Mánudagur .....

sem er ekki til mæðu.  Ég var á næturvakt í nótt og svaf þess vegna alveg til rúmlega tvö í dag.  Ég hrökk upp við að Kristján Atli kom heim úr skólanum og var þá búin að sofa af mér reminderinn í símanum þegar að hann pípti á mig að minna mig á að fara til tannsa að ná í nýju tönnina mína Blush  Þvílíkur aulaskapur að sofa af mér tímann ..... Ég hringid auðvitað í tannsa og bað hann afsökunar á að hafa ekki mætt og pantaði í leiðinni nýjan tíma til að fá nýju tönnina. 
Þegar Sigtryggur kom heim úr skólanum og frístund dreif ég strákana með mér út að labba.  Þeir voru svo sem ekkert ofsalega kátir með þessa hugmynd en fóru nú samt góðir með mér og Höllu í göngutúr niður í fjöru.  Sigtryggur varð sáttur við göngutúrinn um leið og ég nefndi að fara í fjöruna Smile  Sigtryggur greip með sér kíkirinn, ég greip myndavélina og svo örkuðum við af stað með Höllu Katrínu í vagninum.  Halla sofnaði eiginlega um leið og við lögðum af stað og rumskaði ekki þó að við drösluðum vagninum hennar af göngustígnum og alveg niður í fjöruborðið.  

 

IMG_9401
 
Sýnishorn af því sem ég tók í dag ......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Geggjuð mynd

Gerða Kristjáns, 12.3.2007 kl. 23:50

2 identicon

Flott mynd!

Lena (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 08:35

3 identicon

Frábær mynd! Alger snillingur :)

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband