Brotin tönn og bloggleysi .....

Kominn tími á smá blogg frá mér.   Ég hef bara verið eitthvað svo andlaus undanfarna daga að ég hef bara ekki haft mig í að blogga eitthvað .....  Ég hef svo sem ekki setið auðum höndum, það er alls ekki svo, bara alveg hellingur að gera hjá mér.  Börnin mín, heimilið, vinnan, skólinn, námskeið og svo fær karlgreyið mitt smá athygli þegar ég hef afgangs tíma.

Eins og glöggir lesendur geta séð þá er þessi færsla skrifuð um miðja nótt sem er vegna þess að ég er í vinnunni og það er frekar lítið að gera akkúrat núna og hvað er þá betra en að blogga smá ?  Ehemm, það væri kannski betra að vera að skrifa ritgerð í siðfræðinni ? Well ég held bara áfram í því þegar að blogginu lýkur .......

 

toothNúna er ég á þriðju og síðustu vaktinni í þessari lotu hjá mér.  Þetta eru búnar að vera ansi strembnar vaktir á ýmsan hátt sem ég fer ekki nánar út í hér.  Nema hvað um miðja síðustu nótt var ég í sakleysi mínu að fá mér obbolítið ópal þegar að það brotnaði hjá mér tönn !  Já hún fór alveg í tvennt, bölvuð !  Þetta varð til þess að þegar ég kom heim af vaktinni varð ég að bíða til klukkan 9 til þess að geta pantað akút-tíma hjá tannsa til að gera við tönnina.    Á slaginu 9 hringdi ég geyspandi í tannsa og fékk hjá honum tíma klukkan hálf fjögur í dag.  Ég náði svo að sofa í rúma 2 klst áður en ég þurfti að mæta á námskeið.  Varð reyndar að rjúka þaðan út fyrr en ætlað er til að mæta hjá tannsa.  Núna kom sér vel að mamma er í heimsókn hjá okkur og hún sótti litlu skottuna í leikskólann meðan ég var hjá tannsa.

 Well siðfræðiritgerðin bíður .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ertu komin með gulltönn?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 06:50

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég var að enda við að ljúka samtali við samstarfskonu mína um hversu slæmt opal er fyrir tennurnar, þegar ég opnaði bloggið þitt

Það er greinilega nóg að gera hjá þér þessa dagana. Takk fyrir komment mín megin. Ég á ekki til orð yfir að börnin þín hafi verið skilin eftir á tröppunum heima hjá ykkur !!

Jóna Á. Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góða helgi Anna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

O...þetta bölvaða Opal er stór varasamt......Góða helgi..

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.4.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og góðar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband