Það er ýmist í ökkla eða eyra

Blogg númer 2 í dag og stundum ekki neitt í marga marga daga Grin  Ég bara mátti til þegar að ég sá eitt af commentunum við síðasta bloggi.  Hún Kolla var að spyrja hvar við verðum í Danmörku og svarið við því er þessi mynd:

Kolla mín, við verðum sko þarna í hvíta húsinu með gula þakinu  beint fyrir ofan ykkur þarna í Horsens Tounge Undir húsinu okkar stendum Hammel.   Það er aldrei að vita nema að við kíkjum til ykkar í kaffi ef það er í lagi Wink
Það eru svooo margir búnir að vera að spyrja mig þessarar spurningar þ.e. hvar við verðum í DK og ég bara get ekki munað þessi nöfn og hvað þá nákvæma staðsetningu Blush  Dönsk landafræði er langt frá því að vera mín sterkasta hlið sko ....  Þetta er svo nærmynd af húsinu "okkar" í DK:

 

 
 
Í dag var planið að fara með 2 gutta í vegabréfaumsókn í dag en þar sem að mér tókst að næla mér í einhverja djö.... pest sótti Sævar þá á leikjanámskeiðin og fór með þá  á lögreglustöðina í Kópavoginum (allt lokað í Borgartúninu og öllum vísað í Kópavoginn)  Þegar þangað kom hringdi hann í mig og sagðist ætla að fara bara með þá strax og opnar í fyrramálið því að það voru víst rúmlega 20 manns á undan þeim í röð og það voru gaurarnir mínir ekki alveg að sætta sig við að bíða eftir, sem skiljanlegt er.  Það væri kannski ráð að senda þá Óla og Sævar bara með allan hópinn í fyrramálið Tounge

Loksins komið að því ......

Það eru komnar myndir frá síðustu helgi !  Mamma er búin að spyrja mikið hvort að myndirnar séu nú ekki að fara koma inn á netið og nú er loksins komið að því.  145 stykki og þær má sjá á myndir.us/anna/gallery nú eða smella á myndina hérna að neðan Grin

Kirkjubólsdalur við Dýrafjörð 

S.l. fimmtudag lögðum við af stað vestur á Þingeyri.  Þar áttum við pantaðan sumarbústað og planið að eyða fjórum dögum þar ásamt því að heimsækja ömmu og afa.  Sumarbústaðurinn eða öllu heldur sveitabærinn sem við leigðum heitir Múli og er í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð. 
Þarna áttum við 4 alveg frábæra daga í alveg ágætis veðri.  Við fórum í sund á hverjum degi.  Fyrsta daginn fórum við í sund á Suðureyri og hina dagana á Þingeyri Smile  

Þessa dagana snýst allt um að undirbúa fyrirhugaða Danmerkurferð með alla fjölskylduna.  Fá vegabréf fyrir allt smáfólkið og ýmislegt fleira sem þarf að huga að.   

Blogga meira síðar ....... 


Blogg fyrir pabba minn :)

Á leið minni í vinnuna í gærkvöldi talaði ég við pabba minn.  Þegar við höfðum rætt saman um hin ýmsu málefni og ég var að  fara að kveðja spurði hann mig hvort að ég væri hætt að blogga Smile  Það er greinilega orðið aðeins of langt síðan síðast ....... Wink  En svona er þetta bara þegar sumarið brestur á en þá nenni ég voðalega sjaldan að blogga.  Ég kem til með að láta svolítið heyra frá mér í sumar en á frekar von á því að það verði í myndrænu formi frekar en rituðu máli. 

Framundan hjá mér og mínum er ferðalag vestur á Þingeyri til afa og ömmu.  Við leggjum af stað á fimmtudagsmorgunn og komum til baka n.k. mánudag Smile 

Í tilefni dagsins ein mynd að lokum:

187095A


14. sætið var niðurstaðan ......

belgrade2007Er það ekki bara ásættanleg niðurstaða í "júróvisíon" ?  Það er allavega mín skoðun .....  Englarnir á Dominos voru fengnir til að elda kvöldmatinn fyrir mig og mitt lið og svo var fylgst með frammistöðu okkar fólks í Serbíu.  Þar sem að ég var að vinna s.l.  nótt, já og er að vinna núna í nótt líka þá er ég frekar sybbin eftir að hafa svindlað á svefninum og vakað yfir júróvision Gasp 

Þessa helgina er unglingurinn minn hann Kristján Atli hjá pabba sínum og hinir gaurarnir hjá okkur.  Þeir voru frekar fyndnir í kvöld þeir bræður Sigtryggur og Sigurjón.  Þeir voru eitthvað að fíflast inni í herbergi og stuttu áður en að ég þurfti að fara í vinnuna skaust Sigtryggur fram og henti bréfi á gólfið fyrir framan mig.   Þetta var samanbrotið blað sem framan á stóð: "mamma".  Ég tók blaðið upp og inni í því stóð: "Mér hefur verið rænt af bófum".  Inni í herbergi heyrðist mikið fliss í þeim bræðrum.  Ég sýndi Óla blaðið og hann tók það og skrifaði á það: "Bófar, skiliði strákunum eða ég verð reiður !" Síðan var bréfinu skutlað inn í herbergi.  Þetta vakti mikla lukku og bréfið gekk svo á milli með ýmsum skemmtilegum skrifum LoL

 


Eilíf bið eftir tölum - stundum jákvæðum og stundum neikvæðum ......

large-numbers2Núna er ég loksins búin að fá tölurnar sem ég er búin að bíða lengi eftir, einkunirnar mínar eru komnar í hús.  Ég verð bara alveg að viðurkenna það að ég er bara nokkuð stolt af þeim.  Ég fékk 7 í næringarfræði og 8,6 í siðfræði Smile  Þetta eru s.s. jákvæðu tölurnar í lífi mínu. 

Núna er ég hins vegar að bíða eftir mjög neikvæðri tölu Pouty  Málið er að á sunnudaginn var ég á leið suður eftir helgarstopp á Blönduósi hjá pabba og mömmu.  Aldrei þessu vant þá keyrði ég þar sem að karlgreyið mitt vaknaði grænn í framan og ælandi út í eitt.  Ekki þýddi að láta hann keyra í þessu ástandi þannig að ég keyrði.  Eitthvað gleymdi ég mér við aksturinn og þegar ég keyrði framhjá myndavélarandskotanum (stuttu eftir að komið er framhjá Hafnarfjalli) heyrðist í manninum mínum: "Þú varst blikkuð"  Í því sem að ég leit eldsnöggt á hraðamælinn og svo á þennan veika við hliðina á mér gat ég ekki betur séð en að á mælinum stæði 110 + og á  þeim veika risastórt glott Angry  Nú er bara að bíða eftir að bréfið frá dýrustu ljósmyndastofu landsins berist inn um lúguna ......  Þess má geta, fyrir þá sem vilja taka þátt í því með manninum mínum að glotta að mér, þá er þetta í annað sinn sem að ég fæ hraðasekt og bæði skiptin mynduð á sama staðnum ......


Smá auglýsing .....

Fékk eftirfarandi í tölvupósti núna um helgina:

Kæru allir!

Sigga vinkona okkar dó úr brjóstakrabbameini þann 14 janúar síðastliðinn, aðeins 4 dögum eftir að hún varð 40 ára.. frá eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra á aldrinum 1 árs til 16 ára.
AlvegBrillSigga barðist hetjulega ..alltaf vongóð ..jákvæð.. og dugleg ..og lifir í hjarta okkar sem sigurvegari þrátt fyrir að hafa þurft að kveðja svona langt langt fyrir aldur fram.

Þau ykkar sem þekktu hana ..eða könnuðust við ..spyrjið oft eða veltið fyrir ykkur ..hvernig gengur fjölskyldunni að fóta sig.. eftir fráfall hennar.

Við vinkonurnar heyrum í og höfum hitt fjölskylduna...

Jón Grétar er nú orðin 17 á
ra og kominn með bílpróf.. og er í framhaldsskóla
Kata er komin í framhaldsskóla og stundar fimleika af miklu kappi.. hún verður sweet 16 í sumar
Sædís er nýorðin 11 ára stundar fimleika og er afskaplega hjálpleg við þá yngstu
Jakobína Björk ..verður 2 ára í sumar. Hún er farin að æfa sig mikið að tala. Hún er hjá dagmömmu og bíður eftir að komast á leikskóla

Jónas ..sem vinnur við garðyrkju verður 40 í haust.. er að standa sig vel sem einstæður 4-ra barna faðir.. hann hefur forgangsröðina á hreinu ..börnin númer 1..2..og 3! Einnig hefur hann lagt kapp á að klára húsið ..sem þau hjón lögðu svo hart að sér að eignast og gera upp.

Sigga vann með einni ástsælustu leikkonu landsins.. Eddu Björgvinsdóttur og tókst með þeim góður vinskapur. Hefur sú góða kona nú ákveðið að halda styrktarsýningu og allir sem að verkinu koma ..gefa vinnu sína.. og Borgarleikhúsið lánar hús sitt endurgjaldslaust.. verkið er "Brilljant skilnaður" og verður sýningin í Borgarleikhúsinu þann 25 maí klukkan 20:00 miðasala fer fram í Borgarleikhúsinu sími 5688000

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Ragna og Gulla Sigguvinkonur og Edduaðdáendur

Þar sem að ég hef ekki séð þetta þá er ég búin að festa mér miða fyrir mig og karlinn minn Smile


Litli listamaðurinn minn

Hann Sigtryggur Einar settist við tölvuna bróður síns í dag og teiknaði þessa mynd.  Myndina kallar hann  "Rauðblesótt og sokkótt móðurást" Smile 

rauðblesótt og sokkótt móðurást
Rauðblesótt og sokkótt móðurást
-----------------------------------------------------------------------------------------

Nú  er Halla litla orðin hitalaus og fær hún loksins að fara á leikskólann á morgun.  Svona til öryggis þá verður hún nú samt  að vera inni á morgun. 

Framundan er svo rólegheitahelgi hjá okkur hjónakornunum.  Við fengum í brúðargjöf s.l. sumar gistingu eina nótt á Hótel Rangá í de luxe herbergi ásamt fjögurra rétta kvöldverði.  Planið er að nota þessa góðu gjöf um helgina Smile


Meiri kvefpest

Þær eru sko aldeilis ekki hættar að heimsækja okkur bölvaðar pestarnar.  Fyrir tæpri vikur fékk Sigtryggur Einar slæma hálsbólgu og fljótlega á eftir honum fékk ég þetta ógeð.  Í fyrrakvöld fékk svo litla daman á heimilinu háan hita sem enn sér ekki fyrir endann á Pouty  Þetta er svo skrítið því að hún var búin að vera með hor og kvef í nokkra dag og þegar að það fór að lagast þá kom brjálaður hósti (mjög þurr) og himinhár hiti Frown  Í gærmorgun vaknaði sú stutta með 39,3°c þannig að ég fór með hana til læknis seinnipartinn í gær.  Ég reyndi auðvitað í miklu bjarsýniskasti að panta tíma en þeir voru auðvitað upppantaðir hálfan mánuð fram í tímann þannig að ég tók ekki sénsinn á að hún yrði ennþá veik eftir svo marga daga og fór með hana á vaktina. Hún var hlustuð alveg í bak og fyrir og svo var mæld súrefnismettun hjá henni og lungun voru sem betur fer hrein.  Doksi kíkti einnig í eyru og háls og þar var ekkert að finna utan svolítinn merg í öðru eyra þannig að ekki leyndist ástæða þar.  Niðurstaðan var s.s. sú að hún er með einhverja bölv.... veirusýkingu sem veldur þessum hita og verður að vinna á því sjálf.  Það er jú best að vinna á svona sjálfur í stað þess að taka lyf en þau eru víst ekki til við svona veirum. 

Myndin hérna að ofan er af ferðahraða þess sem frá okkur kemur þegar að við hnerrum ....... so cover your nose when you sneeze !

daydreamÞessa dagana er staddur á landinu  frændi minn sem að býr í Namibíu.  Hann kom hingað með skipinu sem hann er búinn að vera að vinna á undanfarin ár og á nú að selja hér á Íslandi.  Það er nú samt ekki svo gott að hann sé að flytja aftur upp á klakann heldur fer hann aftur út þegar að hans verki með skipið er lokið.  Þessi frændi minn kom í heimsókn til okkar hjónanna í fyrrakvöld.  Hann kom með fullt af myndum af strákastóðinu sínu og sýndi okkur en við höfum aldrei séð drengina hans.  Í spjallinu við frænda kom til tals hvað það gæti nú verið gaman að heimsækja hann og síðan er ég búin að láta mig dreyma þvílíka dagdrauma um að fara í ferðalag til Namibíu Grin  Ég stefni að því að láta þennan draum verða að veruleika ....... 


Uss það má ekki spyrjast út að ég sé að blogga núna ......

study.......því að ég á sko að vera að undirbúa mig fyrir próf sem er á miðvikudaginn n.k.  Það er bara alveg sama hvað ég reyni til að plata sjálfa mig að bókunum, mér tekst alltaf að snúa á sjálfa mig og finna mér eitthvað miklu "þarfara" að gera s.s. eins og að blogga smá .......  Ég er s.s. að fara í næringarfræðipróf á miðvikudaginn og svo þann 14. maí fer ég í siðfræðiprófið Smile  Ég verð alveg að viðurkenna að ég verð voðalega fegin þegar að þetta er búið. 
Ég er svo skrítin skrúfa ....... Yfirleitt gengur mér ágætlega að læra en alltaf skal ég fá brjálaðan prófhvíða
Crying  Eins og fyrir haustannarprófin þá var ég frekar vel undirbúin en skalf samt eins og hrísla, kúgaðist  og var alveg viss um að ná ekki neinu.  Endirinn varð samt sem áður tvær áttur og ein sjöa sem er í sjálfu sér ekki slæmt.  Ég vildi bara óska að ég losnaði við þennan djö ...... kvíða ! 

Það auglýsist hér með eftir góðum ráðum og öðrum
töfralausnum við prófkvíða 
Pouty

Annars er flest búið að vera í ósköp venjulegum skorðum hjá mér undanfarið nema kannski heilsan hjá mér.  Mér tókst að næla mér í einhverja djö ..... kvefpest með hálsbólgu og miklu hori !   Pestin er nú samt sem betur fer á undanhaldi þannig að þetta stendur allt til bóta ......


Ætti ég að hætta að blogga og skella mér í detox ?

Eins og sjá má á commentunum við færsluna hjá mér hérna á undan þá er ég að taka pláss á veraldarvefnum frá þeim sem hafa eitthvað “gáfulegt að blogga um”.  Það á víst ekki að taka pláss frá þessum snillingum með innantómu þvaðri um fjölskylduna sína eða persónuleg málefni.  Ætti ég ekki bara að loka blogginu mínu hið snarasta ?

Þegar gáð var að þá var þessi snillingur sem commentaði hjá mér unglingsgrey sem hefur gífurlega margt gáfulegt og innihaldsríkt til að rita um á sinni bloggsíðu ........

En að öllu gríni slepptu þá er ég mjög fylgjandi því að unglingar tjái sig bæði í orði og riti en ég held svei mér þá að þessi tiltekni unglingur sé á villigötum í þeim efnum .....

---------------------------------------------------------

Dagurinn byrjaði hjá mér á því að fara með Höllu litlu (stóru !) í ungbarnaeftirlitið í tveggja ára skoðun.  Þetta var bara svona típísk skoðun, vigta, hæðarmæla og svoleiðis.  Núna er það víst orðið þannig að þroskaskoðun fer fram um 2 ½ árs aldurinn.  Þannig að Halla fer í það í október n.k.
Daman er orðin svo stór að nú er hætt að setja hana á ungbarnavigtina.  Mín var sett á fullorðins vigt !  Hún var nú reyndar ekki alveg til í það strax að stíga á vigtina en þegar að ég var búin að taka hana í fangið og stíga á vigtina með henni (Ó mæ god, hjúkkan sá hvað við vorum samtals ....) þá var hún alveg til í að prófa ein og vigtaðist hún 11 kíló.  Eftir smá samningaviðræður og hjúkkan var búin að standa undir málbandinu á veggnum samþykkti Halla að láta mæla hæðina og þar var útkoman 88,5 cm. 

---------------------------------------------------------

Að öðru ........ Hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar þið heyrið orðið “detox” ?  Hjá mér er það ákveðin kona sem að presinterar detoxmeðferðir af miklum mætti í Póllandi.  Í morgun heyrði ég viðtal við Eddu Björgvinsdóttur í morgunútvarpinu á Bylgjunni og hún er að fara af stað með nokkurskonar detox-heilsunámskeið.  (Sjá nánar um þetta námskeið á madurlifandi.is)  Mér finnst þetta virkilega spennandi námskeið sem þarna er verið að bjóða upp á.   

Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á "detox-drottningunni" í Póllandi að Edda skuli ætla að bjóða upp á þessi námskeið og má sjá umfjöllun um það hér.  Miðað við skrifin hér þá er þessi kona skíthrædd við samkeppni frá Eddu.  Ef að ég mætti velja þá held ég að ég mundi taka námskeiðið hjá Eddu frekar en Póllandsferð með detox-drottningu Íslands ........ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband