Rússneski kúluvarparinn ég !
10.8.2007 | 16:38
Mér er búið að líða eins og ég sé rússneskur kúluvarpari í allan dag ! Ég ákvað í morgun að bregða mér í Smáralindina (telst til frétta ..... ég hata nefnilega þann stað) og leita mér að stígvélum. Þó ekki svona Nokia stæl eins og í sveitinni heldur svona dömustígvél. Þetta reyndist þrautin þyngri þar sem ég virðist vera með fætur eins og rússneskur kúluvarpari ! Ég veit ekki hvað ég mátaði mörg pör sem reyndust vera ALLT of þröng utan um mína sveru kálfa Það var ekki fyrr en ég fór að leita í búðunum sem sýndu verð í 20.000 + verðflokknum að ég fann stígvél sem pössuðu utan um mína rússnesku kúluvarparakálfa. Ég var samt ekki tilbúin að kaupa mér stígvél í þessum verðflokki. Þar sem ég ráfaði þarna um og hneikslaðist (rétt skrifað ?) á fáránlegum verðum rakst ég á 1 par sem kostaði bara 10.000 krónur og pössuðu á mig Það sem meira er að þegar að ég mátaði þau þá voru þau í fáránlegum stærðum þannig að ég þurfti bara númer 38 og ég er vön að þurfa yfirleitt númer 40 !
Af skapkonunni henni Höllu Katrínu eru þær fréttir að hún er öll að koma til og öskraði bara lítið eitt á dagmömmuna í dag. Halla svaf samt ekki nema klukkutíma í dag og þegar ég kom heim með hana var hún orðin mjög þreytt og ég ákvað að prófa að setja hana í vagninn. Ég bjó mig undir að hlusta á grátur og gnístran tanna en viti menn, hún röflaði í smá stund og sofnaði svo vært Þegar þetta er skrifað er hún ennþá steinsofandi úti á svölum búin að sofa í næstum því klukkutíma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðskilnaðarkvíði ?
9.8.2007 | 22:25
Ég er mikið að velta því fyrir mér hvað hrjáir hana Höllu mína þessa dagana. S.l. þriðjudag fór hún í fyrsta sinn til dagmömmunnar eftir sumarfrí. Ólíkt því sem ég óttaðist þá varð hún góð eftir en þegar ég sótti hana var hún búin að gráta nánast allan daginn Þegar hún kom heim með mér hélt hún áfram og þegar hún átti að fara að sofa, orðin alveg uppgefin, öskraði hún svo mikið að hún endaði með því að æla. Hún sofnaði þó á endanum orðin alveg örmagna af öskrunum. Miðvikudagurinn gekk eiginlega eins fyrir sig hjá dagmömmunni. Heima var hún ögn skárri, ég mátti allaveganna fara á wc án þess að hún yrði alveg galin. Þegar leið að háttatíma varð allt eins og daginn áður, hún byrjaði að öskra út í eitt. Allt eins og kvöldið áður nema að hún ældi ekki í þetta skiptið ..... en hún öskraði samt í tæpa 2 klukkutíma áður en hún ákvað að gefast upp og fara að sofa. Í morgun fór hún svo til dagmömmunnar og var ekki hrifin að vera skilin þar eftir. Þegar ég svo kom og sótti hana í dag heyrði ég öskrin í henni út á bílaplan og viti menn hún var búin að öskra á greyið dagmömmuna í allan dag. Alveg sama hvað hún reyndi ...... Halla mín bara gargaði Dagmamman sagði að Halla hefði sofið í rúman hálftíma að undangengnu því að gráta í þrjú korter ........ Þegar heim kom gekk ágætlega og Halla lék sér svolítið en var greinilega mjög þreytt. Skiljanlega þar sem hún hefur sáralítið sofið í allan dag. Þegar kom svo að háttatíma hófst söngurinn enn á ný .... EN ég breytti engu, gaf henni bara mjólk eins og venjulega, kyssti hana góða nótt, labbaði fram og lokaði...... Viti menn ..... smá grátur í tæpar 2 mínútur og svo var hún sofnuð. Ég er eiginlega alveg ráðþrota ........ Halla er ekki vön því að vera svæfð á kvöldin og á daginn er hún vön að leggjast í vagninn og sofna á núll einni ...... En því er sko ekki að heilsa þessa dagana ....
Ætli við verðum ekki bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og vona að hún hætti þessu fljótlega. Vonandi samt áður en að dagmamman gefst upp á því að hafa hana ........
Öll ráð og töfralausnir ef einhverjar eru til vel þegnar í comment ............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skyldi sumarið vera búið ?
9.8.2007 | 06:26
Þegar ég horfi út um gluggann virðist mér það vera búið en dagatalið er ekki sammála mér. Það er bara 9. ágúst ennþá ..... Kannski er ég bara þreytt og svartsýn ? Mér finnst sumarið alveg yndislegt og ég byrja strax að hausti að hlakka til næsta sumars. Oft eru sumrin samt mikið púsluspil á mínu heimili, púsluspil sem verða að stórum skemmtilegum myndum í minningunni Stærsta mynd þessa sumars verður án efa vikurnar 2 sem við Óli eyddum á flakki með ormana okkar 4 Stórskemmtilegur, svolítið erfiður en alveg frábær tími.
Kannsi finnst mér bara sumarið vera búið af því ég er farin að vinna aftur eftir sumarfrí ....... Það er samt ekkert svo slæmt þegar sumarið verður búið ...... Þá kemst meiri regla á alla hluti og lífið kemst í fastar skorður aftur og þá getur maður líka farið að hlakka til NÆSTA sumars Í dag verður líka gengið frá pöntun á sumarhúsi í Danmörku fyrir næsta sumar en við stefnum á að fara þangað með alla ormana í hálfan mánuð næsta sumar
Það ætla ég að vona að þetta sé eitthvað sem ég sé út um gluggann þegar ég fer á fætur í dag:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ÉG VEIT ÞIG LANGAR Í MIG ..........
8.8.2007 | 02:27
Þegar ég mætti í vinnuna í kvöld á fyrstu vaktina mína eftir sumarfrí blasti við mér óhugnarlega stór Mackintosh's Quality street dolla á borðinu á vaktinni. Ég reyndi að láta sem ég sæi ekki dolluskrattann og reyndi af fremsta megni að taka eftir því sem stelpurnar sögðu við mig. "Gaman að sjá þig aftur", "hafðiru það ekki gott í sumarfríinu?" og fleiri slíkar spurningar hljómuðu eins og suð á bak við argið sem barst frá bölvaðri dollunni ......... "opnaðu mig bara og fáðu þér ...... einna mola ......)
Ji minn eini hvað ég varð að taka á honum stóra mínum til að falla ekki í freistnina og fá mér mola úr bölvaðri dollunni. Þegar stelpurnar á kvöldvaktinni voru að fara ein af annarri heim bað ég og vonaði að eigandinn af dollunni tæki kvikindið með sér heim. En Ó NEI þegar þetta er skrifað er dolluskrattinn enn á borðinu á vaktinni þannig að ég verð að berjast við púkann á öxlinni í alla nótt !
Í dag 7. ágúst (tæknilega séð í gær) á ein besta vinkona mín og fyrrverandi tengdamóðir hún Gunna 60 ára afmæli. Elsku Gunna innilega til hamingju með afmælið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hmmmm *klóríhaus* ?
6.8.2007 | 22:02
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er komið að því !
1.8.2007 | 22:10
...... ég er loksins búin að setja allar myndirnar úr sumarfríinu inn í "albúmið" okkar 317 stykki takk ! Maðurinn minn vill meina að ég hafi verið pínulítið ofvirk með myndavélina en það held ég að sé mesta vitleysa Þessi er númer 200 af 317 og er í miklu uppáhaldi hjá mér:
Sigurjóni mínum tókst að krækja í þennan boltaþorsk á þessa pínulítlu stöng með þessum tvinnaþráð á Hann fékk reyndar mikla og góða hjálp frá Stebba afa við að landa dýrinu ! Það mátti varla á milli sjá hvort væri stærra stöngin eða þorskurinn.
Það er líka komið að játningum dagsins ....... Um daginn þegar ég var á leið heim úr sumarbústað í Borgarfirðinum kom ég óvart við á dýrustu ljósmyndastofu landsins Þ.e. helv.... hraðamyndavélinni sem búið er að koma fyrir rétt sunnan við Hafnarfjallið. Þetta er nú ljóta búllan, smella af manni einni andsk..... mynd og rukka mann um 7.500 og maður fær ekki einu sinni að sjá myndina, hvað þá eiga hana ! Nei, smá grín ..... ég mældist á 103 og já ég veit það ER 90 km/klst hámarkshraði þarna og í dag greiddi ég sektina svo að ég fengi nú afsláttinn sem boðið er upp á.
Þar til næst farið vel með ykkur og varist leynilegu ljósmyndaokurbúllurnar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin heim úr sumarfríinu
28.7.2007 | 20:50
Jebb nú erum við komin heim úr hálfs mánaðar sumarfríi. Svona í mjöööög stuttu máli þá fórum við fyrst norður á Blönduós til pabba og mömmu og gistum þar í 2 nætur. Því næst fórum við á Grenivík og gistum þar í fellihýsinu 1 nótt. Næst fórum við austur á Vopnafjörð og vorum þar á ættaróðalinu þeirra tengdó í 6 daga og fórum þá til Húsavíkur og svo í Aðaldalinn og gistum þar í fellihýsinu eina nótt. Nú restina af þessum hálfa mánuði eyddum við svo á Blönduósi hjá pabba og mömmu Við héldum dagbók alla ferðina og þegar að ég finn tíma og nennu pikka ég hana inn á vefdagbókina hjá krökkunum. Læt vita hér um leið og ég er búin að pikka .......
Myndavélin var auðvitað með í för og ég er ekki frá því að mér hafi tekist að taka u.þ.b. 450 myndir í ferðinni
Þar til næst hafið það eins gott og þið getið ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá update af mér og mínum .....
13.7.2007 | 00:18
Nú er sumarfríið okkar Óla hafið og sjaldan verið meira að gera hjá okkur Er þetta ekki alveg típískt að yfirhlaða sig af allskonar verkefnum í sumarfríinu ? Það á bókstaflega allt að gerast ! Í þessum skrifuðu orðum er minn heittelskaði ..... sveittur við að flísaleggja á baðherberginu þar sem hann er búinn að rífa gömlu sturtuna og setja nýjan sturtubotn. Ég reyni auðvitað að fremsta megni að vera honum innan handar við verkefnið
Í gær fórum við Óli og Halla Katrín upp í Borgarfjörð í sumarbústað sem hún Gunna fyrrv. tengdó var í með strákana okkar. Gunna fór í bæinn og við Óli tókum við bústaðnum og börnunum og létum fara vel um okkur og komum svo heim í dag. Við Halla fórum reyndar á undan Óla því hann þurfti að klára að undirbúa fyrir flísalögn áður en hann kæmi sem og hann gerði. Vinafólk okkar var í þarnæsta bústað sem gerði ferðina bara skemmtilegri
S.l. miðvikudag lögðum við Óli af stað í "brúðkaupsferðina" okkar Ferðinni var heitið á landsmót bifhjólafólks sem haldið var í Skúlagarði í Kelduhverfi. (Rétt vestan við Ásbyrgi) Þar sem ég hef nánast enga reynslu af svona löngum mótorhjólaferðum skiptum við ferðinni norður í tvo hluta og fórum á Blönduós á miðvikudaginn og restina af leiðinni á fimmtudaginn. Fyrri hluti gekk mjög vel en á fimmtudeginum lentum við í ausandi rigningu á Öxnadalsheiðinni og urðum að leyta skjóls hjá frænku hans Óla á Akureyri til að fara í sturtu, hlýja okkur örlítið og þurrka fötin. Sálartetrið mitt þurfti líka smá breik því að á leiðinni upp á Öxnadalsheiðina lenti ég í því í fyrsta sinn að detta á mótorhjólinu mínu Sem betur fer meiddi ég mig ekki mikið og hjólið er óskemmt ...... Smá mar á mjöðm og sköflungi já og svo auðvitað meiddið á sálinni
Af krílunum mínum er allt gott að frétta. Sá yngsti og sá elsti eru búnir að vera ýmist hjá pabba sínum og/eða ömmu undanfarna daga eða síðan 29. júní. Sigtryggur var líka hjá þeim í viku en fór svo s.l. föstudag í sumarbúðir í Reykjadal og kemur hann heim á morgun eða allt svo heim til pabba síns og ömmu. Svo koma þeir allir heim til okkar einhverntíman um helgina Þá verður stefnan tekið norður og svo austur Hálfsmánaðar ferðalag með alla ormana okkar !
Nokkrar nýjar myndir væntanlegar inn í fjölskyldualbúmið
Meira seinna .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Örblogg .......
4.7.2007 | 23:09
Vegna fjölda áskorana og kvartana ......
Nú er ég eins og flestir vita orðin gift kona ....... aftur Brúðkaupið gekk alveg eins og í sögu, og var alveg yndislegur dagur í alla staði. Ljósmyndarinn hefur ekki lokið sínu verki þannig að myndasýning verður að bíða betri tíma.
Við Óli fórum af stað í "honnýmún" í dag og er ferðinni heitið á Landsmót bifhjólamanna sem haldið er í Skúlagarði í Kelduhverfi. Þegar þetta örblogg er ritað erum við stödd á Blönduósi og ætlunin er að fara á hádegi á morgun af stað aftur .....
Meira seinna .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alveg að bresta á ........
28.6.2007 | 23:38
Það eru bara 2 dagar í stóra daginn og nær því nú varla því á laugardaginn klukkan 16:00 verðum við Óli gefin saman af sr. Bolla Pétri Bollasyni í safnkirkjunni í Árbæjarsafninu
Þetta er mín helsta afsökun fyrir bloggleysi undanfarna daga ...... ég er nefnilega alveg að springa úr spenningi og stressi Það er samt allt að verða græjað ....... búin í "framköllun" og sveru andlitsbaði nú og svo er mín komin með svaaaaaaaaaaaaaaakalegar neglur og svo er bara að mæta í sprautun á morgun Úffffffffffffff
Meira seinna .....
Sennilega þegar ég er orðin gift kona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)