Mikið er gott að þessi dagur er að enda ....

... hann er nefnilega búinn að vera einstaklega leiðinlegur.  Ég byrjaði á því í morgun að koma drengjunum mínum og karlinum úr húsi í vinnu og skóla og svo að sinn litlu dömunni minni sem er lasin heima.  Núna er hún að verða búin að vera með ælupest í 3 sólarhringa og ég er eiginlega búin að fá yfir mig nóg af ælu og ælulykt.  Svei mér þá ég held að ég finni ælulykt af bókstaflega öllu núna !

Ég orka bara ekki meiri skrif ..... held það sé ælulykt af lyklaborðinu .....

Síjúleiter
~Anna~


Komin heim ....

Komin heim úr sveitinni ..... ehhhh ég meina frá Blönduósi.  Nenni ekki að blogg núna en reyni að bæta úr því á morgun.

Einnar mínútu geðvonska rænir 60 dýrmætum gleðisekúndum úr lífi okkar !


Föst fyrir norðan !

Jú, það er rétt að ég er veður og ælupestar teppt norðan Holtavörðuheiðar.  Halla Katrín vaknaði í morgun með ælupestina Frown  Þetta litla grey hefur engu haldið niðri nema smá sykurvatni í allan dag........

Meiri fréttir síðar ....
~Anna~


mbl.is Ófært um Víkurskarð og Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið vildi ég .....

að ég gæti vitað hvað mið-sonur minn er að hugsa.  Það er svo oft sem hann gerir hluti sem maður bara skilur hvori upp né niður í ...... maður stendur hreinlega á gati, meira að segja MJÖG stóru gati !  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er umræddur sonur minn einhverfur.

Í gær ætlaði ég að sýna honum myndir af honum sjálfum og ferfættum vinum hans.  Reyndar eru 2 af 3 ferfættu vinunum látnir en ég hélt að ég fengi hann til að skoða og jafnvel tala um dýrin sem hann hélt svoooo mikið upp á.  EN hann stirnaði bara og harðneitaði að skoða myndirnar þegar að hann sá hvað myndefnið var.  Mikið vildi ég óska að ég vissi hvað hann hugsaði ..... og af hverju hann vildi ekki sjá myndirnar ..... Sumt fær maður bara aldrei að vita

Sýnishorn af myndunum:

ses_tinna

Sigtryggur Einar og Tinna

kisurnar_sofa

Búinn að búa um báðar kisurnar

kisi_tussadur

Ætli kisi yrði ekki fallegur í bláum lit ?

Meira síðar .......
~Anna~


Ja hérna hér !

Mikið er ég fegin að búa ekki við þessar aðstæður, þ.e. í fjölbýlishúsi með sameign.  Ég hef jú búið í nokkrum svoleiðis en ég man ekki til þess að svona atvik hafi komið upp á þeim stöðum.  Ég bý jú í fjölbýlishúsi núna en sem betur fer er sér inngangur !  Það eina sem sameiginlegt er hérna er blessuð lóðin.  Kannski að maður prófi þessa tækni í sumar þegar kemur að því að slá garðinn ?  Hmmmm *klóríhaus* ...... Nei ég held að ég noti einhverjar jákvæðari samskiptaleiðir .........
mbl.is Lögregla kölluð út vegna þrifa á sameign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur .....

sem er ekki til mæðu.  Ég var á næturvakt í nótt og svaf þess vegna alveg til rúmlega tvö í dag.  Ég hrökk upp við að Kristján Atli kom heim úr skólanum og var þá búin að sofa af mér reminderinn í símanum þegar að hann pípti á mig að minna mig á að fara til tannsa að ná í nýju tönnina mína Blush  Þvílíkur aulaskapur að sofa af mér tímann ..... Ég hringid auðvitað í tannsa og bað hann afsökunar á að hafa ekki mætt og pantaði í leiðinni nýjan tíma til að fá nýju tönnina. 
Þegar Sigtryggur kom heim úr skólanum og frístund dreif ég strákana með mér út að labba.  Þeir voru svo sem ekkert ofsalega kátir með þessa hugmynd en fóru nú samt góðir með mér og Höllu í göngutúr niður í fjöru.  Sigtryggur varð sáttur við göngutúrinn um leið og ég nefndi að fara í fjöruna Smile  Sigtryggur greip með sér kíkirinn, ég greip myndavélina og svo örkuðum við af stað með Höllu Katrínu í vagninum.  Halla sofnaði eiginlega um leið og við lögðum af stað og rumskaði ekki þó að við drösluðum vagninum hennar af göngustígnum og alveg niður í fjöruborðið.  

 

IMG_9401
 
Sýnishorn af því sem ég tók í dag ......

 


Stjörnuspáin í dag .....

SporðdrekiSporðdreki: Þér gæti fundist einsog andstæð öfl væru að berjast um sálina í þér - frekar dramatískt en alls ekki vitlaust. Það sem þú gerir í dag og á hvaða hátt þú gerir það, mun skipta mjög miklu máli.
Hver ætli þessi andstæðu öfl séu sem eru að berjast um sálina í mér ? 

Stressuð ?

funnypic2

Þriðjudagurinn 5. mars nei 6. er það víst ......

Það segir Gerða frænka allavega ........... 

Verkirnir í eyðsluklónni eru allir að skána held ég.  Ég hef ákveðið að setja í biðgírinn með blessaða linsuna og bæla þar af leiðandi niður alla eyðsluverki vegna hennar í bili ...... Kannski ég fari að ráði frænku minnar og fari bara að safna í bauk Grin  

Dagurinn er búinn að fara í stríð við þvottaskrímslið og útréttingar ásamt smá skrepp á kaffihús með mömmu.  Stríðið vann ég með miklum yfirburðum ..... eða þannig því að þvottakarfan náði ekki að vera tóm nema í örfáar mínútur.  

~Anna~ 


Veikindi yfirstaðin í bili og illt í eyðsluklónni

Ég hef fátt mér til afsökunar á bloggletinni annað en að 2 af börnunum mínum eru búin að vera lasin undanfarna daga svo og að ég var á næturvöktum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.

efs-10-22Undanfarna daga hef ég verið með mikla verki í eyðsluklónni í mér Woundering  Verkirnir stafa aðallega af skelfilegri löngum til að kaupa mér linsu á myndavélina mína !  Það er svo sem ekkert svakalegt að kaupa sér linsu ef helv ...... kostaði ekki heilar 89.000 krónur !  Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá hana keypta fyrir mig úti í USA en því miður gekk það ekki upp.  Bölvuð linsan kostar ekki nema um 45.000 krónur í USA.  Þannig að nú er bara að safna helling af þolinmæði og ennþá meiri peningum og kaupa svo linsuna við næsta tækifæri sem gefst. 

~Anna~


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband