Helgin alveg að koma og ég er á leiðinni í sveitina mína !
14.9.2007 | 01:45
Já á morgun er loksins komið að því ...... Við erum að fara norður í sveitina mína. Síðustu skipti sem við höfum farið norður höfum við haldið til hjá pabba og mömmu á Blönduósi en núna ætlum við að vera hjá Árnýju systir í sveitinni Þegar ég sagði Sigtryggi mínum frá því að við værum að fara ætlaði hann varla að trúa mér hann var svo glaður Sérstaklega þegar að ég sagði honum að við myndum gista í sveitinni. Ekki það að hann vilji ekki vera hjá afa og ömmu það er bara svo fast í þessari elsku að vilja helst bara vera í sveitinni sinni. Það verður rosalegt þegar að búið er að selja sveitina að segja sveitakarlinum honum Sigtryggi að við getum ekki farið þangað oftar Spurning um að fara að undirbúa hann svo að sjokkið verið ekki alveg eins mikið þegar að þessu kemur.
Varðandi reiði mína í síðustu færslu þá er ég ásamt fleiri foreldrum að vinna í því að mótmæla þessum vinnubrögðum hjá velferðasviði Reykjavíkurborgar. Mín kenning er sú að þetta sé sparnaðarleið hjá Reykjavíkurborg. Þeir segja við okkur foreldrana að börnin eigi rétt á t.d. liðveislu en bara því miður þá fáist enginn í starfið ..... = þeir þurfa ekki að borga og svo þegar svona úrræði eins og Ragnhildur er að bjóða upp á koma þá segja þeir nei takk, svo þeir þurfi ekki að borga
En að öðru og miklu gleðilegra efni ..... Þann 12. september byrjaði ég í skólanum þ.e. ég fékk aðganginn minn inn í tölvukerfið sem námið fer fram í gegn um. Ég verð alveg að viðurkenna að ég fékk smá hnút í magann þegar að ég fór inn í kerfið og skoðaði fyrstu póstana frá kennurunum ....... En það er bara svona smá byrjunarskrekkur sem að á örugglega eftir að lagast. Það er jú svolítið síðan að ég var í skóla ........
Af krakkastóðinu mínu er allt gott að frétta Skólinn fer alveg ágætlega af stað hjá öllum strákunum mínum. Kristján Atli á reyndar svolítið erfitt með gelgjuna sem er að hellast yfir hann af miklum krafti. En það er eitthvað sem við hjálpumst öll við að takast á við.
AÐ lokum ein mynd af þeim systkinunum Kristjáni og Höllu Katrínu. Þau eru svo miklir vinir
Nokkrar nýjar myndir ...... Smellið bara á myndina hér fyrir neðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er ég pirruð, reið, sár, svekkt ......
11.9.2007 | 23:45
Mikið djö.... er þetta búið að vera ömurlegur dagur að mörgu leyti !
Í morgun dreif ég mig í að tæma frystikistuna og afhríma hana með það fyrir augum að flytja hana svo út í skúr þegar því væri lokið. Ég sjænaði kistuskrattann allan að innan sem utan og í hádeginu kom Óli til að hjálpa mér með kistuna út í skúr og svona í gamni þá settum við hana í samband hérna inni svona til að prófa áður en við færum með hana út og viti menn ..... ($&U&%$$/ frystikistan gaf upp öndina ! ÓNÝT ! Ég sem var búin að eyða tíma í að gera hana svo fína
Í kvöld fór ég svo á fund með konunni sem hefur verið liðveisla fyrir Sigtrygg Einar s.l. vetur. (Sjá færsluna 27.8. s.l) Hún boðaði okkur foreldra "Reykjavíkurbarnanna" á fund til að kynna okkur niðurstöðu hennar baráttu við að ná samningi við Reykjavíkurborg. Í stuttu máli sagt var svarið: "Nei takk. Börn í Reykjavíkurborg hafa úr svo mörgum úrræðum að velja að við höfum ekkert að gera við þína þjónustu" Hvar í andsk.... eru þessi úrræði ???????
Ég er of reið til að skrifa meira um máli í bili .........
Bloggar | Breytt 12.9.2007 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjar myndir
10.9.2007 | 05:42
Það hlaut að koma að því að myndirnar færu á sinn stað ........ Smellið á myndina og kíkið á þær
Elsta og yngsta krúttið mitt að snæða kex
Mikið væri nú gaman að þeir sem eru að lesa það sem hér á síðuna er skrifað myndu skilja eftir sig spor í commentum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki mikið að gera í vinnunni ........
9.9.2007 | 05:31
..... er þá ekki tilvalið að nota tímann til að blogga ofurlítið frekar en að góna úr sér augun við imbann ?
Ég er búin að ákveða að framvegis ætla ég ekki að senda frá mér blogg öðruvísi en að myndskreyta það svolítið. Þar sem að ég á eftir að hlaða nýjustu myndunum af krílunum mínum í tölvuna heima þá læt ég þessa fallegu rós nægja í þetta sinn. Myndirnar af krílunum koma bara næst ...... já eða þarnæst
Núna er ég á vakt númer 2 af 3 í þessari lotu. Þessa helgina er Sigurjón Stefán hjá okkur Óla og stóru strákarnir eru hjá pabba þeirra. Reyndar voru allir gaurarnir hjá okkur Óla í gærkvöldi, ja reyndar voru þeir bara hjá Óla því ég var auðvitað í vinnunni. Þegar ég var að klára vaktina í morgun fékk ég sms og ég sagði við vinnufélagana í gamni mínu: "það þori ég að veðja að þetta er frá manninum mínum og krökkunum og þau eru að biðja mig um að koma við í bakaríi á leiðinni heim". Viti menn, ég hafði sko alveg rétt fyrir mér Auðvitað kom ég við hjá "héraðsstubbnum" og fór heim með rúnstykki og kleinuhringi handa hernum mínum, fékk mér smá bita með þeim og fór svo að sofa og svaf til klukkan 3 í dag. Þegar að ég vaknaði var Sævar búinn að sækja stóru strákana þannig að við Óli fórum í bíltúr með Höllu og Sigurjón upp í Svínadal til Valla frænda.
Restin af aðlöguninni hjá Höllu litlu á leikskólanum gekk eins og í góðri sögu. Aðlögunin átti að vera yfir alla vikuna en á fimmtudaginn sögðu þær við okkur að við skyldum bara leyfa henni að vera allan tímann á föstudeginum því hún væri svo góð og það gengi svo vel með hana. Við samþykktum það auðvitað og föstudagurinn gekk ofsalega vel Nú er mín bara orðin "fullgild" leikskólastelpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði gleði !
8.9.2007 | 07:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég vissi það alltaf !
7.9.2007 | 13:23
Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið á ég gott ....
5.9.2007 | 22:20
... að eiga 4 yndisleg börn
... að eiga frábæran eiginmann sem elskar mig
... að vera heilsuhraust
... að eiga heimili
Svona gæti ég lengi haldið áfram að telja því ég tel mig vera mjög lánsama manneskju. Ég hef mikið verið að hugsa um það hvað ég er lánsöm undanfarna daga því ég hef bæði verið að lesa um fólk og frétt af fólki sem á virkilega erfitt og er mjög veikt. Vissulega á maður misgóða daga og þarf að takast á við ýmislegt í lífinu en þegar að maður les blogg eins og hjá þessari konu http://www.blog.central.is/gislina og líka þessari http://thordistinna.blog.is þá finnst manni margt af því sem maður er að kvarta yfir ansi léttvægt. Svo hef ég líka lesið blogg hjá konu sem mér finnst ótrúlega sterk þrátt fyrir mikla raun sem hún er að ganga í gegnum (http://hross.blog.is)
Leikskólaaðlögun Höllu Katrín gengur alveg eins og í góðri lygasögu Í morgun setti ég hana á gólfið meðan að ég hengdi upp fötin hennar í leikskólanum og mín bara tók straujið að hurðinni inn á deildina sína Þegar að ég sótti hana í dag sagði sú sem var með hana að það væri eins og hún hefði alltaf verið í leikskóla.
Á leið í leikskólann í morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsti leikskóladagurinn !
4.9.2007 | 08:56
Ótrúlega stór dagur ! Litla sponsið mitt hún Halla Katrín Weywadt er byrjuð í leikskólanum sínum Leikskólinn heitir Bakki og deildin hennar heitir Lundeyjarstofa. Við mættum klukkan 10 í gærmorgunn og stoppuðum í rúman klukkutíma. Svona við fyrstu sýn er þetta alveg ágætis leikskóli. En í raun mjög sérstakur held ég því þetta er einn af fáum ef ekki eini leikskólinn í Reykjavík sem er fullmannaður og búinn að vera það frá upphafi
Starfsfólkið virkar mjög vel á mig og auðvitað Höllu líka Allavega var Halla ekki lengi í fanginu á mér þegar við mættum í gær. Hún renndi sér bara niður á gólf og fór að leika sér eins og hún hefði bara alltaf verið þarna ! Ég hugsa að hún hefði örugglega leyft mér að skreppa fram frá sér hefði ég farið fram á það. Ég ætla hins vegar að prófa í dag að fá að skilja hana eftir í smá stund og fara þá bara fram á kaffistofu, bara svona til að prófa hvernig hún bregst við að vera skilin eftir þarna.
Á Lundey (í daglegu tali er deildin kölluð Lundey) er önnur stelpa sem var að koma frá sömu dagmömmu og Halla Katrín. Sú stelpa skipti mánuði fyrr en Halla. Ég held að það sé bara betra fyrir Höllu að sjá þarna eitt andlit sem hún þekkir vel. Í dag eigum við að mæta klukkan hálf tíu en þá nær Halla að vera með í ávaxtatíma sem er fastur liður á hverjum degi klukkan 9:30
Í gær spurði auðvitað að ýmsu og m.a. hvort það væri spiluð mikið af tónlist fyrir börnin. Leikskólakennarinn sagði svo vera en það væru samt eiginlega aldrei spiluð "típísk barnalög" fyrir þau. Þau sæju sjálf um að syngja þau en hins vegar væri spilað mikið af allskonar "fullorðins" tónlist fyrir þau. T.d. væri róandi tónlist m/Friðriki Karlssyni spiluð í hvíldinni og svo væri mjög fjölbreytt tónlist í boði á öðrum tímum. Hún sagði að "kallinn" væri samt vinsælastur og útskýrði svo að umræddur tónlistarmaður væri Andra Bocelli. Þau kæmu oft og bæðu um að þær spiluðu "kallinn" Æi þessi blessuðu börn eru alveg yndisleg
Í gær kom Kristján Atli heim úr Hólabergi. Það fyrsta sem hann tók eftir þegar hann kom heim var Tranformers PS2 leikurinn sem amma Gunna kom með handa honum frá Spáni. Hann varð eðlilega mjög spenntur fyrir því að prófa leikinn strax en ég var að hans mati frekar leiðinleg og sagði að fyrst yrði hann að læra heima Honum fannst ég frekar leiðinleg en hlýddi samt og dreif sig í að læra. Þess má geta að ég hef sjaldan séð hann jafn fljótan að ljúka heimavinnunni Í dag fer svo Sigtryggur í Hólaberg og verður þar í 2 daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Helgin á enda runnin .... eða svona næstum því
2.9.2007 | 22:05
Eftir að hafa tekið aukakvöldvaktir miðvikudags- fimmtudags- og föstudagskvöld var gott að komast í frí með karlinum og krökkunum um helgina. Reyndar voru krakkarnir ekki allir heima því Kristján Atli er í Hólabergi þessa helgina og kemur heim á mánudaginn eftir að skóla lýkur. Eftir aukavaktina á föstudagskvöldið kom ég við í Laufrimanum og þá var Sigurjón minn ennþá vakandi og vildi auðvitað koma heim með mér. Ég lofaði honum að ég kæmi morguninn eftir að sækja hann sem og ég gerði. Ég var mætt heim til hans fyrir klukkan 10 að sækja hann Sigtryggur Einar kom með mér að sækja bróður sinn því hann ætlaði líka að þakka ömmu Gunnu fyrir dótið sem að hún sendi mig með heim á föstudagskvöldið. Gunna var nefnilega að koma heim frá Spáni og hún sendi mig heim með pakka handa okkur öllum Ekkert smá sætt af henni ! Ef þú lest þetta Gunna, ástarþakkir fyrir okkur
Á morgun rennur upp stóri dagurinn hjá Höllu Katrínu ...... Fyrsta skipti á leikskóla Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða ! Mér finnst ekki vera komnir rúmlega 16 mánuðir síðan að Halla fæddist EN það eru samt 16 mánuðir og 7 dagar síðan að hún fæddist og hún er að fara að byrja á leikskóla
Helgin er búin að vera alveg ágæt. Við fórum í hádegismat til tengdó á laugardaginn og þar sem Sigurjón var með þá eldaði tengdamamma mjólkurgraut því að Sigurjóni þykir hann svo svakalega góður Eftir hádegið fórum við svo suður í Keflavík (eða á maður kannski að segja Reykjanesbæ ?) í heimsókn til Jökuls og co. Við gerðumst hörkutól og fórum með krakkahópinn út að labba í rigningunni og rokinu ! og fórum á smá "ljósanæturrölt" og í tívolí og svoleiðis Mjög gaman en alveg skítkalt og skelfilega blautt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31. ágúst 2007
31.8.2007 | 23:16
Í dag er afmælisdagur hennar Sellu ömmu heitinnar. Hún hefði orðið 85 ára í dag.
Ég hélt uppá daginn með því að láta verða af því sem ég er búin að vera með í maganum í laaaangan tíma en það er að fara í skóla Ég fór í dag og hitti kennslustjóra sjúkraliðabrautar FÁ. Ég fékk allt metið frá því í "gamla daga" og skráði mig svo í 3 áfanga í fjarnámi. Ég skráði mig í HBF (heilbrigðisfræði) 103, NÁT (náttúrufræði) 103 og SÁL (sálfræði) 103. Ég var reyndar búin að taka sálfræðiáfangann áður og fá 5.0 í einkunn EN þar sem að ég var ekki alveg með hugann við efnið á sínum tíma og heldur áhugalaus í þessum áfanga afþakkaði ég pent þegar kennslustjórinn bauð mér að fá þennan áfanga metinn. Ég afþakkaði reyndar líka að láta meta einkunina 5.0 sem ég fékk í LOL 103, áhuginn þar á sínum tíma var eiginlega enginn þannig að ég ákvað að það væri best að taka þennan áfanga aftur líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)