Fimmtudagurinn 30. ágúst

Eitt það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði í morgun var að í símanum mínum var sms sem ég hafði fengið í nótt.  Þetta var frá Brynhildi vinnufélaga mínum og vinkonu.  Hún eignaðist stúlku í gærkvöldi.  Litla stúlkukrílið átti samt ekki að fæðast fyrr en í Nóvember FootinMouth Hún fæddist eftir 28 vikna meðgöngu og var 1.1160 grömm (rúmlega 4 1/2 mörk)  Stelpukrúttið plummar sig bara vel miðað við aðstæður og er í c-pap öndunaraðstoð svona til að byrja með.   Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá flash-back ..........

 

Þar sem að kennarar sérdeildarinnar eru í námsferð í Noregi eru stærstu ormarnir mínir heima við bæði í dag og á morgun.  Ég auðvitað ætlaði að vera voðalega góð og "leyfa þeim að sofa út" en nei ó nei þeir voru sko vaknaðir og rétt ódauðir úr hungri um klukkan 7 í morgun Woundering  Þetta er alveg stórfurðulegt.  Þegar maður vekur þá á venjulegum degi til að fara í skólann eru þeir svoooo þreyttir og vilja alveg endilega sofa lengur og svo þegar þeir meiga sofa þá vakna þeir fyrir allar aldir !  Ég bara skil ekki svona.
Nú þar sem þeir voru vaknaðir og fulllir af orku eftir morgunmatinn dreif ég þá út að þrífa bílinn Smile  Þegar við fórum út var nýhætt að rigna en ég var rétt byrjuð að sápa bílinn fór að hellirigna !  Þetta var svei mér þá næsti bær við slyddu ! Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott ........ vegna rigningarinnar var tiltölulega einfalt mál að skola sápuna af Tounge  Núna eru líka engin lík framan á bílnum mínum ...... það var sko ekki einfalt að ná þessum bölvuðu líkum af .... en það hafðist á endanum.

logosubway

Eftir að við höfðum þrifið stubbastrætóinn okkar fannst okkur Kristjáni við alveg eiga skilið að fá Subway í hádegismatinn.  Kristjáni fannst Sigtryggur reyndar ekki eiga skilið að fá að fara með því hann hafði ekki hjálpað mikið til við þrifin.  Hann samþykkti þó að taka Sigtrygg með svo hann yrði ekki einn heima og svangur líka.  "Sigtryggur verður bara að vera duglegur við eitthvað annað í dag" sagði Kristján við mig Smile  Þannig að ég verð að finna eitthvað verkefni handa Sigtryggi í staðinn. 
Þegar að við sátum inni á Subway og vorum að borða kom inn hópur af krökkum.  Kristján fylgdist vel með þeim og spurði mig svo þegar þau voru farin:  "Máttu þau þetta ?"  Ég skildi hann ekki alveg og spurði hvað hann væri að meina.  "Meiga þau stelast svona úr skólanum ?" Svaraði hann að bragði.  Hann hafði jú rétt fyrir sér að þetta væru skólakrakkar en ég eyddi svolitlum tíma í að útskýra að þetta væru nú sennilega krakkar úr Borgarholtsskóla sem væri framhaldsskóli og þar giltu aðeins aðrar reglur en þegar maður er í grunnskóla Smile

Eftir að við komum heim fór Kristján Atli að spila PS2 og Sigtryggur Einar að sinna búinu sínu.  Veðrið er svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir þannig að það er allt í lagi að vera svolitlir innipúkar í dag Wink  Nokkrar myndir af bústörfum og fleiru:


Tómt hesthús á Sigtryggsstöðum 


Sumar skepnurnar "úti í haga" (aka undir borði).....


aðrar í girðingu 

 
Sigtryggur bóndi að huga að hundinum .....


Kristján Atli hættur í PS2 og farin að Knexa hjá bróður sínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Hey senda einn subbara í sveitina takk

Árný Sesselja, 30.8.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Hann Kristján er svoooo frábær, endalaus spekingur :)

skemmtilegar myndir af strákunum!

Rannveig Lena Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband