Augnablik liðinna daga

Tíminn líður óðfluga eða eins og óð fluga ....... og ég hef ekki haft nennu í mér til að blogga.  Hef svo sem haft ýmislegt til að tjá mig um en einhvernveginn ekki haft mig í það fyrr en nú.  

Það sem gerst hefur í íslenskum fjármálaheimi undanfarna daga ætla ég ekki að tjá mig um í smáatriðum heldur láta duga að deila með ykkur mynd sem að ég fékk í e-mail í gær

S.l. helgi eða nánar tiltekið á s.l. laugardag brá ég mér á ráðstefnu um notendastýrða þjónustu.  Afar áhugaverð ráðstefna um fyrirkomulag þjónustu við fatlaða þar sem þjónustan er sniðin að notandanum en ekki öfugt eins og kerfið okkar hérna á klakanum hefur verið síðan elstu menn muna.  Þetta nýja kerfi er algjör snilld Smile  

Fyrir nokkru síðan fékk ég afar ánægjulegt símtal frá forstöðukonu Skammtímavistunarinnar í Hólabergi.  Hún hringdi til að bjóða unglingnum mínum skipti á helgum.  Það þýðir svona í stuttu máli sagt að hann er færður til um eina helgi og fær þá að vera með hinum unglingunum í Hólabergi en ekki vera elstur af öllum eins og staðan hefur verið undanfarin ár.  Þetta fannst unglingnum mínum afar mikið gleðiefni því að svo mikið var hann farinn að langa í tilfærslu að hann óskaði sér að hann fengi þetta í fermingargjöf í vor Grin 

Fimmtudagur á morgun ...... spennandi að vita hvað vigtin mín segir ????  S.l. fimmtudag sýndi blessunin 81,8 sem þýðir að ég er bara 1,9 kg frá því að fá verðlaunin mín Wink


Framtíðar kvikmyndagerðarmaður ?

Í dag fékk ég sendan tölvupóst frá kennaranum hans Sigtryggs.  Hún var að senda mér myndbandsbút sem að Sigtryggur hafði tekið fyrr í dag.  Hann hafði beðið kennarann sinn að setja myndbandið á YouTube en það vildi kennarinn ekki gera nema í samráði við mig og þess vegna sendi hún mér það.  Hún hafði reyndar gert tilraun til að senda mér 2 myndbrot en það tókst bara að senda annað þeirra þar sem að hitt var víst allt of stórt til sendingar. 

Sigtryggur fer á hverjum degi í Húsdýragarðinn og gefur kanínunum að borða.  Í dag fékk hann að taka með sér myndavél og þetta er árangurinn sema að þið sjáið hér að ofan Smile
Til að byrja með var Sigtryggi fylgt í þessar ferðir en núna er hann farinn að fara þetta einn og óstuddur Smile


Long time ......

..... og löngu búið að klára málningarvinnuna og fráganginn eftir það allt, ég hef bara ekki nennt að blogga Blush  Hef hreinlega ekki verið  í stuði til þess .....

Um síðustu helgi fór fram mikill og löngu fyrirframákveðinn hreinsunareldur á heimilinu mínu.  Við vorum búin að panta næturgistingu fyrir börnin með löngum fyrirvara þannig að nú létum við verða að því að rusla út úr nánast öllum skápum í íbúðinni og raða inn í þá aftur Pouty  Þetta gerðist auðvitað með tilheyrandi yfirferð á öllu þannig að úr þessu varð stærðarinnar bílfarmur af rusli og ýmsu sem að rauði krossinn og góði hirðirinn fengu að njóta ....... Kræst hvað maður getur verið mikill ruslasafnari Tounge

Smá fréttir af baráttunni minni við fitupúkann; s.l. fimmtudag sýndi vigtin bara 82,9 kg sem þýðir að ég er búin að losa mig við  12,6 kíló Grin


Í augnablikinu gæti verið slökkt á ......

Nei nei það er svo sem ekki alveg slökkt á mér ..... bara mikið að gera.  Heima hjá mér er málari búinn að vera að störfum undanfarna 2 daga.  Þar sem að ég er rakinn klaufi við þessa iðju og maðurinn minn veit fátt leiðinlegra en að mála þá var ákveðið að fá fagmann í verkið Smile  Þannig að núna er svefnherbergið mitt nýmálað, forstofan líka og einn veggur í sjónvarpsholinu.  Nú á ég bara eftir að klára að ganga frá eftir allt saman og endurskipulegga það sem hengt verður upp á veggina. 

Heima er frekar fámennt núna.  Unglingurinn minn fór til pabba síns og litla bróður í gærkvöldi og miðjumaðurinn Sigtryggur fékk að fara norður á Blönduós s.l. miðvikudag.  Um helgina eru nefnilega stóðréttir í Skrapatungurétt og Sigtryggur minn vill síður missa af svo merkilegum viðburði Wink  Þar sem að ég þurfti að vinna um helgina sendi ég guttann norður með systrum mínum og svo kemur hann heim á mánudaginn og fær þá far með Lenu systur.  Elsku Árný og Lena, takk fyrir allt saman InLove 

img_0824
Tekið við Kirkjuskarð 2007


Simmi og Jói - algjörir snillingar !

Um daginn heyrði ég alveg óborganlegan texta við lagið Bahama sem upphaflega er með Ingó og Veðurguðunum.  Ég náði því ekki með hverjum nýja útgáfan væri en komst að því eftir smá leit að þetta voru þeir snillingar Simmi og Jói á Bylgjunni Smile  Þegar ég fann svo lagið fann ég líka annað lag sem að er alls ekki síðra um Ólaf F .......

Bahama - 200 dagar

Ólafur EFF

Njótið vel LoL


Baunatilraun og klukk

Í kvöld (tæknilega séð í gærkvöldi) gerði ég tilraun nr. 2 við að elda úr kjúklingabaununum.  Í þetta sinn mundi ég eftir að sjóða þær í tilsettan tíma Tounge  Ég fór vandlega eftir uppskriftinni en varð eiginlega fyrir vonbrigðum með útkomuna.  Þetta var alls ekki vont en þetta var óttalega laust eitthvað og skrítið ...... Næst verður bara að búa til pottrétt og vita hvernig það tekst til Grin

-------------------------------------------------

Ég var klukkuð ......

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Frystihúsið á Hofsósi, Særún rækjuvinnsla (bæði við að pilla rækju og svo skrifstofustarf, Staðarskáli og Hrafnista.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Bíómyndir ...... hvað er það aftur *klóríhaus*

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Sveitin mín Efri-Mýrar, Blönduós, Svíþjóð og Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

CSI, Law and order, Grey's Anatomy og House.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Usa, Danmörk, Portúgal og England.

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)

Mbl.is, huni.is, sniglar.is og youtube.com

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:

Usa, Barcelona, Prag og Síðast en ekki síst í rúminu mínu !

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Lena systir, Gerða, Fjóla og mamma Grin


Baunaraunir

Þeir sem að þekkja mig svolítið vita að ég verð seint talin til snillinga í eldamennsku ......  En ég reyni samt því ekki þýðir að treysta alveg á eiginmanninn í þessum efnum þar sem að hann er ekki alltaf heima til að elda matinn. 

641Í viðleytni minni við að sigrast á bölvuðum fitupúkanum hef ég verið að gera hinar ýmsu tilraunir við eldamennskuna.  Mér finnst meira gaman að fikta mig áfram og gera tilraunir en að fara stíft eftir uppskriftum.  Í dag ætlaði ég samt að fara eftir uppskrift og búa til kjúklingabaunabuff í fyrsta skipti.  Reyndar var þetta frumraun mín í meðhöndlun kjúklingabauna.  Eins og þeir sem þekkja til þessara bauna þá verður að leggja þær í bleyti í a.m.k. 12 klst og í gærkvöldi skellti ég baununum í skál og lét fljóta vel yfir.    Ætlunin var að elda buffin í kvöldmatinn í dag.    Þar sem að ég fer á næturvakt í nótt dreif ég mig tímanlega í eldamennskuna áðan og skellti öllu í skál og græjaði það sem átti að fara saman við baunirnar og verða að buffi ........ EN snillingurinn ég fattaði þegar ég var búin að mauka allt saman í matvinnsluvélinni að ég GLEYMDI AÐ SJÓÐA  %$/$#$#% BAUNIRNAR ! Devil

Ef einhver vill spreyta sig á uppskriftinni þá læt ég hana fylgja hér:

Kjúklingabaunabuff

 

450 g soðnar kjúklingabaunir
4 hvítlauksrif
40 g vorlaukur eða önnur gerð af lauk
1/2 tsk cumin
1 tsk sjávarsalt

Setjið kjúklingabaunir í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, lauk, cumin og salti. Gerið litlar bollur og fletjið út og steikið á pönnu í olíu. Einnig er gott að velta bollunum upp úr sesamfræjum og steikja svo. Berist fram með rifnum gulrótum sem búið er að blanda kanil saman við og heslihnetum (hakkaðar eða spænir).
 

MUNA að sjóða baunirnar ! 

 


Litli stóri strákurinn minn kominn með blogg

Það er búið að vera draumur hjá Kristjáni Atla síðan í sumar að eignast sitt eigið blogg.  Hann byrjaði fyrst að tala um það þegar við vorum úti í DK og ég lofaði honum að þegar hann væri byrjaður í skólanum mundi ég hjálpa honum að búa til bloggsíðu og núna í kvöld stóð ég við það loforð Grin

Smellið hér og kíkið á síðuna hans Tounge

Endilega skiljið eftir comment hjá honum ef þið kíkið við á síðunni .........

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrir rúmlega ári síðan eða nákvæmlega 30. ágúst 2007 bloggaði ég um  agnarsmátt stelpukríli sem vinkona mín eignaðist þennan dag.  Stelpukrílið var ekki nema tæpar 5 merkur þegar að hún fæddist.  Nú er þessi agnarsmáa hnáta orðin stór og miklu meira en það því hún er orðin stóra systir Smile  Núna rétt áðan fékk ég sms þess efnis að Katla Mist hefði eignast lítinn bróður rétt fyrir klukkan 17 í dag Grin  Drengurinn var örlítið stærri en stóra systir var við fæðingu eða 3.900 gr Smile

img_1235
Katla Mist


Það er svo margt sem að ég hef að segja .....

...... ég veit bara ekki hvernig ég á að koma orðum að því Pouty   Þangað til að andinn leggst yfir mig verður gert blogghlé ........

Aftur í skólann

Í gær mættu strákarnir mínir í skólann á ný eftir sumarfrí og það var ekki laust við að það væri smá spenna fyrir því Smile  Meira að segja unglingurinn minn var spenntur en talaði nú samt um að það mætti alveg taka upp þann sið að sleppa alveg allri heimavinnu, hún væri bara algjör óþarfi Grin 

Ég keyrði þeim sjálf í skólann fyrsta daginn en í vetur sér akstursþjónusta fatlaðra um aksturinn eins það hefur verið undanfarin ár.  

Sigtryggur Einar fékk strax inni í frístundinni í Hofinu en Kristján lenti á bið í sinni frístund, Höllinni.   Eins og venjulega er starfsmannaskorti um að kenna.  Það er reyndar líka verið að flytja Höllina (frístundina) í nýtt húsnæði í Egilshöll og þegar það er búið býst ég við að Kristján fái einhverja daga í hverri viku. 

Þegar Kristján kom heim í gær sagði hann mér að það yrði örugglega rosalega gaman í skólanum í vetur því að hann væri að fara að læra stuttmyndagerð með bekknum sínum Grin 
Seinnipartinn s.l. vetur var Kristján farinn að fara nánast alveg einn út í bekk og gekk það bara mjög vel.  Þess vegna var ákveðið að hann færi í fyrstu tvo tímana á hverjum degi einn út í bekk og hann er bara mjög sáttur og glaður með það Smile

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband