Skyndiferð í bústað

Á laugardagsmorguninn fórum við Óli með allt liðið okkar út að ganga í góða veðrinu.  Ákváðum að nota ferðina vel og gengum upp í Spöng að versla í matinn.  Í Hagkaup hittum við vinnufélaga hans Óla og hann bauð okkur að nota bústað sem hann er með á leigu um helgina.  Sjálfur komst hann ekki í bústaðinn.  Við byrjuðum reyndar á því að afþakka það pent en þegar við gengum af stað heim úr búðinni sáum við svolítið eftir því og hringdum því í manninn og þáðum að skreppa þangað yfir eina nótt Smile  Þessi bústaður er við Apavatn og men hvað aðstaðan þarna er meiriháttar í alla staði !  Bústaðurinnn sjálfur var svo sem bara ósköp normal (nema engin uppþvottavél Devil) en aðstaðan þarna í kring var algjörlega frábær.  Þarna er hellingur af leiktækjum fyrir börnin, trampólín, aparóla, kofar, hjólabílar (já hljómar undarlega en þetta voru vinsælustu leiktækin hjá sonum mínum) og ýmislegt fleira Smile

 

 

Að sjálfsögðu var svo heitur pottur við bústaðinn og var hann nýttur vel meðan að við dvöldum þarna.  Eftir hádegi í dag kíktu tengdó í heimsókn til okkar sem endaði svo með því að tengdamamma hjálpaði okkur að ganga frá og þrífa og svo fórum við í samfloti heim með viðkomu við Þingvallavatn þar sem við litum aðeins við í berjamó.  Þarna fundum við hellinginn allan af bláberjum og voru strákarnir mjög duglegir við að tína, sumir í ílátin sín en aðrir beint í stóra ílátið, munninn á sér Wink  Meira segja krílið hún Halla Katrín var mjög dugleg við að tína ...... í munninn á sér Smile 

IMG_0675

Þess má geta að hún hitti nú ekki alltaf í munninn og sást það vel þegar við settum prinsessuna í bað nú í kvöld en þá fundum við berjabletti í samfellunni hennar og stóra berjaklessu á bumbunni á henni Grin  Einhver ber höfðu greinilega farið aðeins út fyrir og endað innan klæða hjá henni Grin  Alveg frábær helgi afstaðin !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband