Meira heilsuleysi og alveg að bresta á með LONDON

Well í fréttum er þetta helst:

Það eru innan við 2 sólarhringar þar til að ég fer til LONDON !  Ó já það er alveg að bresta á !  Ég reyndar var farin að halda það í gærkvöldi og morgun að ég bara kæmist ekki til London.  Þannig var að við hjónakornin brugðum okkur í sumarbústað (ja, reyndar skátaskála) með vinahópnum okkar um helgina.  Hópurinn er stór þannig að það dugði ekkert minna en skátaskálinn við Úlfljótsvatn.  Aðfaranótt sunnudagsins fór mesti glansinn og skemmtunin af þessari ferð því að dóttir mín tók upp á því að fara að gubba um miðja nótt og verða lasin.  Þannig að við spændum heim frekar snemma á sunnudaginn.  En þá um morguninn var ég farin að finna fyrir slappleika sem ég til að byrja með kenndi dóttur minni um, sökum svefnleysis.  En hún hefur sennilega átt minnstan þáttinn í að ég var orðin slöpp því að eftir því sem á sunnudaginn leið var ég alltaf druslulegri og druslulegri og endaði með því að hríðskjálfa og svitna eins og andskotinn á víxl alla s.l. nótt og fram að hádegi í dag.   Síðast liðna nótt var ég skíthrædd um að ég yrði hreinlega að hætta við að fara til London.  Ja, ég var reyndar ekki viss um að lifa þessa helvítis pest af, beinverkirnir voru slíkir.  En allt er þetta á betri leið núna og heilsan mikið að skána.

Þrátt fyrir slappleika og pest í okkur mæðgunum skellti ég þeirri litlu aðeins í bað í gærkvöldi.  Þegar hún kom upp úr baðinu greiddi ég niður úr flókanum í hnakkanum á henni.  Þegar ég greiði henni er hún oft með bursta líka og hjálpar til.  Þegar flókinn var farinn skiptum við um bursta og ég tók mjúka barnaburstann sem að hún var með og fór að greiða yfir allt hárið á henni.  Ég greiddi smá stund allt hárið á henni og spurði hana: “Er þetta gott ?” 
“Amm” (ísl. þýð. Já) svarðaði hún að bragði.  Ég hélt áfram að strjúka yfir kollinn á henni með burstanum og allt í einu fór hún að halla út á vinstri hlið.  Þetta var ástæðan

 

Hún var sofnuð !

Í dag var hún orðin mjög pirruð við að brasa eitthvað við dúkkukerruna sína og dúkkuna.  Pabbi hennar setti hana í kerruna, snéri sér að mér í smá stund að tala við mig og þegar hann leit í kerruna aftur  var staðan svona:

 

Húna var sofnuð !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Æ, snúllan litla. Vonandi nærðu þér fljótt svo þú getir skemmt þér í London. Góða ferð. Á hvaða Hóteli verður þú á, ef ég má spurja?

Hafið það gott. 

Guðmundur Þór Jónsson, 11.3.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Árný Sesselja

Æji meiri snúllan....

hlakka til að heyra í þér í dag kæra systir og vonandi er heilsan betri... hitalækkandi og hóstastillandi er komið niður í tösku, ef það er með í för þarf ég ekki að nota það !!! 

Árný Sesselja, 11.3.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Vonandi hristir þú þetta af þér.... þú verður að komast til London.  Góða skemmtun.

Kolbrún Jónsdóttir, 11.3.2008 kl. 07:36

4 Smámynd: .

Hún nafna mín er bara yndisleg.....

., 11.3.2008 kl. 08:25

5 identicon

Awww litla skottið ....en skemmtu þér vel í London:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æji litla dúllan:)

Vonandi ferðu að hressast svo þú getir notið þín í London:)

Berta María Hreinsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi vonandi verður þú orði góð þegar þú ferð til London. Fallleg barnið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 10:08

8 identicon

Halla Katrín er svo mikið krútt. en góða skemmtun í london

Brynhildur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:05

9 identicon

hún er svo mikið krútt,, hún sofnaði nú líka einu sinni þegar pabbi hennar var að reyna að klæða hana :)

Svanhildur (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æi krúttið   Vonandi verður þú orðin alveg frísk mín kæra þegar þú ferð í uppáhaldsborgina mína, aldrei gaman að ferðast lasin.

Góðan bata

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: www.zordis.com

Hún er yndi þessi litla dúlla!  Láttu þér batna og skemmtu þér rosalega vel!

www.zordis.com, 11.3.2008 kl. 21:07

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:57

13 identicon

'O jesús litla krúttið. En góða skemmtun í allra skemtilegustu borg í heimi og þið verðið að kíkja í Campden.Það er algjör snilld.

Magga (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:06

14 Smámynd: Garún

snillingur þetta barn.  Minnir mig á Thelmu systir, alltaf sofandi eða dagdreymandi...gaman..skemmtu þér vel í London

Garún, 12.3.2008 kl. 08:57

15 Smámynd: Margrét Hanna

Hvar fær maður svona börn?

Hafðu það gott í London!

Margrét Hanna, 12.3.2008 kl. 10:31

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Margrét: Ég get lýst því fyrir þér hvernig maður gerir börn...

Dúllu mynd af stelpunni.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 19:36

17 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

elsku litla snúllan...

Agnes Ólöf Thorarensen, 12.3.2008 kl. 23:37

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Easter BasketGleðilega páska,elsku fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:59

19 identicon

Vildi bara kvitta fyrir innlitið. En ég datt nú alveg killiflöt fyrir þessari súkkulaðiköku ummm og er nú ekki fjarri lagi að hún verði prófuð.  P.s. ég datt hér inn af öðru blogg af bloggi rúnti.

Takk fyrir mig.

Fáfróð sveitakerlig (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband