Stefnumótun í bloggmálum frá Bakkastöðum

Er ekki allssstaðar verið að gera stefnumótun í hinum og þessum málum varðandi nánast allt ?  Ég verð að vera eins og gera stefnumótun í blogginu hjá mér Grin

Eins og kannski sumir hverjir hafa orðið varið við þá er barnalandssíðan hjá krökkunum lokuð.  Það var komið að greiðsludegi á árgjaldinu þegar ég ákvað að borga ekki og láta loka síðunni.  Ástæðan er sú að ég var löngu hætt að skrifa fréttir af krökkunum þar og myndirnar hef ég í mjög langan tíma sett í albúm sem er ekki á barnalandi.  Þannig að hver er þá tilgangur síðunnar ?  Hins vegar ætla ég mér að reyna að standa mig örlítið betur hér á blogginu og þá skrifa áfram og jafnvel meira um litlu og stóru snillingana mína Cool  Fyrir þá sem ekki hafa urlið á albúmið okkar (mamma taktu vel eftir .....) þá er slóðin http://myndir.us/anna/gallery


Dagurinn í dag var ósköð venjulegur dagur hjá okkur öllum, nema kannski mér þar sem ég er komin í nokkurra daga frí í vinnunni.  Ekkert sumarfrí eða svoleiðis heldur bara rúmlega hálfsmánaðar vaktafrí ! Jebb, vaktirnar mínar röðuðust svolítið asnalega þetta tímabilið ...... Ekki það að tíminn kemur til með að nýtast mjög vel því að á fimmtudaginn og föstudaginn í þessari viku verða stóru snillingarnir mínir heima því að kennararnir í sérdeildinni eru á leið til Noregs í námsferð.  Næsta vika fer svo í að aðlaga Höllu litlu í leikskólanum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Mikið svakalega "öfunda" ég þig af svona fríi.... mátt alveg koma og leysa mig af í svona 2-3 daga.....

Árný Sesselja, 28.8.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Njóttu þín bara í fríinu þínu dúlla. Annars er skemmtilegt að þetta skildi raðast akkúrat svona niður þegar það hentar svona vel. Gerist ekki oft.

Fjóla Æ., 29.8.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Njóttu þess bara að vera í fríi.  Það er þegar að ég les færslur sem þessar sem að mig dauðlangar í að vera bara í 50% starfi, engum skóla og hafa nógan tíma fyrir allt annað sem mig langar að gera.  En ég rifja það yfirleitt jafn harðan upp að ég elska vinnuna mína, skólinn er bara skemmtilegur og áhugamálin fara ekki neitt á meðan að ég sinni þessu öllu...

Rannveig Lena Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 07:53

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Svona til að leiðrétta misskilning...

Kommentið hér að ofan var nú ekki skrifað í ljótum tilgangi eða til þess að gefa eitthvað kjánalegt í skyn.  Ég held að ég viti nú bara nokkuð vel hversu mikið þú hefur að gera...  Má svo sem alveg segja að þetta sé ekki nógu vel orðað. Meiningin var nú þannig að ég væri alveg til í að minnka við mig vinnuna og allt það og hafa meiri tíma fyrir allt það sem tilheyrir því að eiga fjölskyldu, heimili, áhugamál og allt það :) 

Ekki illa meint... trúðu mér!  Veit vel að daglegt líf og heimilisrekstur hjá þér er hvorki einfaldur né auðveldur.

Rannveig Lena Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband