Mér er ekki runnin reiðin ......
8.4.2008 | 21:16
Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Eins og síðasta færsla hjá mér sýndi þá var mér verulega misboðið að sjá fréttina á forsíðu DV í gær. Mér var eiginlega meira en misboðið, ég varð reið, sár, svekkt og vildi helst ekki trúa því að þetta væri staðreynd. EN þetta er víst staðreynd, svo mikið er víst.
Dagurinn í dag er búinn að fara í að hringja út um allt og leita leiða til að bjarga því sem bjargað verður fyrir sumarið svo og að spyrjast fyrir og tryggja að þetta fengi umfjöllun í fjölmiðlum. Fréttastofa sjónvarpsins tók vel í ábendingu frá mér og báðu mig um að koma í viðtal, sem og ég gerði, þar sem að þetta bitnar allverulega á okkur. Í fréttatímanum núna í kvöld var svo fjallað um málið, sýnt viðtalið við mig og svo viðtal við Ólaf F Magnússon, borgarstjóra.
Hér má sjá viðtalið inni á ruv.is
Eins og fram kemur í máli Ólafs þá hefur hann ríkan skilning á því að foreldrar fatlaðra barna 10 - 16 ára séu áhyggjufull ef það hefur verið gefið í skyn að það væri einhver óvissa um þetta o.s.frv. Hvað er eiginlega að manninum ? Ætli hann haldi að við séum öll vanvitar. Ósk um aukafjárveitingu sem fara átti í að reka frístundaklúbba fyrir fötluð börn á aldrinum 10 - 16 ára var synjað. Auðvitað veldur það áhyggjum hjá manni þegar maður fær þær upplýsingar hjá ÍTR að ef að af þessu verður og ekkert fjármagn fæst þá sé ekkert í boði !
*************************************************************
Tekið af visir.is:
Stuðningur við rekstur frístundaheimila aukinn um 56 milljónir
Reykjavíkurborg vill koma því á framfæri að með samþykkt borgarráðs þann 7.apríl s.l var verið að auka stuðning við fötluð börn á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar frá því sem fjárhagsáætlun ársins 2008 gerði ráð fyrir, en ekki verið að draga úr honum eins og hermt er á forsíðu DV þann 7. apríl.
Af þeirri 56 millj. kr. aukafjárveitingu sem ÍTR fær til reksturs heilsárs frístundaheimila renna 31,7 millj. kr. til stuðnings barna með sérþarfir. Með þessari fjárveitingu og fjármunum sem fyrir eru í fjárhagsáætlun ÍTR verður kleift að reka frístundaheimili í sumar þannig að þau verði rekin á heilsársgrunni.
ÍTR hóf rekstur Frístundaklúbba fyrir fötluð börn á aldrinum 10 til 16 ára sl. haust í samræmi við samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis um þjónustu við fötluð grunnskólabörn í 5. - 10. bekk.
Borgarstjóri mun á næsta fundi borgarráðs leggja fram tillögu um að teknar verði upp viðræður um frekari þróun þjónustunnar sem tryggi fötluðum börnum 10 til 16 ára dvöl í Frístundaklúbbum yfir sumartímann.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
*******************************************************
Textann hér fyrir ofan sem að ég hef litað rauðan skil ég bara ekki. Það er búið að þróa alveg frábært starf fyrir þessi börn og hefur það verið starfrækt síðan í haust ! Hvar hefur Ólafur eiginlega verið að leyta sér upplýsinga ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég á ekki til orð !
7.4.2008 | 18:01
Nú er ég brjáluð og þetta hér er ástæðan:
Hvað er eiginlega að í þessu kerfi okkar ? Ég er eiginlega of reið til að skrifa meir ....... reyni aftur þegar ég er orðin rólegri .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Brotin tönn og bloggleysi .....
4.4.2008 | 01:39
Kominn tími á smá blogg frá mér. Ég hef bara verið eitthvað svo andlaus undanfarna daga að ég hef bara ekki haft mig í að blogga eitthvað ..... Ég hef svo sem ekki setið auðum höndum, það er alls ekki svo, bara alveg hellingur að gera hjá mér. Börnin mín, heimilið, vinnan, skólinn, námskeið og svo fær karlgreyið mitt smá athygli þegar ég hef afgangs tíma.
Eins og glöggir lesendur geta séð þá er þessi færsla skrifuð um miðja nótt sem er vegna þess að ég er í vinnunni og það er frekar lítið að gera akkúrat núna og hvað er þá betra en að blogga smá ? Ehemm, það væri kannski betra að vera að skrifa ritgerð í siðfræðinni ? Well ég held bara áfram í því þegar að blogginu lýkur .......
Núna er ég á þriðju og síðustu vaktinni í þessari lotu hjá mér. Þetta eru búnar að vera ansi strembnar vaktir á ýmsan hátt sem ég fer ekki nánar út í hér. Nema hvað um miðja síðustu nótt var ég í sakleysi mínu að fá mér obbolítið ópal þegar að það brotnaði hjá mér tönn ! Já hún fór alveg í tvennt, bölvuð ! Þetta varð til þess að þegar ég kom heim af vaktinni varð ég að bíða til klukkan 9 til þess að geta pantað akút-tíma hjá tannsa til að gera við tönnina. Á slaginu 9 hringdi ég geyspandi í tannsa og fékk hjá honum tíma klukkan hálf fjögur í dag. Ég náði svo að sofa í rúma 2 klst áður en ég þurfti að mæta á námskeið. Varð reyndar að rjúka þaðan út fyrr en ætlað er til að mæta hjá tannsa. Núna kom sér vel að mamma er í heimsókn hjá okkur og hún sótti litlu skottuna í leikskólann meðan ég var hjá tannsa.
Well siðfræðiritgerðin bíður .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Yngsti prinsinn 8 ára í dag !
30.3.2008 | 19:06
Í dag er yngsti guttinn minn hann Sigurjón Stefán 8 ára ! Ótrúlega sem tíminn er fljótur að líða. Mér finnst hann alveg nýfæddur ....... En nákvæmlega klukkan 9:26 í morgun varð prinsinn 8 ára. Það var svolítið skondið sem gerðist í morgun. Ég hélt á símanum mínum og var að fylgjast með klukkunni og var eitthvað að hugsa að það væri nú gaman að sjá töluna 9:26. Ég starði á 9:25 og um leið og 9:26 birtist kom sms í símann þar sem stóð: Til hamingju með drenginn ! Þetta var mjög svo skemmtileg tilviljun að fá þessa sendingu frá litlu systir. En Árný mín, takk kærlega fyrir kveðjuna.
Klukkan 3 var svo afmæliskaffi heima hjá þeim feðgum.
Afæmælisbarnið Sigurjón Stefán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Páskarnir búnir og búið að ferma frumburðinn .......
27.3.2008 | 05:58
...... sem þýðir að ég stend við gefið loforð um að blogga ofurlítið
Ég kom s.s. heim frá London 17. mars s.l. 5 daga alveg ágætis ferð sem var þó engin hvíld Þegar heim kom tók við undirbúningur fyrir fermingu unglingsins. Þann 19. mars barst mér ómetanleg hjálp við undirbúninginn þegar hún mamma mín birtist Það er sko ekki amalegt að fá mömmu með sér í svona undirbúning, enda er hún mikill reynslubolti þegar kemur að fermingarundirbúningi. Við erum jú 5 systkinin og ekki svo ýkja langt síðan að við fermdumst
Elsku mamma 1000 þakkir fyrir alla hjálpina !
Undirbúningurinn endaði þó með hálfgerðri skelfingu því að á sunnudagskvöld byrjaði ég að fá í magann og stuttu seinna fékk mamma í magann líka sem endaði með því að ég eyddi aðfaranótt mánudagsins sitjandi á Gustavsberg með fötu í fanginu ....... Þegar líða tók á morguninn eftir algjörlega svefnlausa nótt var mér ekkert farið að lítast á að fara í kirkjuna í þessu ástandi sem að ég var en með góðra vina hjálp var mér reddað ógleðistillandi lyfi og ....stillandi lyfi sem að virkuðu sem betur fer ágætlega og ég komst í kirkjuna án þess að þurfa að vera með up & go og fötu í fanginu .........
Fermingin sjálf tókst alveg með ágætum og drengurinn stóð sig alveg með prýði, "mundi versið sitt alveg og allt" En myndir segja meira en mörg orð .....
Smellið á myndirnar til að sjá miklu fleiri ........
Kærar þakkir til allra þeirra sem sendu drengnum kveðjur og / eða gjafir í tilefni dagsins og einnig þeim sem sent hafa okkur foreldrunum hamingjuóskir og góðar kveðjur.
Að kvöldi fermingardagsins fengum við þær sorgarfréttir að lítil hetja, Huginn Heiðar, lést um nóttina eftir mikil og erfið veikindi allt sitt stutta líf. Guð veri með fjölskyldunni hans á þessum erfiðu tímum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gleðilega páska .....
23.3.2008 | 13:59
Hjá mér er búið að vera mikið að gera frá því að ég kom heim frá London. Allt á kafi í fermingarundirbúning. Stóri dagurinn er á morgun, en þá fermist frumburðurinn minn
Ég blogga meira þegar herlegheitin eru yfirstaðin ....... Þangað til:
Gleðilega páska kæru bloggvinir !
Smellið á myndina til að sjá meira af myndum .........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Meira heilsuleysi og alveg að bresta á með LONDON
11.3.2008 | 00:58
Well í fréttum er þetta helst:
Það eru innan við 2 sólarhringar þar til að ég fer til LONDON ! Ó já það er alveg að bresta á ! Ég reyndar var farin að halda það í gærkvöldi og morgun að ég bara kæmist ekki til London. Þannig var að við hjónakornin brugðum okkur í sumarbústað (ja, reyndar skátaskála) með vinahópnum okkar um helgina. Hópurinn er stór þannig að það dugði ekkert minna en skátaskálinn við Úlfljótsvatn. Aðfaranótt sunnudagsins fór mesti glansinn og skemmtunin af þessari ferð því að dóttir mín tók upp á því að fara að gubba um miðja nótt og verða lasin. Þannig að við spændum heim frekar snemma á sunnudaginn. En þá um morguninn var ég farin að finna fyrir slappleika sem ég til að byrja með kenndi dóttur minni um, sökum svefnleysis. En hún hefur sennilega átt minnstan þáttinn í að ég var orðin slöpp því að eftir því sem á sunnudaginn leið var ég alltaf druslulegri og druslulegri og endaði með því að hríðskjálfa og svitna eins og andskotinn á víxl alla s.l. nótt og fram að hádegi í dag. Síðast liðna nótt var ég skíthrædd um að ég yrði hreinlega að hætta við að fara til London. Ja, ég var reyndar ekki viss um að lifa þessa helvítis pest af, beinverkirnir voru slíkir. En allt er þetta á betri leið núna og heilsan mikið að skána.
Þrátt fyrir slappleika og pest í okkur mæðgunum skellti ég þeirri litlu aðeins í bað í gærkvöldi. Þegar hún kom upp úr baðinu greiddi ég niður úr flókanum í hnakkanum á henni. Þegar ég greiði henni er hún oft með bursta líka og hjálpar til. Þegar flókinn var farinn skiptum við um bursta og ég tók mjúka barnaburstann sem að hún var með og fór að greiða yfir allt hárið á henni. Ég greiddi smá stund allt hárið á henni og spurði hana: Er þetta gott ?
Amm (ísl. þýð. Já) svarðaði hún að bragði. Ég hélt áfram að strjúka yfir kollinn á henni með burstanum og allt í einu fór hún að halla út á vinstri hlið. Þetta var ástæðan
Hún var sofnuð !
Í dag var hún orðin mjög pirruð við að brasa eitthvað við dúkkukerruna sína og dúkkuna. Pabbi hennar setti hana í kerruna, snéri sér að mér í smá stund að tala við mig og þegar hann leit í kerruna aftur var staðan svona:
Húna var sofnuð !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ég er ekki BÚÐINGUR !
7.3.2008 | 03:48
Unglingurinn minn getur verið alveg milljón í einlægninni sinni. Í dag fór ég með hann til tannréttingasérfræðingsins. Þegar að við komum á staðinn spurði ég hann hvort hann ætlaði að taka lyftuna með mér eða ganga upp stigann. Lyftur eru nefnilega ekki hans uppáhald og opnir stigar reyndar ekki heldur. Þar sem við vorum stödd í Valhöll var valið einmitt þetta, lyftan eða opinn stigi (s.s. sést vel niður næstu hæðir við hlið stigans).
Ég vil frekar labba upp stigann svaraði stráksi og gerði sig líklegan til að ganga af stað.
Æi, komdu nú með gamalli mömmu þinni í lyftunni svo hún þurfi nú ekki að fara ein sagði ég við hann svona meira í gríni til að prófa hvort ég gæti sannfært hann um að koma með mér í lyftunni.
Þú ert ekkert gömul mamma ! Húðin þín er ekki einu sinni orðin lin ! svaraði unglingurinn minn frekar hneikslaður.
Hvað meinaru með því karlinn minn ? spurði ég og átti verulega bágt með að fara ekki að flissa.
Sko, gamalt fólk er með húð sem er eins og búðingur og þú ert ekki svoleiðis. Og með þeim orðum lagði hann af stað upp stigann.
Ég hinkraði smá stund niðri, reyndi að bæla niður flissið og fylgdist með honum leggja af stað upp stigann. Þá heyrði ég hann tauta fyrir munni sér: Ekki horfa niður, EKKI horfa niður, ALLS EKKI horfa niður !
Tíminn hjá tannsa, ja eða tönnsu, gekk bara mjög vel. Þetta var samt frekar óhefðbundinn tannlæknatími þar sem að hann fór í að tannsa útskýrði fyrir okkur foreldrunum tannréttingaáætlun fyrir unglinginn. Þarna var margt sem að maður vissi svo sem eftir að hafa sjálf verið í tannréttingum hér á árum áður en svo var annað sem að maður vissi ekki. T.d. eins og að unglingurinn minn er með verulega gallaðan munn hvað tanntöku varðar. Hann vantar s.s. 7 tennur fyrir utan það að vanta alla endajaxla. Þegar ég segi vanta þá er ég að meina ekki að þær eigi eftir að koma niður heldur vantar þær alveg ! Vegna þessarar tannvöntunar er hann ennþá með slatta af barnatönnum sem að þarf að draga í burtu. Þær hafa ekkert losnað hjá honum því að það eru engar tennur sem ryðja þeim í burtu. Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, stendur einhversstaðar því að þessi tannvöntun telst víst hjá Tryggingastofnum sem veruleg tannvöntun sem verður svo til þess að við ætttum að fá hæstu fáanlegu endurgreiðslu á meðferðinni........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kakan er búin !
4.3.2008 | 22:51
Nú er kakan góða búin ! Ég snerti ekki áenni fyrr en karlinn minn kom heim í gærkvöldi, svo þegar unglingurinn kom heim úr skólanum í dag fengum við okkur obbolítinn bita (bara svona til að fá tilbreytingu við ísinn .....) nú og svo komu gestir til okkar í kvöld og þá kláraðist kakan góða ! Gott að eiga góða vini sem að vilja hjálpa manni að borða svona kökur .......
Í morgun fór ég í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólann sem að litla stelpuskottið mitt dvelur á alla virka daga. Þar kom svo sem ekkert nýtt sem ég ekki vissi fyrir. Stelpunni gengur vel á leikskólanum og er á fullri ferði í þroskanum. Deildarstjórinn á deildinni sagði að það vekti almenna eftirtekt hjá þeim hvað dóttir mín er dugleg við að laga til eftir sig og AÐRA ! Hún er í því í tíma og ótíma að tína upp hluti og setja á sinn stað ...... Bara krútt !
Fyrir þá sem vilja þá er uppskriftin af kökunni hér:
Frönsk súkkulaðikaka
4 egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr súkkulaði
1 dl hveiti
Hitið ofninn í 170°c.Þeytið egg og sykur vel saman þar til það verður létt. Bræðið smjörið og súkkulaðið og kælið aðeins og hellið síðan varlega saman við eggjablönduna. Hveitið sigtað út í og hrært vel saman við. Bakað í 25 - 35 mínútur.
Krem:
70 gr smjör
150 gr súkkulaði
2 msk sýróp
Bræðið saman smjör og súkkulaði og bætið sýrópinu saman við.
Þessi uppskrift passar í 24 cm hringform
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Frönsk súkkulaðikaka .......
3.3.2008 | 20:50
...... sem enginn hefur tíma til að borða með mér .......
Smá æfing fyrir fermingarveislu
Ohhhhh ég verð að borða hana ein !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)