Heilsufréttir og stolt !

Heilsan hjá litlu dömunni er sem betur fer orðin góð svona að flestu leyti.  Hún er alveg hætt að æla NEMA ef við gefum henni mjólk.  Ef við gerum það þá ælir hún eftir 1 - 1 1/2 klukkutíma Woundering  Ætli það geti verið að þessi ælupest hafi látið hana mynda eitthvað óþol fyrir mjólkinni ? Við ætlum að gefa henni svona sólarhring í viðbót og prófa þá að gefa henni mjólkina vatnsblandaða til að byrja með.

Ég var ekki svo heppin að sleppa við bölvaða pestina Devil  Í fyrrinótt vaknaði ég upp með brjálaða krampa í maganum og í svitakófi Crying  Í allan gærdag var eini viðkomustaðurinn minn ef ég fór framúr rúminu, klósettið !  Mér er líka búið að vera mjög óglatt en sem betur fer þá hef ég ekki ælt því ef mér finnst eitthvað erfitt þá er það að æla Crying  

Nóg af heilsufréttum og komið að monti dagsins !
Þegar að ég smellti á einn kassann á  "Núinu" blasti við mér mynd af  litlu systir Smile  Já núna er hún sko í orðsins fyllstu litla systir því hún er jú 2 árum yngri en ég, einhverjum cm lægri en ég og núna það nýjasta hún er einhverjum x mörgum kílóum léttari en ég !  Ég er ekkert smá stolt af henni Smile

magazine

Ekkert smá fín stelpan !
Þess má geta að það var undirrituð sem heklaði sjalið sem hún er með Smile

~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er til möndlumjólk sem er mjög góð ef þú vilt prófa.  Annars virkar mjólk hræðilega á mig .... fékk óþol eftir að hafa neytt of mikið af mjólkurvörum og eftir það ..... ekki inn fyrir mínar varir!  Litla syss er svaka flott!  Ég er að berjast við fyrstu 10 og gengur vel!  Einn dagur í einu

www.zordis.com, 22.3.2007 kl. 21:38

2 identicon

Takk ljúfan fyrir hrósið....

Lena (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hún systir þín er sko algjör hetja! Við Vikugellur dáumst að henni! Svakalega er sjalið flott, hlaut að vera bloggvinur minn sem heklaði það ... múahahhahaha! 

Kær kveðja úr roki og rigningu á Skaganum. 

Guðríður Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband