Ár síðan .....

Núna í kvöld er ár síðan að ég varð fyrir verstu upplifun í lífi mínu.  Eins og margir vita þá fæddist dóttir mín hún Halla Katrín þann 25. apríl 2006.  Hún fæddist 10 vikum fyrir tímann og var 1.476 grömm (tæpar 6 merkur) og 41 cm við fæðingu sem er reyndar stórt miðað við meðgöngulengd.  Það sem færri vita er að u.þ.b. sólarhring eftir að hún fæddist gafst hún upp og fór í öndunarstopp.  Þegar hún fæddist var hún með mikla sýkingu í sínum agnarsmá kropp.  Sýkingu sem hún fékk frá mér því að eftir að ég missti vatnið var fæðing stöðvuð svo að hægt væri að gefa mér sterasprautur til að hjálpa upp á lungnaþroska fóstursins.  Halla litla var búin að vera mjög óvær og leið mjög illa allan fyrsta dag líf síns.  Ég og Óli vorum eins mikið hjá henni og við gátum og sáum auðvitað að henni leið mjög illa og að hún var mikið veik.  Þegar ég fór inn sængurkvennagang að sofa leið mér mjög illa og ekki skánaði það þegar Óli kvaddi mig og fór heim.  Ég talaði við hann í síma stuttu eftir að hann kom heim og ákvað þegar ég hafði talað við hann að klæða mig og fara til Höllu Katrínar og sitja hjá henni.  Þegar ég kem inn á gjörgæsluna sé ég 3 standa við kassann hennar og heyri eina hjúkkuna segja: "komdu með minni grímu, þessi er of stór".  Strax á eftir sér hjúkkan mig og segir: "þú verður að fara fram".  Í því kemur Helga sjúkraliði og leiðir mig fram.  Þarna áttaði ég mig strax á að það var ekki allt í lagi.  Hún hafði gefist upp á að anda litla skinnið og ég kom akkúrat þegar var verið að blása í hana.  Ég hringdi strax í Óla og hann kom niður á spítala til mín.  Helga sat svolitla stund hjá mér og útskýrði það sem var í gangi og hélt utan um mig og stappaði í mig stálinu.  Halla var sett á öndunarvél sem hjálpaði henni yfir versta hjalla sýkingarinnar.  Þegar við fengumst til að fara frá Höllu um nóttina var okkur boðið herbergi á sængurkvennadeildinni þar sem að Óli mátti vera hjá mér yfir nóttina. 
Rúmum sólarhring seinna fór Halla að skána og sýkingin að dvína og þann 28. apríl var hún orðin það góð að hún var tekin úr öndunarvélinni og sett á C-PAP öndunaraðstoð. 
Síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við finnst mér Smile  og nú er þetta litla kríli orðið 1 árs og komin með 2 tennur Grin  Tönn númer 2 fann ég í dag ......

IMG_9666

Litla stírið hún Halla á afmælisdaginn sinn Grin

Nýjar myndir !

~Anna~


Í dag er ár síðan ....

að krílið hún Halla Katrín lagði af stað í heiminn sléttum 10 vikum fyrir tímann.  Mér finnst vera svo stutt síðan en samt svo langt .... þetta er svolítið skrítið.  Skrítið hvað maður getur munað vel allskonar smáatriði eins og t.d. ég man hvað ég var að horfa á í sjónvarpinu þegar að ég missti vatnið.  Ég var að horfa á fyrsta þáttinn af "Wanted"  sem sýndur var á skjá einum um tíma Smile
Í dag eru líka 29 ár síðan að Árný systir fæddist Grin   Árný kom til okkar í heimsókn á afmælisdaginn sinn í fyrra.  Eitthvað heilsuleysi (*hóstégheldþaðhafiveriðþynka*) var að hrjá greyið og kvartaði hún yfir því að hafa ekki fengið neina afmælistertu.  Óli brá sér fram í eldhús og kom innan fárra mínútna með "tertu" Smile 

 

1303%20003
 

 

Hér má sjá tertuna góðu sem var gerð úr Hómblest súkkulaðikexi m/súkkulaði ofaná, gerfirjóma (hann er hollari) og vínber til skrauts Smile  Ekkert smá girnileg kaka !
Árný (já og Lena) er stödd í Glasgow en er væntanleg heim á morgun.  Ég heyrði í henni áðan og óskaði henni til hamingju með daginn en geri það engu að síður aftur hér:
 
Elsku Árný ! Innilega til hamingju með afmælið Kissing
Kveðja
~Anna~ 

Hvað eru "stjórnmál" ?

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"

Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.

Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.

Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.

Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.

Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...


Það fer .....

að bresta á með bloggi .......

Komin heim og páskarnir búnir

Ég kom heim með familíuna mína eftir páskaferð ársins á þriðjudagskvöld.  Ferðin sú var ekki að öllu leyti skemmtiferð því að á þriðjudaginn fylgdum við Grími afa mínum síðasta spölinn. 

Dagurinn sá byrjaði ekki vel svona veðurlega séð því það fyrsta sem ég sá þegar ég leit út var hríðarél og frekar dimmt Frown  Ekki ákjósanlegt veður til jarðarfarar ....... en fyrir hádegi birti til og þegar að jarðaförinni kom var komið besta veður, kalt og sólskin.   Það var gott að ylja sér við minninguna um allar ferðirnar okkar afa út að spá í skýin á þessum degi.  Afi kenndi mér nefnilega á sínum tíma að lesa í skýin en það að lesa skýin var hluti af veðurathuguninni sem hann sinnti í fjölda mörg ár og ég lærði af honum og leysti hann af meðan að ég bjó við hlið hans á Garðabyggðinni. 


Það verður í meira lagi skrítið að koma norður á Blönduós í framtíðinni án þess að kíkja við í kaffi og spjall til afa.  En þrátt fyrir að við söknum hans mikið þá er það gott að hann er laus við þjáningar og kominn í faðm ömmu Sellu aftur.  Myndin hérna að ofan er tekin í september s.l. í einum af fyrstu ferðum Höllu Katrínar norður á Blönduós.  

Guð geymi þig elsku afi og berðu Sellu ömmu okkar bestu kveðju.

 

Eftirfarandi stökur fékk ég sendar í dag.  Þær eru eftir fyrrverandi bekkjarfélaga minn í grunnskóla, Einar Kolbeinsson.  Einar var staddur við jarðaför Gríms afa og og þar urðu stökurnar til.

Nú er ekki nema von,
þó niðjar tárin felli,
því nú er Grímur Gíslason,
genginn burt af velli.

Lesmál dýrt í lífsins bók,
löngum dyggur skráði,
og ferskeytluna í fóstur tók,
fyrst sem ungur snáði.

Hugsun sína henni fól,
heill með orðgnótt sanna,
vísnagerð því veitti skjól,
á vegferð kynslóðanna.

Áfram feðra arfinn bar,
allmörg kveðin ríma,
íslensk tunga átti þar,
útvörð sinn um tíma.

Öðlingslundin ein og stök,
ætíð sýnd var mönnum,
og gæddi lífsins glímutök,
gleðianda sönnum.

Buðu sálar bestu kjör,
er brautir geystust kunnar,
glettni, ákefð, gáski og fjör,
á grunni alvörunnar.

Minningin er mikils verð,
-metinn verka sinna,
hann sem nýtti sómans sverð,
sigur til að vinna.

Því má hefja þakkarsöng,
er þjóni virðing hæsta,
enda nærri aldarlöng,
ævileiðin glæsta.

                    Einar Kolb.

Hafið það eins gott og þið getið
~Anna~


Andleysi og þreyta

Ástæðan fyrir bloggleysi undanfarna daga er mikil þreyta bæði andleg og líkamleg.  Ég er búin að vera að vinna mikið og ýmislegt gengið á sem verður ekki tíundað hér ..... allavega ekki í bili.

Ein "gömul" vinkona mín kenndi mér ofsalega fallega vísu í gær.  Hún er svona:

Enginn ratar æfibraut
öllum skuggum fjarri.
En sigurinn er að sjá í þraut
sólskinsbletti stærri.

Mikill sannleikur í þessari stöku ........
Kveðja,
~Anna~ 


Stóri litli gaurinn minn ......

..... hann Sigurjón Stefán er 7 ára í dag !  Ji minn eini hvað tíminn líður ógurlega hratt !  Akkúrat þegar þetta er skrifað er hann 7 ára og nokkurra mínútna gamall því hann er fæddur klukkan 09:26 Grin

 Elsku Sigurjón Stefán til hamingju með 7 ára afmælið þitt Kissing


Megrun !

Viltu léttast um nokkur kíló? Viltu það?  Alveg viss?
Ok. Hér eru nokkur góð ráð sem gera hvaða megrunarkúr sem er að hreinni skemmtun.
Svona gerum við:

1. Ef þú borðar eitthvað og enginn sér til þín þá þarf ekki að telja þær hitaeiningar.....

2. Ef að maður borðar súkkulaði og drekkur diet-gosdrykk með þá eyðast hitaeiningarnar í súkkulaðinu vegna áhrifa gosdrykkjarins.

3. Ef að maður borðar með einhverjum þarf ekki að telja þær hitaeiningar með nema maður borði meira en sá sem borðað er með.

4. Matur sem neytt er í lækningarskyni telst aldrei með, þetta á við um koníak, sérrý og súkkulaði sem maður borðar þegar liggur mjög illa á manni.....

5. Ef að allir sem þú umgengst eru feitari en þú, virðist þú grennri.

6. Allt sem borðað er í kvikmyndahúsum, popp, súkkulaði og gosdrykkir telst ekki með, því að það er afþreying en ekki matartími.

7. Kexkökur sem borðaðar eru í molum innihalda engar kaloríur. Þær hverfa þegar þær brotna.

8. Það sem maður sleikir af eldhúsáhöldunum inniheldur engar hitaeiningar þegar maður er að búa til mat. Þetta á við um ísinn af skeiðinni, hnetusmjör af hnífnum o.s.frv.

9. Matartegundir sem eru eins á litinn innihalda sama magn af hitaeiningum. Dæmi: spínat og grænn-klaki, hvítkál og hvítt súkkulaði.

10. Frosinn matur inniheldur engar hitaeiningar því að þær eru einingar af hita. Dæmi um þetta eru ís, frosnar pizzur og frostpinnar.

11. Matur sem er borðaður meðan horft er á sjónvarpið telst ekki með í heildarneyslu dagsins. Sérstaklega ekki ef það eru fréttir eða annað vinsælt efni í sjónvarpinu.

12. Orkunammi er grennandi. Ég hef aldrei séð feitt fólk borða orkunammi svo að það hlýtur að mega borða af því eins og maður vill.
Dæmi um orkunammi: Snickers, Twix og Mars.

13. Allt sem maður borðar hjá öðrum þarf ekki að teljast með í dagsneyslunni.

14. Allar hitaeiningar sem eru borðaðar í myrkri teljast ekki með. Þess vegna er myrkur í bíó.

15. Örbylgjur eyða hitaeiningum. Þess vegna þarf ekki að telja neitt með sem hitað er í örbylgjuofni.

16. Allt sem maður borðar í bílnum þarf ekki að teljast með í dagsneyslu því að hreyfing brennir hitaeiningum og þú ert á hreyfingu í bíl á ferð.

17. Allt sem borðað er í flugvél telst ekki með. Sjá grein no. 16.

Með því hugarfari sem felst í þessum sakleysislegu ráðleggingum er hægt að umbera nánast hvaða megrunarkúr sem er.

Hvað er eiginlega að þessu liði ?

Vissulega hljómar þetta rosalega vel að það skuli eiga að opna fleiri rými og byggja meira og bla bla bla EN Þessir ágætu þingmenn okkar virðast alveg gleyma einum stórum og veigamiklum þætti í svona framkvæmd, en það er mönnun.  Hvar ætla þessir háu herrar að finna starfsfólk í þessi rými ?  Þau rými sem nú þegar eru til staðar eru sum jafnvel ekki nýtt vegna þess að það finnst ekki starfsfólk Devil Og hver er ástæðan ?  Hún er í mínum huga sú að þetta er ömurlega launað starf.  Þessa skoðun mína byggi ég á launaseðlinum sem berst mér um hver mánaðarmót ..........
mbl.is Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsufréttir og stolt !

Heilsan hjá litlu dömunni er sem betur fer orðin góð svona að flestu leyti.  Hún er alveg hætt að æla NEMA ef við gefum henni mjólk.  Ef við gerum það þá ælir hún eftir 1 - 1 1/2 klukkutíma Woundering  Ætli það geti verið að þessi ælupest hafi látið hana mynda eitthvað óþol fyrir mjólkinni ? Við ætlum að gefa henni svona sólarhring í viðbót og prófa þá að gefa henni mjólkina vatnsblandaða til að byrja með.

Ég var ekki svo heppin að sleppa við bölvaða pestina Devil  Í fyrrinótt vaknaði ég upp með brjálaða krampa í maganum og í svitakófi Crying  Í allan gærdag var eini viðkomustaðurinn minn ef ég fór framúr rúminu, klósettið !  Mér er líka búið að vera mjög óglatt en sem betur fer þá hef ég ekki ælt því ef mér finnst eitthvað erfitt þá er það að æla Crying  

Nóg af heilsufréttum og komið að monti dagsins !
Þegar að ég smellti á einn kassann á  "Núinu" blasti við mér mynd af  litlu systir Smile  Já núna er hún sko í orðsins fyllstu litla systir því hún er jú 2 árum yngri en ég, einhverjum cm lægri en ég og núna það nýjasta hún er einhverjum x mörgum kílóum léttari en ég !  Ég er ekkert smá stolt af henni Smile

magazine

Ekkert smá fín stelpan !
Þess má geta að það var undirrituð sem heklaði sjalið sem hún er með Smile

~Anna~


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband