Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Stjörnuspáin í dag .....
9.3.2007 | 04:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagurinn 5. mars nei 6. er það víst ......
6.3.2007 | 21:37
Það segir Gerða frænka allavega ...........
Verkirnir í eyðsluklónni eru allir að skána held ég. Ég hef ákveðið að setja í biðgírinn með blessaða linsuna og bæla þar af leiðandi niður alla eyðsluverki vegna hennar í bili ...... Kannski ég fari að ráði frænku minnar og fari bara að safna í bauk
Dagurinn er búinn að fara í stríð við þvottaskrímslið og útréttingar ásamt smá skrepp á kaffihús með mömmu. Stríðið vann ég með miklum yfirburðum ..... eða þannig því að þvottakarfan náði ekki að vera tóm nema í örfáar mínútur.
~Anna~
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Veikindi yfirstaðin í bili og illt í eyðsluklónni
4.3.2007 | 22:39
Ég hef fátt mér til afsökunar á bloggletinni annað en að 2 af börnunum mínum eru búin að vera lasin undanfarna daga svo og að ég var á næturvöktum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.
Undanfarna daga hef ég verið með mikla verki í eyðsluklónni í mér Verkirnir stafa aðallega af skelfilegri löngum til að kaupa mér linsu á myndavélina mína ! Það er svo sem ekkert svakalegt að kaupa sér linsu ef helv ...... kostaði ekki heilar 89.000 krónur ! Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá hana keypta fyrir mig úti í USA en því miður gekk það ekki upp. Bölvuð linsan kostar ekki nema um 45.000 krónur í USA. Þannig að nú er bara að safna helling af þolinmæði og ennþá meiri peningum og kaupa svo linsuna við næsta tækifæri sem gefst.
~Anna~
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)