Bara 6 dagar í Boston !

boston_1Eftir 6 daga verð ég komin til Boston í 6 daga frí frá öllu !  Það er sko ekki laust við það að ég sé orðin svolítið spennt.  Ég er reyndar orðin svolítið stressuð líka því að það eru ansi strembnir dagarnir fram að ferðinni.  Í þessum skrifuðu orðum er ég á fyrstu næturvaktinni af 6 sem ég tek áður en að ég fer út.  Ég næ að sofa eina nótt heima hjá mér eftir törnina áður en ég fer.  Svo er það blessað Eflingarnámskeiðið í aðhlynningu bæði á þriðjudaginn og miðvikudaginn þannig að svefn verður eitthvað af skornum skammti dagana áður en að ég fer.  Ætli endi ekki með því að ég steinsofi fyrstu dagana þarna úti Pouty 
Undirbúningur fyrir ferðina gengur mjög vel.  Innkaupalistinn verður sífellt lengri og það er ekki bara ég sem bæti þar við atriðum.  Ég nýt dyggrar aðstoðar eiginmannsins og fleirra góðs fólks við að gera listann lengri. 


Óréttlæti á háu stigi .....

eflingFljótlega eftir að ég byrjaði í vinnu á Hrafnistu voru kynnt fyrir mér námskeið í umönnun sem stéttarfélagið Efling stendur fyrir og fjármagnar fyrir sitt fólk í samstarfi við Mími símenntun.  Umönnunarnámskeiðin eru tvö og í heild færa þau manni 3 launaflokka hækkun þegar maður hefur lokið báðum námskeiðum.  Eins eru þessi námskeið undanfari að svokallaðri félagsliðabrú sem ég ætla svo ekki að fara nánar út í hérna. 
Í síðustu viku byrjaði ég á fyrra námskeiðinu, fagnámskeiði I í umönnun.  Ég var reyndar búin að afskrifa það að komast að á þessu námskeiði því að þegar að ég sótti um var mér tjáð að báðir hóparnir væru orðnir fullir og ekki séð fram á að þeim yrði fjölgað.  Sú varð ekki raunin því að aðsóknin í þetta var þvílík (nýtt met er sagt) að á endanum þegar af stað var farið þá var startað í fjórum hópum.  Ég fékk tilkynningu um að ég væri í hóp 2 sem væri kennt í Rafiðnaðarskólanum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 2. október til 22. nóvember.  Ég mætti í fyrsta tímann s.l. þriðjudag full bjartsýni og tilhlökkun en OMG hvað sjokkið var mikið þegar á hólminn var komið.  Í hópnum mínum eru 20 manns og þar af aðeins 5 íslendingar Pouty, ég þar með talin.  Ég ákvað samt að gefa þessu sjens en sótti um að vera flutt í hóp 1 en þar er ein sem vinnur með mér jafn alein í heiminum og ég í hóp 2.   Það var ekki hægt að verða við ósk minni fyrstu dagana þannig að síðustu viku sat ég námskeiðið í hóp 2.  Eftir að líða tók á námskeiðið í vikunni undrast ég alltaf meira og meira framkvæmdin á þessu öllu saman.  Þessi námskeið eru ætluð til að auka þekkingu okkar á því sem við erum að gera og fá út á það launahækkun.  En það sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér er að ég skuli eiga að sætta mig við sitja sama námskeið og fá jafnmikla launahækkun og fólk sem talar ekki stakt orð í íslensku !  Ég er að eyða miklum tíma í að sitja þetta námskeið og læra það sem þar er kennt og fæ vonandi launahækkun eins og fyrirfram er lofað EN þarna eru líka fólk af allavega 4 þjóðernum sem situr og sendir sms, lakkar á sér neglurnar og talar saman í tímum á sínu móðurmáli Devil  Svo þegar það er yrt á þetta fólk á okkar ástkæra ilhýra (sem er jú tungumálið sem kennslan fer fram á) þá brosa þau bara sínu blíðasta og segja: "já, já ég skilja", sem þetta virðist vera automatisct svar við nánast öllum spurningum sem fyrir þau er lagt. 
Í dag fékk ég svo upphringingu frá Mími þar sem mér var tjáð að ég mætti færa mig í hóp 1 á morgun og sitja þar námskeiðið með vinkonu minni sem vinnur með mér.  Ég stóðst ekki freistinguna og tjáði mig (mjög kurteislega) um hvað mér finnst um þetta fyrirkomulag á námskeiðinu.  Svörin sem ég fékk voru svo sem ekki upp á marga fiska ...... en í þeim kom fram að 70 manns sóttu um fagnámskeið I, þar af voru bara 20 íslendingar !  Miðað við hópinn sem ég sagði frá hér að framan þá mundi ég giska á að u.þ.b. 30  manns eru á þessum námskeiðum og fá launahækkun sem tala ekki stakt orð í íslensku.  Þetta finnst mér bara argasta óréttlæti !
Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki rasisti og ég hef ekkert á móti útlendingum í vinnu á Íslandi EF þetta fólk bara talar íslensku ! 

Kominn mánudagur og bara 10 dagar í brottför til Boston !

10

Sporðdreki: Þig dreymir dagdrauma þegar þú getur, svo þú getur einbeitt þér þess á milli. Framkvæmdasemi er blanda af frelsi og skipulagningu. 

Skyldi eitthvað vera til í þessari stjörnuspá minni ?  Það er sko hverju orði sannara að mig dreymir dagdrauma þessa dagana.  Svo mikið framundan hjá mér og margt annað sem mig langar mikið til að gera.  Annars ætti ég alls ekki að kvarta því það eru ansi margir dagdraumar mínir að rætast Grin  En til þess að láta suma drauma rætast verður maður stundum að færa fórnir og í dag ætla ég að færa eina stóra fórn.  En það er að selja mótorhjólið mitt Frown 

DSC05013
Á myndinni er Sigurjón Stefán að máta hjólið mitt núna í sumar.  Það er víst ekki bæði sleppt og haldið og þar sem að áhugamálin eru orðin 2 og bæði kosta mikinn pening ákvað ég að velja á milli og í þessu vali varð hjólið undir.  Þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda en í dag kemur stelpan sem kaupir hjólið og sækir það.  EN þá hef ég líka minna samviskubit yfir því að kaupa mér myndavél og 2 nýjar linsur þegar ég fer til Boston Smile
Já svona er lífið ! 

Skýjum ofar !

sitelogoIcelandair-planeJá ég er sko skýjum ofar í dag Grin  Þannig er að í dag fékk ég upphringingu sem gladdi mig ofboðslega mikið.  Konan sem hringdi kynnti sig og sagðist vera að hringja frá Icelandair og spurði hvort að ég ætti son sem heiti Sigtryggur Einar.  Ég játaði því auðvitað strax og um leið spurði hún hvort að ég kannaðist við að hafa sótt um hjá "Vildarbörnum Icelandair".  Ég kannaðist við það líka og hugsaði með mér nú vantar upplýsingar ....... EN þá sagði konan við mig: "Það gleður mig að tilkynna þér að Sigtryggur hefur fengið úthlutað ferð með vildarbörnum" Grin  Þessu fylgdi svakaleg gæsahúð og það var ekkert meira en svo að ég tryði konunni svona í fyrstu.   Ég sagði konunni að við værum búin að plana fjölskylduferð til Danmerkur næsta sumar og spurði jafnframt hvort að sú ferð gæti farið saman við þessa úthlutun.  Svarið við því var já en það sem við ætlum að vera í hálfan mánuð þá borgum við mismuninn á bæði sumarhúsinu og bílaleigubílnum (velji maður Evrópuland þá er vikutími í boði) því í úthlutuninni er barninu og fjölskyldu þess er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur, þ.e. flug, gisting, bílaleigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem Vildarbarnið langar að upplifa.  Það er ég alveg viss um að hann Sigtryggur minn kemur til með að velja dýragarða og LEGOland til að heimsækja Wink

011_G
"Vildarstrákurinn" Sigtryggur Einar (Mynd tekin í sumar)

Skýjum ofar í dag í huganum ...... í orðsins fyllstu næsta sumar Tounge


Fyrstu einkunirnar komnar


Nú er ég búin að skila einu verkefni í sálfræði og taka eitt próf í náttúrufræði.  Náttúrfræðiprófið tók ég online og fékk 9,0.   Sálfræðiverkefnið  gekk ekki jafnvel  ..... Angry fékk bara 8,0 í því.  En ég á mér kannski þá afsökun að vera svolítið ryðguð í svona verkefnaskrifum.  En það gengur bara betur næst Smile  

Allt brjálað að gera hjá mér þessa dagana ..... börnin, heimilið, skólinn, námskeið 3 í viku og svo auðvitað vinnan Pouty  Lítill tími til að blogga ........ 


Illt í eyðsluklónni og ýmislegt fleira

Það er alveg rosalegt að fá illt í eyðslukónna.  Um helgina fór ég í Office1 og keypti mér nýjan prentara.  Gamli prentarinn minn er orðinn ansi aldurhniginn þannig að erindið var aðallega að kaupa prentara en ég endaði með að kaupa mér svona "all-in-one" tæki sem er allt í senn prentari, skanni, ljósritunarvél og kortalesari Smile  Mjög svo hentugt þar sem að tölvuaðstaðan mín er komin inn í litlu geymsluna (þar sem frystikistan mín heitin var) í mjög svo takmarkað pláss. 

trajet

Nú svo er það stóra eyðslusemin sem er svo sem ekki mikil eyðslusemi því að í kringum næstu helgi fáum við nýja bílinn okkar Grin  Það er svona Hyundai "harmleikur" Trajet eins og er hérna á myndinni til hliðar.  Nákvæmlega eins og gamli bíllinn okkar nema bara nýr "úr kassanum" Smile  Okkar bíll verður reyndar ekki með topplúgu eins og sá sem er á myndinni. 
Það reyndar ekki eyðslusemi að endurnýja bílinn, finnst mér allavega.  Sá gamli er kominn á tíma og það fer að koma að miklu viðhaldi á hann og þá er alveg eins gott að selja hann bara og kaupa nýjan. 

9471

 Í dag þurfti ég að fara með Kristján Atla til læknis því önnur stóratáin var farin að bólgna og roðna meira en góðu hófi gegnir.  Strákormurinn hefur þann ljóta ávana að plokka í táneglurnar svo mikið að honum hefur tekist að plokka megnið af einni nöglinni af.  En plokkið hefur orðið til þess að nú var nöglin orðin inngróin og komin ígerð og ullabjakk í allt saman Pouty  Læknirinn ákvað að taka hluta af nöglinni í burtu og hreinsa svæðið í stað þess að setja hann á sýklalyf og sagði það í flestum tilfellum vera besta lausnin á svona vanda.  Hún tók jafnframt undir það með mér svona til að kenna stráknum smá lexíu að til að losan við svona yrði hann að hætta alveg að plokka í táneglurnar á sér.  Til að klippa nöglina og hreinsa varð auðvitað að deyfa tánna og gekk það ekki alveg snurðulaust fyrir sig.  Ég og læknirinn reyndum að sannfæra Kristján um að hann yrði að vera alveg kyrr og þá tæki þetta fljótt af en skelfingin á strákgreyinu var svo mikil að við urðum að ná í hjálp til að halda honum svo hægt væri að deyfa tánna Crying  Það er svo erfitt að þurfa að halda þessum greyjum.  Deyfingin var fljót að virka og eftir smá stund var Kristján farinn að biðja mig að "taka plastið af tánni" en hann sá fljótlega að það var ekkert plast á tánni heldur var þetta skrítin tilfinning út af deyfingunni.  Ég settist svo hjá honum þannig að ég skyggði á hvað læknirinn var að gera og stráksi varð eiginlega ekkert var við þegar hún klippti og hreinsaði.  Vonandi verður þetta til þess að stráksi hættir að plokka ........

Að lokum langar mig að geta þess að það eru aðeins 17 dagar þangað til að ég fer til BOSTON Tounge

boston


Strætó á HRAÐFERÐ !

20070411180704987Eitt helsta gleðiefni dagsins var að verða vitni að því að strætóinn (einn af þeim) sem keyrir um götuna "mína" var tekinn fyrir of hraðan akstur Smile  Skv. mbl var hann tekinn á 69 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði.  Það er búið að vera mikið baráttumál hjá þeim sem búa í staðahverfinu að fá þrengingar og hraðahindranir  í götuna til að reyna að sporna við miklum hraðakstri.  Til að byrja með var skólinn í hverfinu, Korpuskóli, á Korpúlfsstöðum og á þeim tíma eða fyrir ca 3 - 4 árum síðan þá var keyrt á son nágranna minna þegar hann var að ganga yfir Korpúlfsstaðaveg.  Þetta slys varð til þess að settar voru 2 hraðahindranir á þann veg.  Reyndar ekki fyrr en íbúar í hverfinu höfðu skrifað undir undirskriftalista sem bað um úrbætur.  Fyrir 2 árum flutti svo Korpuskóli í nýtt húsnæði sem stendur við Bakkastaði.  Eftir að skólinn flutti er búið að setja 2 þrengingar í götuna til að draga úr hraða.  Þessar þrengingar voru settar upp núna í vor en ég get ekki séð að það hafi haft mikið að segja varðandi hraðakstur hjá strætó í götunni.  SAMT er 30 km hámarkshraði og hægri réttur (sem er btw nánast aldrei virtur af mörgum ...) út úr öllum botnlöngum götunnar !  Eitthvað eru mótmælin farin að virka fyrst að löggan er farin að radarmæla þarna og góma strætó á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða.


Að taka upp tólið getur verið erfiðara fyrir suma .......

telephone_lgÞað hefur reynst honum Sigtryggi mínum afar erfitt að læra að taka þetta annars ágæta verkfæri, símann, í sátt og notkun.   Honum hefur alltaf þótt þetta leiðindatæki vera hinn mesti óþarfi.  Með tímanum hefur okkur samt tekist að ná ágætum sáttum hjá þeim Sigtryggi og símanum.  Undanfarið höfum við verið að prófa okkur áfram með að leyfa Sigtryggi að vera einn heima t.d. meðan að við skreppum út í búð eða sækjum Höllu litlu á leikskólann.  Þetta hefur gengið vonum framar.  Hluti af þessari þjálfum hefur verið að hann verður að svara í símann þegar hann er einn heima.  Fyrstu skiptin sem að við hringdum heim hringdi jafnvel út og svo svaraði hann í annarri tilraun.  Nú orðið svarar hann strax og er bara nokkuð skýr í svörum.  Þegar ég hef spurt hann að því hvort hann sé ekki duglegur að vera svona einn heima þá segir hann: "Ég passa húsið Smile"  Hann vill ekki tala um að hann sé einn heima, því hann er bara að passa húsið fyrir mig. 
Í dag ákvað ég að nú væri kominn tími á að gera tilraun til að auka svolítið kröfurnar á Sigtrygg og gera tilraun með hvað hann gerði ef einhver hringir í mig meðan hann er einn heima.   Ég fór út að sækja systur hans og um leið og ég var farin út hringdi ég í mömmu og bað hana að hringja í númerið heima og spyrja eftir mér.  Bara til að vita hvort hann léti mig vita ef einhver hefði hringt.  Mammma gerði þetta fyrir mig og þegar að ég kom til baka og var rétt komin heim að húsinu kom Sigtryggur út á tröppu og kallaði til mín:  "...... amma Halla hringja" Grin  Ég er ekkert smá stolt af stráknum  Wink  Nú er bara að tryggja að einhver hringi í mig í næstu skipti sem að hann er einn svo að þetta "festist" hjá honum að koma skilaboðum til mín ef einhver hringir Smile

Sumum finnst kannski þetta var ómerkilegt að barnið geti svarað í síma ....... EN hann Sigtryggur minn er einhverfur og fyrir mann eins og hann er þetta HRIKALEGA stórt skref að geta þetta Grin


Helgin búin .....

.... og komin næstum því vika síðan að ég bloggaði síðast Blush  Já ég veit að þetta er vítavert kæruleysi ..... 

sun4Kristján Atli minn er algjör perla Smile  Í kvöld tók ég eftir sári á einni tánni á honum Kristjáni Atla og segi við hann að hann verði að hætta að plokka í táneglurnar á sér.  (Hann er að verða búinn að plokka eina nöglina af ...) Ég sagði líka við hann að hann skyldi ekki reyna að sækja vorkunn hjá mér ef hann færi að finna til í tánni því ég væri svo oft búin að segja honum að hætta að plokka.  Það var fátt um svör .... stuttu seinna kom stráksi fram til mín þar sem ég sat við pc að byrja að blogga og sagði: "þetta á tánni minni, mamma..... grær þetta áður en ég gifti mig ?" Grin

Sigurjón Stefán er búinn að vera hjá okkur alla helgina og hinir gaurarnir mínir voru hjá pabba sínum.   Helgina erum við hjónin búin að nota í að gera miklar tilfæringar á heimilinu.  Við máluðum forstofuherbergið og fluttum Sigtrygg Einar í það herbergi og svo fluttum við prinsessuna á heimilinu í herbergið við hliðina á okkur (sem Sigtryggur var að flytja úr)  Sigtryggur er ekkert smá glaður með nýja herbergið sitt Smile  Halla er greinilega mjög sátt við sitt líka því hún mótmælti ekki neitt og fór góð að sofa í fyrsta skipti í sínu eigin herbergi Grin


Stóðréttir og slef út um allt !

Þreytt lítil kona í réttum .....Þetta blogg er búið að vera lengi í smíðum því að á sunnudagskvöld var Halla Katrín orðin lasin þannig að hún var heima hjá mér í gærdag.  Ég fór með hana til læknis sem reyndar hafði ekkert upp á sig annað en að læknirinn sagði að það væri ekkert að henni annað en að hún væri að taka tennur og með smá kvef.  Til að vera viss lét ég kíkja í eyrun á dömunni, hálsinn líka og svo var hún hlustuð vel og vendilega.  Læknarnir eiga líka að sinna taugaveikluðu mömmunum ........
Það er alveg deginum ljósara að eitthvað er að gerast í munninum á litla skinninu því að hún slefar þvílíkt að ég hef bara aldrei séð annað eins (nema kannski hjá litla frænda, Birni Snæ) Pouty Þegar verst lét í gær var að verða stígvélafæri í íbúðinni hjá okkur !  Það voru slefpollar út um allt !

Í gær komum við suður eftir að hafa dvalið í sveitasælunni s.l. helgi.  Aðalerindi ferðarinnar var Sigtryggur Einar auðvitað að fara í Kirkjuskarð og taka á móti stóðinu og svo að fara í Skrapatungurétt á sunnudaginn.  Veðrið á laugardaginn var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en það slapp þó, kuldi en úrkomulaust.  En veðrið á sunnudaginn var vægast sagt ógeðslegt !  Þegar við vöknuðum var alhvít jörð Pouty  Við létum okkur samt hafa það og fórum fram í Skrapatungurétt með krakkana.  Frá KirkjuskarðiSigtryggur var auðvitað alveg alsæll með lífið og tilveruna en Kristján og Halla voru ekki alveg jafn ánægð ....... Kristjáni hundleiddist og Halla var voðalega óvær og leið.  Ég held svei mér þá að við höfum fengið allar sortir af veðri nema kannski þoku því að á mjög skömmum tíma var ýmist sólskin, rigning, snjókoma og allt þetta með og án vinds Pinch
Þetta ógeðslega veður gerði það að verkum að við Óli drifum okkur bara niður í Efri-Mýrar með Kristján og Höllu og tókum saman dótið okkar meðan að við biðum eftir að réttirnar kláruðust og Sigtryggur kæmi heim.  
Þegar réttum var lokið og Sigtryggur loksins kominn í hús fórum við á Blönduós þar sem að Óli tengdi nýja helluborðið hennar mömmu áður en við lögðum svo í'ann heim


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband