Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Stjörnuspáin í dag .....

SporðdrekiSporðdreki: Þér gæti fundist einsog andstæð öfl væru að berjast um sálina í þér - frekar dramatískt en alls ekki vitlaust. Það sem þú gerir í dag og á hvaða hátt þú gerir það, mun skipta mjög miklu máli.
Hver ætli þessi andstæðu öfl séu sem eru að berjast um sálina í mér ? 

Stressuð ?

funnypic2

Þriðjudagurinn 5. mars nei 6. er það víst ......

Það segir Gerða frænka allavega ........... 

Verkirnir í eyðsluklónni eru allir að skána held ég.  Ég hef ákveðið að setja í biðgírinn með blessaða linsuna og bæla þar af leiðandi niður alla eyðsluverki vegna hennar í bili ...... Kannski ég fari að ráði frænku minnar og fari bara að safna í bauk Grin  

Dagurinn er búinn að fara í stríð við þvottaskrímslið og útréttingar ásamt smá skrepp á kaffihús með mömmu.  Stríðið vann ég með miklum yfirburðum ..... eða þannig því að þvottakarfan náði ekki að vera tóm nema í örfáar mínútur.  

~Anna~ 


Veikindi yfirstaðin í bili og illt í eyðsluklónni

Ég hef fátt mér til afsökunar á bloggletinni annað en að 2 af börnunum mínum eru búin að vera lasin undanfarna daga svo og að ég var á næturvöktum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.

efs-10-22Undanfarna daga hef ég verið með mikla verki í eyðsluklónni í mér Woundering  Verkirnir stafa aðallega af skelfilegri löngum til að kaupa mér linsu á myndavélina mína !  Það er svo sem ekkert svakalegt að kaupa sér linsu ef helv ...... kostaði ekki heilar 89.000 krónur !  Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá hana keypta fyrir mig úti í USA en því miður gekk það ekki upp.  Bölvuð linsan kostar ekki nema um 45.000 krónur í USA.  Þannig að nú er bara að safna helling af þolinmæði og ennþá meiri peningum og kaupa svo linsuna við næsta tækifæri sem gefst. 

~Anna~


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband