að vera með ælupest í 3 sólarhringa og ég er eiginlega búin að fá yfir mig nóg af ælu og ælulykt. Svei mér þá ég held að ég finni ælulykt af bókstaflega öllu núna !
Ég orka bara ekki meiri skrif ..... held það sé ælulykt af lyklaborðinu .....
Síjúleiter
~Anna~
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Komin heim ....
19.3.2007 | 23:18
Komin heim úr sveitinni ..... ehhhh ég meina frá Blönduósi. Nenni ekki að blogg núna en reyni að bæta úr því á morgun.
Einnar mínútu geðvonska rænir 60 dýrmætum gleðisekúndum úr lífi okkar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föst fyrir norðan !
18.3.2007 | 14:29
Jú, það er rétt að ég er veður og ælupestar teppt norðan Holtavörðuheiðar. Halla Katrín vaknaði í morgun með ælupestina Þetta litla grey hefur engu haldið niðri nema smá sykurvatni í allan dag........
Meiri fréttir síðar ....
~Anna~
Ófært um Víkurskarð og Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið vildi ég .....
14.3.2007 | 23:29
að ég gæti vitað hvað mið-sonur minn er að hugsa. Það er svo oft sem hann gerir hluti sem maður bara skilur hvori upp né niður í ...... maður stendur hreinlega á gati, meira að segja MJÖG stóru gati ! Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er umræddur sonur minn einhverfur.
Í gær ætlaði ég að sýna honum myndir af honum sjálfum og ferfættum vinum hans. Reyndar eru 2 af 3 ferfættu vinunum látnir en ég hélt að ég fengi hann til að skoða og jafnvel tala um dýrin sem hann hélt svoooo mikið upp á. EN hann stirnaði bara og harðneitaði að skoða myndirnar þegar að hann sá hvað myndefnið var. Mikið vildi ég óska að ég vissi hvað hann hugsaði ..... og af hverju hann vildi ekki sjá myndirnar ..... Sumt fær maður bara aldrei að vita
Sýnishorn af myndunum:
Sigtryggur Einar og Tinna
Búinn að búa um báðar kisurnar
Ætli kisi yrði ekki fallegur í bláum lit ?
Meira síðar .......
~Anna~
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ja hérna hér !
13.3.2007 | 15:20
Lögregla kölluð út vegna þrifa á sameign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur .....
12.3.2007 | 23:23
sem er ekki til mæðu. Ég var á næturvakt í nótt og svaf þess vegna alveg til rúmlega tvö í dag. Ég hrökk upp við að Kristján Atli kom heim úr skólanum og var þá búin að sofa af mér reminderinn í símanum þegar að hann pípti á mig að minna mig á að fara til tannsa að ná í nýju tönnina mína Þvílíkur aulaskapur að sofa af mér tímann ..... Ég hringid auðvitað í tannsa og bað hann afsökunar á að hafa ekki mætt og pantaði í leiðinni nýjan tíma til að fá nýju tönnina.
Þegar Sigtryggur kom heim úr skólanum og frístund dreif ég strákana með mér út að labba. Þeir voru svo sem ekkert ofsalega kátir með þessa hugmynd en fóru nú samt góðir með mér og Höllu í göngutúr niður í fjöru. Sigtryggur varð sáttur við göngutúrinn um leið og ég nefndi að fara í fjöruna Sigtryggur greip með sér kíkirinn, ég greip myndavélina og svo örkuðum við af stað með Höllu Katrínu í vagninum. Halla sofnaði eiginlega um leið og við lögðum af stað og rumskaði ekki þó að við drösluðum vagninum hennar af göngustígnum og alveg niður í fjöruborðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)