Komin heim .....

....... eftir alveg frábæra langa helgi norðan heiða.   Ég var að vinna aðfaranótt s.l. fimmtudags og um leið og vaktinni lauk drifum við okkur norður með 75% af krakkakrílunum okkar Smile  Sigtryggur fékk að vera aaaaaleinn hjá pabba yfir helgina.  Hann fær svo að fara norður 11. maí og fær þá að fara í sveitina til Kötu frænku í sauðburðinn. 

IMG_2312Helgin fór að mestu í að dúlla okkur með börnin, halda upp á 2 ára afmæli hjá stelpu-krúttinu og svo mikla matarveislu á laugardagskvöldið í boði pabba og mömmu Grin  Pabbi karlinn sagði nefnilega fyrir laaaaanga löngu síðan að þegar að það kæmi að því að hann seldi sveitina okkar þá ætlaði hann að bjóða okkur öllum systkinunum + mökum út að borða og gefa okkur svo öllum í glas Smile    Það var auðvitað 100% mæting (eins og við er að búast þegar matur er í boði handa okkur systkinunum Wink)  Við borðuðum á Árbakkanum og svo fórum við heim til pabba og mömmu og gerðum heiðarlega tilraun til að hjálpa pabba karlinum að klára úr stærðarinnar wisky-flösku sem hann bauð upp á.  Þrátt fyrir góða viðleytni hjá flestum tókst ekki að klára flöskuna góðu.  Sumir stóðu sig betur en aðrir í þeirri viðleytni en hegndist fyrir á sunnudagsmorguninn með gríðarlegu heilsuleysi Pouty 

Ef smellt er á myndina hér að ofan opnast albúm með fullt af myndum úr afmælinu hennar Höllu Katrínar Smile

--------------------------------------------------------------------

Í dag er ég svo sem ekki búin að gera nein ósköp.  Bara skreppa í Smáralindina og eyða svo sem eins og 80.000 !  Ég s.s. fór og fékk sjónmælingu og í framhaldi af því pantaði ég mér ný gleraugu og  MEN það er sko ekki fríkeypis að fá sér ný gleraugu Pouty  Gleraugun kostuðu 74.000 og svo keypti ég líka útigalla á miðjumanninn ......

----------&----------

Fyrir 2 árum síðan skrifaði ég í dagbókina hjá stelpskottinu mínu:

Fyrstu dagarnir gengu svolítið erfiðlega í lífi Höllu Katrínar.  Eins og við var að búast þurfti hún öndunaraðstoð en seint á fyrsta sólarhringnum fór henni að líða mjög illa og var hún þá sett í öndunarvél.  Ástæðan fyrir þessu var að hún var með sýkingu sem fór svona með hana.  Hún var strax sett í öflugri sýklalyfjameðferð sem hún hefur brugðist vel við og nú er allt á réttri leið. 

Við Óli fórum til hennar snemma í morgun og hafði hún sofið vel í nótt og verið mjög róleg.  Það var búið að taka hjá henni blóðprufu sem kom vel út og er sýkingin á hraðri niðurleið.  Hún er svolítið farin að hjálpa til við að anda þannig að það hefur verið lækkað svolítið í öndunarvélinni.  Þórður læknir sagði okkur í morgun að það væri smá von um að hún losanði við öndunarvélina á morgun.

Í dag er ég búin að vera á beinu brautinni. Pabbi og mamma eru búin að vera hjá mér meira og minna  í dag og læknarnir og hjúkkurnar eru búin að vera að fræða þau um það sem verið er að gera fyrir mig. Það er nefnilega núna fyrst sem þau eru að verða móttækileg fyrir upplýsingunum frá þeim. Að vísu er ég búin að vera með hækkandi blóðþrýsting en það er ekkert mjög alvarlegt, en ég verð sett á blóðþrýstingslækkandi lyf.

tattyklavertje4

Halla Katrín Weywadt 2 ára í dag !

Litla kúttið mitt hún Halla Katrín er 2 ára í dag, eða nákvæmlega klukkan 23:40 í kvöld verður hún 2 ára.  Í dag er heljarinnar kökuveisla heima hjá ömmu og afa á Blönduósi. 

Mynd af afmælisbarninu í tilefni dagsins (tekin í gær í sveitinni sem var einu sinni okkar sveit)

Elsku Halla til hamingju með afmælið ! 


Það er komið sumar, sól í heiði skín ......

vetur burtu farinn, tilveran er fín ! Er þaggi ?

Kæru bloggvinir og aðrir sem að ramba hérna inn,  mínar bestu óskir um gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir veturinn Grin

Smile%20sun

Hafið það eins gott og þið mögulega getið !

 


Á að láta börnin ganga í áberandi merktum fötum s.s. húfum með nafninu á ?

Dóttir mín fékk húfu að gjöf þegar hún var nokkurra mánaða gömul.  Þetta er ofsalega falleg bleik og hvít flíshúfa með nafninu hennar ísaumuðu framan á.  Þessa húfu er Halla Kata búin að nota mjög mikið og gerir ennþá því húfan virðist stækka með henni.  En fljótlega kemur að því að ég láti húfuna hverfa og læt hana hafa húfu sem er ekki með nafninu hennar í staðinn.  Ástæðan er einfaldlega sú að það eru því miður til svo mikið af fólki sem hefur afbrigðilegar hvatir og notfærir sér börn. 
Maður getur vissulega aldrei passað börnin algerlega fyrir svona fólki en það er margt sem hægt er að kenna börnunum til að varast það, s.s. eins og að tala ekki við ókunnuga, fara ekki í burtu með ókunnugum o.m.fl.  Málið er bara að börn trúa frekar og treysta þeim sem ávarpar þau með nafni .......

Þegar Halla mín fer að fara ein út í smá stund í einu hættir hún að vera í áberandi merktum fötum ......

0002011D

Afmælisbarn dagsins er yngsta systir mín hún Árný !

Wizard Elsku Árný, innilega til hamingju með 30 ára afmælið Wizard


Kominn tími til að blogga obbolítið ......

Það vantar ekkert uppá að ég hafi haft eitthvað til að blogga um undanfarna dag, ég hef einfaldlega bara alls ekki nennt því ! 
Ég er búin að vera að vinna frekar mikið, tekið aukavaktir og svoleiðis, ofsalega dugleg
Wink  Nú svo hef ég auðvitað verið að reyna að vinna upp í náminu og síðast en ekki síst verið að sinna börnunum mínum, karlinum og heimilinu. 

Þær nætur sem að ég hef verið heima undanfarið hafa ekki einkennst af miklum og góðum svefni eins og eðlilegt væri.  Þær hafa að mestu leyti einkennst af slitnum svefni, grát og mikilli vanlíðan hjá litlu skvísunni minni.  Hún er að taka tennur þessi elska og það tekur heldurbetur á í þetta sinn.  Hún er lengi búin að vera bara með 12 tennur og núna allt í einu eru þær orðnar 15 og sú 16. er alveg að sprengja sig í gegnum síðasta spölinn.  Svei mér þá ef að ég skil hana ekki mjög vel að gráta þegar svona stendur á.  Ég held að ég mundi ekki vera neitt voðalega hress ef að ég væri með tannpínu á 4 stöðum í munninum !

Í gærmorgunn fór ég til tannsa í fyrsta tíma til að smíða nýja tönn í stað þeirrar sem að brotnaði hjá mér um daginn.  Ég var sko ekki að nenna að mæta í þennan tíma því að hann var klukkan 9 í gærmorgunn og ég kláraði næturvakt klukkan 8.  Hlussaðist nú samt til tannsa og svaf á meðan að hann slípaði til og gerði klárt fyrir nýju krónu-tönnina mína.  Eitthvað hlít ég að hafa hrotið í stólnum því að þegar að hann var búinn og ég mátti standa upp sagði ég við hann: "Ég held að ég hafi náð að sofna svolítið ......".  "Það fór ekkert á milli mála" svaraði tannsi og brosti .........

 

DSC06175
 
DSC06180

 Að lokum þá má geta þess að ég fékk 9,0 fyrir siðfræðiritgerðina sem ég hef verið minnast á hérna undanfarið ....... Grin


Bókin um einhverfu - spurt og svarað

forsida200wÍ gær (tæknilega séð í fyrradag) fékk ég alveg frábæra gjöf.  Þetta var svona einskonar afmælisgjöf.  Ekki svo að skilja að ég ætti afmæli heldur átti Umsjónarfélag einhverfra afmæli á síðasta ári og í tilefni af því gaf félagið öllum sínum  félagsmönnum eintak af nýútkominni bók sem heitir "Bókin um einhverfu - spurt og svarað".
Bókin er þýðing og staðfæring á bókinni The Autism Book: Answers to Your Most Pressing Questions eftir Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski.  Eiríkur Þorláksson fyrrverandi formaður Umsjónarfélags einhverfra þýddi bókina og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins staðfærði.  Hér má sjá sýnishorn úr bókinni góðu ......

Í framtíðinni ætlar félagið að gefa foreldrum nýgreindra barna eintak af bókinni sem er frábært framtak !  Ég hefði alveg viljað fá svona bók þegar að synir mínir greindust. 

Fyrir þá sem vilja eignast bókina þá fæst hún í flestum bókabúðum og kostar 2.490 krónur Smile 


Ætti ég að hætta að styrkja World Class og fara að hlussast í ræktina ?

Alveg er þetta típískt !  Ég fékk mér kort í ræktina, mánuð hjá einkaþjálfara og ætlaði nú aldeilis að taka á því !   Jú ég kláraði mánuðinn hjá þjálfaranum og hélt svo aðeins áfram að mæta í ræktina en svo kom að því að vetrarpestirnar helltust yfir heimilið hjá mér og BAMM það var eins og við manninn mælt ég rann á rassinn með allt saman eins og venjulega ....... Devil  Ég er s.s. búin að styrkja WC (hehe) um næstum því 9 þúsund krónur undan farið ! 
Í angist minni yfir þessum aumingjaskap hætti ég mér upp á vigtina í gær og mér til mikillar gleði þá hef ég ekki þyngst nema um tæpt 1 kíló þrátt fyrir trassaskapinn ......

Spurning um að fara að hætta þessum aumingjaskap og hlussast í ræktina ?


Miðnæturblogg

Í tilefni af því að ég er loksins búin að ljúka við blessaða siðfræðiritgerðina ætla ég að blogga ofurlítið.   Ég er svo sem ekki búin að skila ritgerðinni en hún er komin í yfirlestur til hennar mömmu minnar.  Takk mamma mín fyrir að nenna þessu fyrir mig.  Það eru bara fáir (eiginlega enginn samt) sem ég treysti betur til að leiðrétta málfar og stafsetningu. 

Vegna skrifa minna um meðferð borgarráðs í frístundamálefnum 10 – 16 ára barna í Reykjavík langar mig að taka fram að ég er afar þakklát fyrir að þessi fyrirætlan þeirra var dregin til baka og starfið í sumar hefur verið tryggt.  Ákveðinn hluta af því sem að ég skrifaði má alveg lesa sem óþarflega óvægin orð í garð Ólafs F Magnússonar og biðst ég afsökunar á þeim.   Ég er bara mannleg og á það til að ganga aðeins of langt þegar ég verð svona reið og sár.  Ekki bætir úr skák þegar um málefni er að ræða sem maður verður ítrekað fyrir sárindum, hræðslu og öðru tilfinningalegu uppnámi.  Eins og ein ágæt “bloggvinkona” mín sagði þá á Ólafur alveg skilið hrós fyrir að snúa þessu við.

 

Nýjustu fréttir af skólamálum hjá mér eru þær að sennilega fæ ég ekki undanþágu til að byrja í félagsliðbrúnni fyrr en í janúar 2009.  Hljómar langt þangað til en það eru samt ekki nema rúmlega 8 mánuðir.  Þar sem að ég er búin með slatta af þeim fögum sem eru hluti af félagsliðabrúnni þá þarf ég bara að taka eitt fag í dreifnámi Borgarholtsskóla til að geta byrjað á 2. önn í brúnni í janúar 2009.   Þar sem að ég er búin að vera í fjarnámi í FÁ finnst kannski sumum skrítið að ég skuli ætla að færa mig í Borgarholtsskóla en ástæðan er sú að þetta fag, félagsleg virkni, er ekki kennt í FÁ. 

 

Af unga fólkinu mínu er allt gott að frétta.  Unglingurinn minn er þessa dagana í Hólabergi og á meðan er miðjumaðurinn heima eins og prins.  Samkomulagið hjá þeim 2 hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið þannig að þeir eru voða fegnir þegar hinn fer í Hólaberg.Litla skottið hún Halla er í stöðugri framför í að tala.  Núna í kvöld voru afinn og amman í Heiðarseli að passa ormana og hafði amman orð á því að talaði heil ósköp en hún bara skildi voða lítið af því.  Það þarf eiginlega ísl. þýðingu með henni dóttur minni.  Sem dæmi: dussi=djús (en bara ákveðinn teg. af Brazza), gúkki er fjölnotaorð hjá henni og þýðir dúkka, kúkur, kaka og ýmislet fleira, gúkki beia sem fylgt er eftir með banki á rassinn þýðir að hún er búin að kúka og svo er hún svo yndislega kurteis þessi elska að þegar henni er boðið e-h þá er svarið ýmist já gakk eða nei gakk,  svona mætti lengi telja.


Þeir sáu að sér - sumrinu vonandi reddað

Fengið að láni á visir.is

Fötluð börn fá inni í frístundaklúbbum í sumar

mynd
MYND/GVA

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun þá tillögu borgarstjóra að tryggja fötluðum börnum á aldrinum 10-16 ára vist í frístundaklúbbum í sumar.

Nítján milljónir vantaði upp á til þess að það gæti gengið upp og voru þær veittar til verkefnisins. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að með samþykkt tillögunnar sé eytt þeirri óvissu sem fötluð börn og foreldrar þeirra hafa verið í vegna málsins. Borgarstjóra var jafnframt falið að hefja viðræður við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um frekari þróun á þjónustu við fötluð börn á aldrinum 10-16 ára og fjárhagslega þátttöku ríkisins í verkefninu.

Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi með þessu fallið frá upphaflegum hugmyndum sínum um að efna til viðræðna við félagsmálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga um fjármögnun frístundanna.

Þá lagði minnihlutinn í borgarráði fram ályktun framkvæmdastjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar þar sem hugmynd borgarstjóra um viðræður var gagnrýnd. Jafnframt lét minnihlutinn færa til bókar að hann fagni því að borgarráð aflétti nú þegar óvissu um frístundastarf fatlaðra næsta sumar og tryggi fjárveitingar til verkefnisins í stað þess að þæfa það með viðræðum við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þar með hafa hagsmunir fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra verið að fullu tryggðir," segir einnig í bókuninni.


Skipt um gír .......

Nú er kominn tími á að skipta um gír og blogga smá jákvæðnisblogg.  Eins og fram hefur komið þá hafa síðust dagar ekki verið neitt sérlega jákvæðir í mínum augum en ég er að reyna að vinna í Pollýönnunni í mér ........

Síðasta helgi var alveg sérstaklega jákvæð en þá gengu þau Jökull litli bróðir minn og Oddný í heilagt hjónaband.  Þetta var fámenn en góðmenn athöfn á alveg yndislegum degi.  Þetta var alveg stórskemmtilegur dagur.  Jökull smalaði þeim sem boðið var í brúðkaupið saman í rútu.  Ja, í rauninni var flestum bara boðið í óvissuferð sem að endaði með brúðkaupi ! 


Þau eru svo frábær bæði tvö Smile
Bara smella á myndina til að sjá allar hinar ........

child%20wonderingÉg er mikið búin að vera að velta fyrir mér smá breytingum á fyrirætlunum mínum í námi.  Eins og margir sem mig þekkja vita þá byrjaði ég aftur í skóla í haust með það fyrir markmið að einhverntíman útskrifast sem sjúkraliði.  Það markmið hefur svo sem ekkert breyst, ég er bara búin að vera að velta aðeins fyrir mér að breyta aðeins leiðinni að þessu markmiði og læra félagsliðann fyrst.  Ég er með það í vinnslu að sækja um í svokallaðri “félagsliða-brú” hjá Mími símenntun í haust.  Svona við fyrstu athugun var útlitið svo sem ekki mjög bjart því að námsráðgjafi hjá Mími sagði mér að ég fengi ekki að byrja í náminu  þar sem að ég uppfyllti ekki eitt af þeim skilyrðum sem sett eru til að meiga hefja þetta nám.  Skilyrðin eru að vera búinn að ná 22 ára aldri, vera búinn með fagnámskeið I og II og vera með 3 ára starfsreynslu í aðhlynningu.  Ég er búin að ná aldurstakmarkinu og gott betur en það, fagnámskeið I er ég búin með og lýk fagnámskeiði II n.k. fimmtudag en starfsreynsluna hef ég ekki þannig að nú er ég að vinna í því að fá undanþágu til að hefja námið því að þegar að því líkur verð ég örugglega komin með öll árin 3, þar sem að þegar og ef ég fæ að hefja námið í haust verð ég komin með 2 ára reynslu og vinn það þriðja inn meðan á námstímanum stendur.  Ég held að þetta sé hreint ekki svo vitlaust .......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband