Megrun !

Viltu léttast um nokkur kíló? Viltu það?  Alveg viss?
Ok. Hér eru nokkur góð ráð sem gera hvaða megrunarkúr sem er að hreinni skemmtun.
Svona gerum við:

1. Ef þú borðar eitthvað og enginn sér til þín þá þarf ekki að telja þær hitaeiningar.....

2. Ef að maður borðar súkkulaði og drekkur diet-gosdrykk með þá eyðast hitaeiningarnar í súkkulaðinu vegna áhrifa gosdrykkjarins.

3. Ef að maður borðar með einhverjum þarf ekki að telja þær hitaeiningar með nema maður borði meira en sá sem borðað er með.

4. Matur sem neytt er í lækningarskyni telst aldrei með, þetta á við um koníak, sérrý og súkkulaði sem maður borðar þegar liggur mjög illa á manni.....

5. Ef að allir sem þú umgengst eru feitari en þú, virðist þú grennri.

6. Allt sem borðað er í kvikmyndahúsum, popp, súkkulaði og gosdrykkir telst ekki með, því að það er afþreying en ekki matartími.

7. Kexkökur sem borðaðar eru í molum innihalda engar kaloríur. Þær hverfa þegar þær brotna.

8. Það sem maður sleikir af eldhúsáhöldunum inniheldur engar hitaeiningar þegar maður er að búa til mat. Þetta á við um ísinn af skeiðinni, hnetusmjör af hnífnum o.s.frv.

9. Matartegundir sem eru eins á litinn innihalda sama magn af hitaeiningum. Dæmi: spínat og grænn-klaki, hvítkál og hvítt súkkulaði.

10. Frosinn matur inniheldur engar hitaeiningar því að þær eru einingar af hita. Dæmi um þetta eru ís, frosnar pizzur og frostpinnar.

11. Matur sem er borðaður meðan horft er á sjónvarpið telst ekki með í heildarneyslu dagsins. Sérstaklega ekki ef það eru fréttir eða annað vinsælt efni í sjónvarpinu.

12. Orkunammi er grennandi. Ég hef aldrei séð feitt fólk borða orkunammi svo að það hlýtur að mega borða af því eins og maður vill.
Dæmi um orkunammi: Snickers, Twix og Mars.

13. Allt sem maður borðar hjá öðrum þarf ekki að teljast með í dagsneyslunni.

14. Allar hitaeiningar sem eru borðaðar í myrkri teljast ekki með. Þess vegna er myrkur í bíó.

15. Örbylgjur eyða hitaeiningum. Þess vegna þarf ekki að telja neitt með sem hitað er í örbylgjuofni.

16. Allt sem maður borðar í bílnum þarf ekki að teljast með í dagsneyslu því að hreyfing brennir hitaeiningum og þú ert á hreyfingu í bíl á ferð.

17. Allt sem borðað er í flugvél telst ekki með. Sjá grein no. 16.

Með því hugarfari sem felst í þessum sakleysislegu ráðleggingum er hægt að umbera nánast hvaða megrunarkúr sem er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíhíhíhí ég ætla sko á þennan kúr,það er sko alveg á hreinu.

Magga (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:52

2 identicon

Gott að vita þetta, þá get ég hætt í ræktinni:)

Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband