Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

31. ágúst 2007

candleÍ dag er afmælisdagur hennar Sellu ömmu heitinnar.  Hún hefði orðið 85 ára í dag.  

Ég hélt uppá daginn með því að láta verða af því sem ég er búin að vera með í maganum í laaaangan tíma en það er að fara í skóla Smile Ég fór í dag og hitti kennslustjóra sjúkraliðabrautar FÁ.  Ég fékk allt metið frá því í "gamla daga" og skráði mig svo í 3 áfanga í fjarnámi.  Ég skráði mig í HBF (heilbrigðisfræði) 103, NÁT (náttúrufræði) 103 og SÁL (sálfræði) 103.  Ég var reyndar búin að taka sálfræðiáfangann áður og fá 5.0 í einkunn EN þar sem að ég var ekki alveg með hugann við efnið á sínum tíma og heldur áhugalaus í þessum áfanga afþakkaði ég pent þegar kennslustjórinn bauð mér að fá þennan áfanga metinn.  Ég afþakkaði reyndar líka að láta meta einkunina 5.0 sem ég fékk í LOL 103, áhuginn þar á sínum tíma var eiginlega enginn þannig að ég ákvað að það væri best að taka þennan áfanga aftur líka.   

 


Fimmtudagurinn 30. ágúst

Eitt það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði í morgun var að í símanum mínum var sms sem ég hafði fengið í nótt.  Þetta var frá Brynhildi vinnufélaga mínum og vinkonu.  Hún eignaðist stúlku í gærkvöldi.  Litla stúlkukrílið átti samt ekki að fæðast fyrr en í Nóvember FootinMouth Hún fæddist eftir 28 vikna meðgöngu og var 1.1160 grömm (rúmlega 4 1/2 mörk)  Stelpukrúttið plummar sig bara vel miðað við aðstæður og er í c-pap öndunaraðstoð svona til að byrja með.   Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá flash-back ..........

 

Þar sem að kennarar sérdeildarinnar eru í námsferð í Noregi eru stærstu ormarnir mínir heima við bæði í dag og á morgun.  Ég auðvitað ætlaði að vera voðalega góð og "leyfa þeim að sofa út" en nei ó nei þeir voru sko vaknaðir og rétt ódauðir úr hungri um klukkan 7 í morgun Woundering  Þetta er alveg stórfurðulegt.  Þegar maður vekur þá á venjulegum degi til að fara í skólann eru þeir svoooo þreyttir og vilja alveg endilega sofa lengur og svo þegar þeir meiga sofa þá vakna þeir fyrir allar aldir !  Ég bara skil ekki svona.
Nú þar sem þeir voru vaknaðir og fulllir af orku eftir morgunmatinn dreif ég þá út að þrífa bílinn Smile  Þegar við fórum út var nýhætt að rigna en ég var rétt byrjuð að sápa bílinn fór að hellirigna !  Þetta var svei mér þá næsti bær við slyddu ! Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott ........ vegna rigningarinnar var tiltölulega einfalt mál að skola sápuna af Tounge  Núna eru líka engin lík framan á bílnum mínum ...... það var sko ekki einfalt að ná þessum bölvuðu líkum af .... en það hafðist á endanum.

logosubway

Eftir að við höfðum þrifið stubbastrætóinn okkar fannst okkur Kristjáni við alveg eiga skilið að fá Subway í hádegismatinn.  Kristjáni fannst Sigtryggur reyndar ekki eiga skilið að fá að fara með því hann hafði ekki hjálpað mikið til við þrifin.  Hann samþykkti þó að taka Sigtrygg með svo hann yrði ekki einn heima og svangur líka.  "Sigtryggur verður bara að vera duglegur við eitthvað annað í dag" sagði Kristján við mig Smile  Þannig að ég verð að finna eitthvað verkefni handa Sigtryggi í staðinn. 
Þegar að við sátum inni á Subway og vorum að borða kom inn hópur af krökkum.  Kristján fylgdist vel með þeim og spurði mig svo þegar þau voru farin:  "Máttu þau þetta ?"  Ég skildi hann ekki alveg og spurði hvað hann væri að meina.  "Meiga þau stelast svona úr skólanum ?" Svaraði hann að bragði.  Hann hafði jú rétt fyrir sér að þetta væru skólakrakkar en ég eyddi svolitlum tíma í að útskýra að þetta væru nú sennilega krakkar úr Borgarholtsskóla sem væri framhaldsskóli og þar giltu aðeins aðrar reglur en þegar maður er í grunnskóla Smile

Eftir að við komum heim fór Kristján Atli að spila PS2 og Sigtryggur Einar að sinna búinu sínu.  Veðrið er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir þannig að það er allt í lagi að vera svolitlir innipúkar í dag Wink  Nokkrar myndir af bústörfum og fleiru:


Tómt hesthús á Sigtryggsstöðum 


Sumar skepnurnar "úti í haga" (aka undir borði).....


aðrar í girðingu 

 
Sigtryggur bóndi að huga að hundinum .....


Kristján Atli hættur í PS2 og farin að Knexa hjá bróður sínum


Stefnumótun í bloggmálum frá Bakkastöðum

Er ekki allssstaðar verið að gera stefnumótun í hinum og þessum málum varðandi nánast allt ?  Ég verð að vera eins og gera stefnumótun í blogginu hjá mér Grin

Eins og kannski sumir hverjir hafa orðið varið við þá er barnalandssíðan hjá krökkunum lokuð.  Það var komið að greiðsludegi á árgjaldinu þegar ég ákvað að borga ekki og láta loka síðunni.  Ástæðan er sú að ég var löngu hætt að skrifa fréttir af krökkunum þar og myndirnar hef ég í mjög langan tíma sett í albúm sem er ekki á barnalandi.  Þannig að hver er þá tilgangur síðunnar ?  Hins vegar ætla ég mér að reyna að standa mig örlítið betur hér á blogginu og þá skrifa áfram og jafnvel meira um litlu og stóru snillingana mína Cool  Fyrir þá sem ekki hafa urlið á albúmið okkar (mamma taktu vel eftir .....) þá er slóðin http://myndir.us/anna/gallery


Dagurinn í dag var ósköð venjulegur dagur hjá okkur öllum, nema kannski mér þar sem ég er komin í nokkurra daga frí í vinnunni.  Ekkert sumarfrí eða svoleiðis heldur bara rúmlega hálfsmánaðar vaktafrí ! Jebb, vaktirnar mínar röðuðust svolítið asnalega þetta tímabilið ...... Ekki það að tíminn kemur til með að nýtast mjög vel því að á fimmtudaginn og föstudaginn í þessari viku verða stóru snillingarnir mínir heima því að kennararnir í sérdeildinni eru á leið til Noregs í námsferð.  Næsta vika fer svo í að aðlaga Höllu litlu í leikskólanum.   


Sitt lítið af hverju frá Bakkastöðum - sumt gott og annað ekki

Það er svo ótalmargt sem mig langar mikið til að tjá mig um þessa dagana en einhverra hluta vegna þá er ég haldin ritharðlífi þessa dagana.  Þetta verður tilraun til að losa um þessa miklu stíflu ........

Strákagullin mín eru byrjaðir í skólanum og eru bara mjög sáttir við lífið og tilveruna.  Þeir voru allir hjá pabba þeirra um helgina sem var ansi gott því að ég var að vinna alla helgina og því frekar lítilfjörlegt lífið á bænum á  meðan svo að ég gæti nú sofið á daginn. 
Á laugardaginn þegar ég hafði sofið nægju mína fórum við hjónakornin með Höllu heim til afa síns og ömmu og fórum svo niður í Kringlu að gera heiðarlega tilraun til að eyða svolítið af öllum gjafakortunum sem við fengum í brúðargjöf.  Þessi tilraun okkar tókst alveg með ágætum.  Við bættum alveg helling við í sparistellið okkar og fengum okkur svakalega fínt spari hnífaparasett í tösku.  Það er reyndar meira en hnífaparasett því það eru líka allskyns áhöld í töskunni líka, ausur, spaðar og svoleiðis trall Smile  Nú er bara að hóa saman í obbolítið matarboð og vígja græjurnar !

Í gær sagði Sigtryggur við mig: "Á þriðjudaginn kemur Ragnhildur að sækja mig í skólann".   Þessi Ragnhildur er fyrir þá sem ekki vita, kona sem tók Sigtrygg í liðveislu s.l. vetur.  Hann fór í fyrsta skipti til hennar í byrjun janúar á þessu ári.  Hann fór á hverjum þriðjudegi eftir skóla með Ragnhildi í hesthúsið og þar brallaði hann ýmislegt skemmtilegt í tæpa fjóra tíma.
Þegar Sigtryggur sagði þetta við mig er ekki laust við að ég fengi sting í hjartað og strax á eftir örlaði á reiði ...... Þetta frábæra starf sem þessi kona vann s.l. vetur sé ég fram á að verði mjög erfitt að fá núna í vetur.    Ragnhildur hefur verið að berjast við að koma almennilega á fót starfinu sem hún vinnur með börnunum í hesthúsinu.  Í þeirri baráttu hefur hún leitað til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið þjónustu hennar.  Nú er svo komið að hún hefur gert þjónustusamning við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu NEMA Reykjavík.  Reykjavíkurborg (félagsþjónustan) vill bara þiggja og þiggja en helst borga lítið eða ekki neitt fyrir þjónustuna.  Þessa dagana er hún að gera lokatilraun til að ná samningum og takist það ekki er alveg óvíst að Sigtryggur komist að hjá Ragnhildi í vetur.  Hún verður eðlilega að láta þau börn sem koma frá "samningsveitarfélögunum" ganga fyrir Frown  Hér er linkur á heimasíðuna hennar Ragnhildar fyrir þá sem vilja lesa um starfið hjá henni: Rífandi gangur ehf

EN að öðru skemmtilegri og jákvæðari fréttum af fjölskyldunni Smile  Ég var að vinna í nótt og lagði mig auðvitað um leið og ég kom heim í morgun.  Rétt fyrir klukkan 11 vaknaði ég við heimasímann en það var verið að hringja í mig frá leikskólanum hérna í götunni til að láta mig vita að Halla Katrín væri komin með pláss þar og hún mætti koma í aðlögun mánudaginn 3. september Grin  Algjör snilld, leikskólinn er í þarnæsta húsi í staðinn fyrir að þurfa að keyra henni til dagmömmunnar Smile

DSC05608
Verðandi leikskólastelpan Halla Katrín

Í dag ákvað ég að reyna verulega á samvinnu þeirra bræðra Kristjáns og Sigtryggs og leyfði þeim að hjóla saman út í sjoppu að kaupa sér ís.  Leiðin í sjoppuna er frekar löng þannig að þetta tók svolítinn tíma og það er ekki laust við að ég væri obbolítið stressuð meðan á þessari tilraun stóð Woundering  Tæpum klukkutíma eftir að þeir fóru birtust þeir rjóðir í kinnum og alsælir og sögðu að ísinn hefði verið ofsalega góður !

Well ! nóg komið í bili og ekki laust við að eitthvað hafi losnað um ritharðlífið ......... Best að koma sér í bólið ...... EN fyrst eru það kvöldverkin

zzteeth


Back to school ......

schoolÍ gær var skólasetning hjá strákunum mínum.  Ég fór með stóru strákana í sinn skóla, Langholtsskóla og svei mér þá ef að þeir eru bara ekki spenntir fyrir því að skólinn sé að byrja.  Þeim þykir jú ofsalega gott að hafa allt í reglu í kringum sig og skólinn er jú ekkert nema röð og regla Wink  Sævar fór með minnsta stóra strákinn okkar svo í sinn skóla, Rimaskóla.  Kristján Atli er að byrja fyrsta árið sitt í unglingadeildinni, kominn í 8. bekk !  Krílið mitt er bara orðinn unglingur með gelgju á háu stigi og öllu !  Sigtryggur Einar er að byrja í 6. bekk.  Hann var mjög glaður þegar hann mætti í sérdeildina í gærmorgun, svo glaður að hann faðmaði næstum alla kennarana þegar þeir báðu um það um leið og þeir heilsuðu honum Smile  Eins og þeir sem þekkja piltinn þá er hann ekki mikið fyrir að faðma fólk .........  Litla risastóra grjónið mitt hann Sigurjón Stefán er að byrja í 2. bekk W00t  Mikið svakalega líður tíminn óhuggulega hratt !

Svona til gamans þá er möguleiki að EF ég byggi í Springfield og væri "Simpsons" þá myndi ég mögulega líta svona út:

Ef þig langar að vita hvernig þú litir út ef þú værir Simpsons þá er það hægt hér: "Simpsonizeme.com"


Hún á afmæli í dag !!! (en ekki á miðvikudaginn ..... )

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Svanhildur !
Hún á afmæli í dag Grin
 
Svanhildur afmælisbarn
 
Í síðustu viku hringdi þessi elska hún Svanhildur frænka mín í mig og spurði mig hvort ég hefði ekki gert dagatalið með myndunum sem hangir uppi á vegg hjá afa og ömmu á Blönduósi.  Ég viðurkenndi það strax og vildi fá að vita hvers vegna hún spurði .......  Svanhildur svaraði að bragði: "Sko Anna frænka, það er ein vitleysa í því.  Ég á afmæli 20. ágúst en ekki 22. eins og þú skrifaðir í dagatalið." ÚBBS Pouty 
 
agust
Hér er svo sönnun fyrir mistökunum ....... 

 
Kæra frænka ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum og óska þér líka innilega til hamingju með 14 ára afmælið Kissing

Skyndiferð í bústað

Á laugardagsmorguninn fórum við Óli með allt liðið okkar út að ganga í góða veðrinu.  Ákváðum að nota ferðina vel og gengum upp í Spöng að versla í matinn.  Í Hagkaup hittum við vinnufélaga hans Óla og hann bauð okkur að nota bústað sem hann er með á leigu um helgina.  Sjálfur komst hann ekki í bústaðinn.  Við byrjuðum reyndar á því að afþakka það pent en þegar við gengum af stað heim úr búðinni sáum við svolítið eftir því og hringdum því í manninn og þáðum að skreppa þangað yfir eina nótt Smile  Þessi bústaður er við Apavatn og men hvað aðstaðan þarna er meiriháttar í alla staði !  Bústaðurinnn sjálfur var svo sem bara ósköp normal (nema engin uppþvottavél Devil) en aðstaðan þarna í kring var algjörlega frábær.  Þarna er hellingur af leiktækjum fyrir börnin, trampólín, aparóla, kofar, hjólabílar (já hljómar undarlega en þetta voru vinsælustu leiktækin hjá sonum mínum) og ýmislegt fleira Smile

 

 

Að sjálfsögðu var svo heitur pottur við bústaðinn og var hann nýttur vel meðan að við dvöldum þarna.  Eftir hádegi í dag kíktu tengdó í heimsókn til okkar sem endaði svo með því að tengdamamma hjálpaði okkur að ganga frá og þrífa og svo fórum við í samfloti heim með viðkomu við Þingvallavatn þar sem við litum aðeins við í berjamó.  Þarna fundum við hellinginn allan af bláberjum og voru strákarnir mjög duglegir við að tína, sumir í ílátin sín en aðrir beint í stóra ílátið, munninn á sér Wink  Meira segja krílið hún Halla Katrín var mjög dugleg við að tína ...... í munninn á sér Smile 

IMG_0675

Þess má geta að hún hitti nú ekki alltaf í munninn og sást það vel þegar við settum prinsessuna í bað nú í kvöld en þá fundum við berjabletti í samfellunni hennar og stóra berjaklessu á bumbunni á henni Grin  Einhver ber höfðu greinilega farið aðeins út fyrir og endað innan klæða hjá henni Grin  Alveg frábær helgi afstaðin !


Mistök - Hvað gerir maður þegar manni verður á og gerir mistök ?

Ég veit ekki með aðra en ég reyni yfirleitt af fremsta megni að bæta fyrir þau mistök sem ég geri og læra af þeim þannig að ég geri ekki sömu mistökin aftur.

Í dag fékk ég símtal frá launadeildinni á Hrafnistu.  Það var verið að hringja út af skattakröfu sem þeir voru með í höndum eftir álagningarseðlarnir voru gefnir út um síðustu mánaðarmót.  Ég kannaðist við málið og sagði þeim jafnframt að þetta væru mistök sem ég væri að vinna í að leiðrétta.  Ég hafði fengið álagningu sem útskýrð var á álagningarseðlinum að væri tilkomin vegna þess að framtalið okkar hjónanna hefði ekki borist.  Ég hafði samband við endurskoðandann okkar strax og þetta kom í ljós um s.l. mánaðarmót og hann sagði þetta vera mistök hjá skattinum, því hann hefði kvittun í höndunum sem segði að framtalið okkar hefði farið á réttum tíma.  Þetta yrði leiðrétt núna í ágústmánuði og ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu.  Þar með var endurskoðandinn svo farinn í sumarfrí. 
Konan sem hringdi sagði mér eins og ég vissi alveg að hún mætti ekki taka mín orð fyrir þessu og láta kröfuna falla niður heldur yrði hún að fá bréf frá tollstjóranum þess efnis.  Þetta skildi ég alveg þar sem ég smá reynslu í þessum málum frá því að ég vann hjá Særúnu á sínum tíma. 
Af fenginni reynslu af skattinum ákvað ég að fara strax í málið og fá staðfestingu hjá tollstjóra þannig að launin mín færu nú ekki öll í þessa skattakröfu. 
Ég byrjaði á því að hringja í tollstjóraembættið og fékk þar þau svör að ég yrði að tala fyrst við skattmann og fá bráðabirgðaútreikning á skýrslunni og svo gæti ég talað við tollstjóra og fengið frestun á kröfunni.  Ég hringdi því í skattstjóra og spurðist fyrir um þetta og jú jú ég varð að koma fyrst til þeirra.  Ég spurði í leiðinni út í þessi "meintu mistök" sem urðu til þess að við fengum þessa álagningu og þegar að svarið við því kom varð ég brjál* /$#&#"#"Y%#$&$##&$## !  Mistökin lágu nefnilega ekki á borði skattstjóra heldur hjá endurskoðandanum.  Hann hafði klúðrað frestlistunum hjá sér þannig að við vorum ekki á þeim lista og hann skilaði ekki framtalinu okkar fyrr en 25. maí !  Ég fór auðvitað af stað niður í bæ til að ganga frá þessu og fá meiri skýringar.  Og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég jú frestun á kröfunni (þar til að endanlegur álagningarseðill liggur fyrir) Ég fékk líka að sjá og heyra ýmislegt sem leiddi það endanlega í ljós að endurskoðandinn okkar hafði ekki verið að vinna vinnuna sína almennilega og til að breiða yfir eigin mistök reyndi hann að kenna skattstjóranum um ! 
Maður verður oft að sætta sig við að flesir eru mannlegir og geta gert mistök og það er svo sem allt í lagi en ég á rosalega erfitt með að þola þegar það er logið að mér til að breiða yfir mistök.

*Anda inn - anda róóóóóólega út* endurtakist frá * - * eins oft og þurfa þykir !


Brúðkaupsmyndirnar komnar !

 
Smá sýnishorn Smile

Gleði gærdagsins er ógleði dagsins í dag

Við hjónakornin smelltum okkur í 60 ára afmæli hjá vinkonu okkar henni Gunnu í gærkvöldi.  Svakalega fín veisla og mikið fjör !  Líðanin í dag er alveg í samræmi við gleðina í gær þ.e. þynnka frá helvíti ! Ég held að ég hafi hreinlega ekki orðið svona þunn í mörg ár !  Ég held að ég sé masokisti svei mér þá því að ég veit vel að 4 - 6 sortir af víni er ekki gáfuleg blanda í magann á mér en það stoppaði mig samt ekki í gærkvöldi Crying  Einu sinni enn er ég búin að segja við sjálfa mig: "þetta helvíti geri ég aldrei aftur" ........  Hvað skyldi þetta loforð standa lengi hjá mér ?

Hvað er svo betra eftir svona djamm en að fara á barnadansleik með krílin sín og hitta þar fyrir ca 200 - 300 manns, meirihlutann krakka ? Í dag var nefnilega lokaball í Reykjadal.  Sigtryggur Einar var þar í eina viku í sumar og skemmti sér konunglega.  Hann er allavega harðákveðinn í að fara aftur næsta sumar Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband