Blessaður jólasveinninn

Nú er komið að því einu sinni enn að fara að aðstoða blessaðan jólasveininn sem þeytist um allan heim og gefur góðu börnunum í skóinn.  Það er að vísu ekki fyrr en aðra nótt sem að sá fyrsti kemur til byggða, samkvæmt venju er það blessaður karlinn hann Stekkjastaur sem staulast í bæinn. 

Á hverju ári hef ég heitið sjálfri mér því að vera svolítið forsjál og fara í innkaupaleiðangur snemma til að kaupa eitthvað smálegt fyrir sveinka ef hann skyldi ekki hafa tíma til að kíkja við sjálfur Wink  En eins og öll hin árin sem að ég hef heitið þessu klikka ég á því og þarf því þess vegna að kíkja í búð á morgun og redda þessu ......

Tvisvar sinnum hef ég látið tilleiðast og keypt kassa til styrktar einhverju góðu málefni (SÁÁ held ég) en jafnoft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með innihald kassans þannig að ég hef gefist upp þeirri leið.   

Heima hjá mér er trúað á þann rauðklædda og litla (stóra) liðið mitt bíður spennt eftir því að setja skóinn út í glugga annað kvöld.  Ég hef lengi velt því fyrir mér með þann elsta hvort hann trúi í raun og veru eða ekki og ef hann trúir hvernig tekur hann því ef að hann lendir í því að einhverjir krakkar leiðrétta þetta við hann eða gera grín að því að hann trúi á sveinka.  Í dag tók ég ákvörðun um að tala við drenginn og segja honum "sannleikann um sveinka".  Í ljósi þess hversu viðkvæmur hann getur verið ákvað ég að útskýra málið fyrir honum sjálf í stað þess að taka sénsinn á því að hann heyrði þetta einhversstaðar þar sem hann fengi ekki næga útskýringu með.  

Þegar drengurinn kom heim úr skólanum í dag ræddum við málið.  Svei mér þá ...... ég held að þetta sé eitt það erfiðaðsta sem að ég hef þurft að útskýra fyrir honum.  En eftir langt og mjög athyglisvert spjall milli okkar mæðginanna virtist hann vera búinn að ná þessu og var sáttur.    Sér í lagi þegar ég var búinn að segja honum að hann hætti ekkert að fá í skóinn þó hann vissi af þessu, þetta yrði bara leyndó okkar á milli svo að systkini hans gætu trúað lengur.  Þau eru jú börn ennþá en hann alveg að verað fullorðinn.   Það var alveg greinilegt á tali drengsins að hann trúði af öllu hjarta þannig að þetta var svolítið erfitt fyrir hann en það var örugglega rétt ákvörðun hjá mér að segja honum þetta sjálf ......

Smá viðbót; fyrir þá sem ekki þekkja til þá er sonur minn sem um ræðir næstum 15 ára gamall og einhverfur.

 


Apótek eru stórhættulegir staðir !

Ég hef lengi átt við þann leiða vanda að stríða að eiga mjög erfitt með að þurfa að bíða mikið eftir afgreiðslu lyfja í apótekum.  Jú, það endar sko yfirleitt með því að ég fer að rölta um staðinn meðan að ég bíð og þá finn ég alltaf (já eða næstum alltaf) einhver bráðnauðsynlegan óþarfa sem ég bara verða að kaupa !  Fer jafnvel inn  með lyfseðil fyrir lyfjum sem ég þarf ekki að borga fyrir en kem samt út 2 - 3000 krónum fátækari ......Pouty  Þess vegna finnst mér þessi apótek vera stórhættulegir staðir !

Ég vann hins vegar mikinn sigur í dag þegar ég fór inn í Rimaapótek, eins og venjulega í þeim erindagjörðum að leysa út lyf fyrir syni mína.  Þegar ég lagði af stað að heiman einbeytti ég mér að því að hugsa og söngla fyrir munni mér "bara ná í lyfin, bara ná í lyfin"  Þetta var svona eins og ég væri að reyna að dáleiða sjálfa mig sko ...... Viti menn, þetta virkaði næstum því alveg.  Ég náði í lyfin og keypti bara einn brúsa af hárnæringu, svona flækjusprey, en þessi nauðsynlegi vökvi er alveg að verða búinn heima hjá mér Grin  


Játningar, veikindi og ýmislegt fleira

Ég ætla að byrja á játningunum.  Þannig er að fyrir nokkru síðan var “komið að máli við mig” og ég hvött til að kynna mér alveg stórskemmtilegan vef, þar sem væri ansi margt skemmtilegt hægt að bralla.  Ég lét tilleiðast, skráði mig á síðuna og skoðaði.  Síðan hef ég varla verið bloggi sinnandi þar sem að ég varð eiginlega alveg um leið “húkkd” á facebook.com.  Þetta er s.s. aðalástæða þess að lítið sést af bloggi frá mér þessa dagana, ja eða kannski vikurnar. 

En að öðru .....

Í gærkvöldi dreif ég mig með honum Óla mínum á jólahlaðborð með vinnunni hans.  Við fórum á Hótel Loftleiðir og snæddum þar alveg frábæran jólamat.  Þetta er annað jólahlaðborðið sem að ég snæði af þessi jólin, hitt var í Perlunni.  Ég verð alveg að játa það að Perlunni ólastaðri þá er hlaðborðið á Loftleiðum mikið betra.  Ókosturinn við kvöldið var staðreyndin sú að ég þurfti að fara í vinnuna klukkan hálf tólf.  Ég hefði betur látið það ógert því að ég er eiginlega búin að vera lasin undanfarna dag, með hálsbólgu og slöpp og ég var eiginlega alls ekki tilbúin til að fara að vinna í þessu ástandi.  Þ.a.l. ákvað ég að melda mig veika á vaktinni í nótt sem að hefði verið sú síðasta í þessari törn.  Næst þarf ég að fara í vinnuna á fimmtudagskvöld og þá hlítur þetta ógeð að verða búið. 

Ég er sko ekki sú eina á heimilinu sem að er lasin.  Í gær fór að bera á bólum á kroppnum á henni Höllu og núna er hún öll útsteypt í bólum, greyið litla.  Óli fór með hana til doksa í dag og fékk það staðfest að um væri að ræða hlaupabóluna.  Hann fékk líka lyfseðil fyrir áburði á þær bólur sem að opnast og verða að sári.  Nú er bara að gluða kremi á opnubólurnar og svo kartöflumjöli á allan kroppinn þess á milli.  Það þurrkar bólurnar svo vel og dregur úr kláðanum.   Núna er bara að finna eitthvað skemmtilegt handa okkur mæðgun að gera fyrir næstu daga meðan að ég verð með hana heima.  Kannski að við reynum að baka svolítið þar sem að það sem búið var að baka fyrir jólin er alveg að verða búið ..... og það er ekki ég sem að stend í þessu eins og kýr í káli !  Krakkakrílin mín eru búin að vera ansi liðtæk í að útrýma smákökum hérna ......

Af holdafari minu er það að frétta að ég er búin að hrista af mér  21,4 kíló og staðan er núna 74,1 kíló og yfir jólin ætla ég að einbeyta mér að því að halda í þessa tölu ...........


Jamm það er kominn tími á blogg ......

Er kannski kominn tími á að blogga svolítið ?  Mér skilst það á þeim örfáu sem farnir eru að kvarta við mig yfir bloggleysinu hjá mér.
Hjá mér er bara það sama og venjulega í gangi.  Börnin, heimilið, vinnan og auðvitað karlgreyið mitt og svo síðast en ekki síst jólaundirbúningurinn. 
S.l. mánudag var jólaball í Hólabergi.  Þarna var svaka stuð og góðir gestir mættu á staðinn.  Eurobandið kom og söng nokkur lög með krökkunum og svo árituðu þau plaköt og þeir sem vildu gátu látið mynda sig með þeim og það var frekar vinsælt eins og gefur að skilja. 

IMG_1134
 Kristján Atli ásamt þeim Regínu Ósk og Friðriki Ómari

Þarna kíktu líka við þeir Kertasníkir og sjálfur Sveppi.  Villi nagbítur átti reyndar að koma líka en hann forfallaðist.

 

DSC07151

 

 

DSC07152

 

 

 


Kvenlegt annríki .....

Fékk þessa snilld í e-mail .........Smile

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og
einn banana til að fá kalíum

Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er
náttúrulega allra meina bót.

Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem
tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem
enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag
mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.

Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og
drekka eitt rauðvínsgla s í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red
Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá
búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar
heilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,
fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað
sinnum.
Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á
dag að borða.

Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.

Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta
; á eftir banananum, tannbursta ...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma
tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,
því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,
tennurnar...

Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem
fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár
stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann
daginn.

Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki
gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að
fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snú ðu við eftir 15
mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).

Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að
vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í
frí.

Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.


Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera
frumlegt og skapandi . Þetta tekur sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki um
tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir
hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í
sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!


Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á
þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til
dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig
lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með
tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með
makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú
burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?

Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!

Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að
halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með
jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á
vinina (sem þú þarft að v ökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt
hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,
bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég
ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á
klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.

Ef ég er senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt
fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.


Orðin 35 ára

Þá er afmælisdagurinn liðinn og aðeins rúmlega það.  Þetta var alveg ágætisdagur þrátt fyrir að vera að vinna í báða endana á'onum Tounge 
Ég er bara svoooo þreytt að ég bara hef ekki orku í að blogga en langar samt að þakka þeim sem heimsóttu mig og eða sendu mér afmæliskveðjur hérna á blogginu, á fésbókinni minni og eftir öðrum leiðum, kærlega fyrir mig Smile

Þið eruð öll ÆÐI Wizard


I'm back

the-computer-demands-a-blogÞessi næsstum því mánaðarlanga pása var algerlega óvart.  Ég bara nennti ekki að blogga og hætti alveg að hugsa um það.  Fékk svo áminningu í vinnunni núna í vikunni og ákvað að reyna að druslast til þess að blogga smá. 
Ég hef samt verið að velta því fyrir mér að hætta að blogga eða öllu heldur breyta blogginu, jafnvel gera nýja síðu og byrja alveg upp á nýtt og þá á öðrum forsendum.  En við sjáum til, það er ekkert víst að af þessu verði.  Kannski hætti ég bara alveg .......

Eins og sjá má á tímasetningunni á þessari bloggfærslu þá er ég í vinnunni, síðustu vaktinni minni af þremur í þessari törn.  Kræst hvað ég verð fegin þegar að þessari vakt líkur Pouty  Framundan er 2 daga frí og svo á mánudaginn verð ég hálf sjötug Tounge

P.s. Í gærmorgun sagði vigtin 76,5 sem þýðir að það eru farin heil 19 kíló.....


10. október

diaryEkki fór það svo að ég næði takmarkinu að blogga einu sinni á dag eins og kennarinn sagði fyrir um.  Reyndar sagði hann að við ættum að skrifa í dagbók á hverjum degi en ég hef svo sem ekki gert það heldur þannig að nú verð ég að fara að bæta úr þessu.  Hvort sem það verður hérna í formi bloggs eða bara svona á gamla móðinn Smile 

Í gær fór ég í tíma númer 2 í félagslegri virkni hjá íþróttaálfinum sem að ég er b.t.w. búin að leggja vel á minnið að heitir Trausti en ekki íþróttaálfur Smile  Hann sleppti því auðvitað ekki að drífa okkur aðeins út í smá leik en sem betur fer þá var bara farið út á næsta auða bílaplan og aðeins í einn leik.  Veðrið bauð bara ekki upp á meira ......
Fyrir utan leikinn fór tíminn í að fjalla um hópa alls staðar í samfélaginu.  Hvernig þeir væru saman settir og hvaða hópum við tilheyrðum.  Alveg stórskemmtileg pæling.

Stóru fréttirnar frá mér eru kannski að í morgun var stóra takmarkinu náð !  Ég steig á vigtina og hún sýndi mér tölu sem að byrjar ekki á 9, ekki á 8 heldur byrjaði hún á 7 Grin  Þarna blasti við mér

79,5 kg 

Þetta þýðir að það eru farin 16 kíló síðan að ég byrjaði á breyttum lífsstíl og nú er ég búin að vinna fyrir verðlaununum.  Vegna efnahagsástandsins ætla ég samt að hinkra með það um sinn að spæna í Kringluna eða Smáralindina og kaupa verðlaunin .......

Ég er að rifna úr stolti af sjálfri mér Tounge


Tveggja daga blogg ......

Eitt af verkefnunum sem að okkur voru sett fyrir í skólanum á fimmtudaginn var að skrifa í dagbók á hverjum degi sem á svo að skila í lok kennslu í þessi fagi, þ.e. félagslegu virkninni.  Ég ákvað að nota bloggið sem vettvang fyrir þetta verkefni og rita hverja færslu hérna inn .... (Ehemm við skulum sjá hvernig gengur að skrifa á hverjum degi)  Svo er bara að copy / paste eða klippa og klístra þegar kemur að skilum prenti.  Helstu punktarnir sem að við fengum fyrir þessar dagbókarfærslur voru að við máttum ekki skrifa um vinnuna okkar heldur áttum við að skrifa um daglegt líf okkar og okkar eigin félagslegu virkni.

En hvað er félagsleg virkni ?  Þar sem að ég nenni varla að búa til mína eigin útgáfu af útskýringu á þessu fyrirbæri klístra ég hér inn texta sem að ég fann í áfangalýsingunni inni á mimir.is:

Fjallað er um þróun frístundastarfs og hugmyndafræði þess kynnt, þ.m.t. kenningar í félagssálfræði og hugmyndir um vöxt og þróun einstaklingsins. Komið er inn á helstu hugtök og þjónustuleiðir á sviði frístunda m.a. innan heilbrigðis- og skólakerfisins og sveitarfélaga. Í þessu sambandi eru kynntir helstu frístundamöguleikar og nemendur örvaðir til skapandi hugsunar á því sviði. Fjallað er um notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og helstu aðferðir til að meta þörf þeirra og leiðir í frístundastarfi. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að skipuleggja frístundastarf á sem fjölbreyttastan hátt með þarfir mismunandi einstaklinga að leiðarljósi, jafnframt því að kenna þeim að skynja og virða þarfir þeirra fyrir gefandi frístundastarf óháð heilsufari, hömlun, fötlun eða félagslegri stöðu.

Spennandi ekki satt ?

Dagurinn hjá mér var ósköp fábrotinn hvað félagslega virkni varðar.  Ég var eiginlega félagslega óvirk ..... ja eða allavega illa virk. 

Í morgun fór ég niður í Rimaskóla ásamt Sævari að horfa á leiksýningu hjá yngsta syni okkar og bekkjarfélögum hans.  Alveg frábær skemmtun sem krakkarnir kalla föstudagsfjör.

Þegar leið að því að sækja stelpuna mína í leikskólann vaknaði ég upp við þann vonda draum að ég var búin að steingleyma því að foreldrafélag leikskólans væri með kökubasar þennan dag og ég var ekki einu sinni farin að hugleiða hvað ég ætti að leggja til á basarinn.  Ég dreif mig að sækja stelpuna og samdi við umsjónarkonur basarsins að fá að borga mig út úr gleymskunni og lét þær bara hafa pening í stað köku. 
Eftir á að hyggja fannst mér það líka ekki góð hugmynd að ég færi að baka þar sem að ég hef ekki einu sinni smakka brauð hvað þá kökur í rúmlega 2 mánuði.  Ég var eiginlega fegin að hafa gleymt þessu ....

Þegar ég hafði sótt stelpuna og reddað mér út úr þessum kökuvandræðum fórum við Halla og sóttum konu sem að vinnur með mér og saman fórum við allar í Kringluna að kaupa sængur / skýrnargjöf handa vinkonu okkar og fyrrum vinnufélaga sem að eignaðist strák um daginn.

--------------------------------------------------------

4. október

Þegar ég kom heim úr vinnunni var ég staðráðin í að ný skyldi ég aldeilis sofa alveg til allaveganna 3.  Þar sem að ég vissi að ég fengi engan kvöldlúr áður en að ég færi á vakt nú í kvöld.  En að venju var ég glaðvöknuð rúmlega 1 og gat ekki með nokkru móti sofnað aftur þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að drífa sig á fætur og athuga hvar liðið mitt væri. 
Ég hringdi í karlinn minn og kannaði málið og þau voru rétt ókomin heim þannig að ég gerði mig klára í að fara út með þeim.  Við skruppum suður í Hafnarfjörð og kíktum við hjá vinkonu minni sem var í mestu vandræðum með rafmagnið heima hjá sér.  Hún mátti helst ekki horfa á háfinn fyrir ofan eldavélina hvað þá snerta hann því að þá sló öllu rafmagni út í íbúðinni og sá hinn sami sem var svo óheppinn að koma nálægt háfnum var í stórhættu að fá verulegar krullur af stuðinu ..... Óli minn var ekki lengi að kippa þessu í liðinn þannig að gestirnir sem að vinkona mín átti von á þurftu ekki að óttast að yfirgefan samkvæmið með krullur í hárinu. 

Í gær fór ég ekkert í ræktina þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að drífa sig þangað og ólmast obbolítið áður en ég fór svo á haustfagnað Hrafnistu sem haldið var í Gullhömrum nú í kvöld.  Stórskemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki sem gerði það alveg þess virði að sleppa kvöldlúrnum fyrir vaktina.


Skólabyrjun, snjókoma og nýjustu tölur

Þá er fyrsti dagurinn í skólanum liðinn.  Ég mætti klukkan hálf fimm í dag niður í Rafiðnaðarskóla vitandi það eitt að fagið sem að ég væri að fara í héti "Félagsleg virkni".  Það var reyndar búið að hringja í mig frá skólanum í gær og mér tjáð að ég ætti að mæta vel klædd því kennarinn ætlaði með allt liðið út að ganga.  Ég hlíddi auðvitað og mætti í flíspeysu, dúnvesti og strigaskóm.  S.s. vel gölluð til gönguferðar.  EN það hékk sko meira á spítunni en gönguferð.  Það kom í ljós þegar líða tók á tímann að kennarinn er obbolítið félagslega ofvirkur og lét hann okkur ganga frá Rafiðnaðarskólanum og niður í Laugardal (að þvottalaugunum) og þar var liðið látið fara í allskyns leiki.  Flesta hafði ég aldrei farið í áður.  Í rauninni var "hlaupa í skarðið" eini leikurinn sem að ég hafði prófað áður.   Þetta var reyndar svona fullorðins útgáfa af hlaupa í skarðið og var í raun "ganga mjög hratt í skarðið" Tounge  Það mátti s.s. ekki hlaupa, bara ganga mjög hratt ........  Þetta uppátæki kennarans fór misvel í fólkið en flestir skemmtu sér þó alveg ágætlega á endanum sýndist mér.  Þegar við gengum svo til baka að skólanum fór að snjóa Pouty  Ég var orðin eins og snjókerling þegar ég kom að bílnum mínum, dauðfegin að vera loksins á leið heim .......
Það er ég viss um að kennarinn er svolítill íþróttaálfur í sér því að hann mæltist til þess að við mættum alltaf vel búnar í tíma hjá honum ..... Það er ég viss um að hann ætlar aftur með okkur út að leika .........

Í dag fór ég og sótti unglinginn minn í skólann því að ég var búin að "lána hann" Grin  Þetta er sko í þriðja sinn sem að Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins leytar til mín um að fá drengina mína lánaða.  Nú er Kristján í annað sinn í láni og Sigtrygg hef ég lánað einu sinni. 
Greiningarstöðin heldur einu sinni á ári námskeið í skipulagðri kennslu sem er byggð á hugmyndafræði TEACCH kerfisins.  Drengirnir mínir hjálpa til á þessu námskeiði með því að vera "nemendur" fyrir þá sem sitja námskeiðið.  Kristjáni mínum fannst þetta vera upphefð að fá að gera þetta
Grin

Í morgun kom svo að vikulegri ferð minni á vigtina og í dag sýndi hún töluna 81,2 Smile  Það þýðir 600 grömm niður á við og bara 1,3 kg í verðlaunin.  Ég var spurð tvisvar sinnum að því í dag í hverju verðlaunin fælust en þau felast í því að ég ætla að kaupa mér skó.  Ég gerði samning við sjálfa mig í upphafi um að þegar ég væri búin að léttast um 15 kíló þá keypti ég mér skó / stígvél sem að ég hef aldrei áður tímt að kaupa.  Þar sem að ég var 95,5 kíló í upphafi þá hefði vigtin orðið að sýna 80,5.  Ég ákvað samt að breyta samningnum þannig að ég fæ ekki verðlaunin fyrr en að blessuð vigtin sýnir mér tölu sem að byrjar á 7 Grin

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband