Aðskilnaðarkvíði ?

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvað hrjáir hana Höllu mína þessa dagana.  S.l. þriðjudag fór hún í fyrsta sinn til dagmömmunnar eftir sumarfrí.  Ólíkt því sem ég óttaðist þá varð hún góð eftir en þegar ég sótti hana var hún búin að gráta nánast allan daginn Frown  Þegar hún kom heim með mér hélt hún áfram og þegar hún átti að fara að sofa, orðin alveg uppgefin, öskraði hún svo mikið að hún endaði með því að æla.  Hún sofnaði þó á endanum orðin alveg örmagna af öskrunum.  Miðvikudagurinn gekk eiginlega eins fyrir sig hjá dagmömmunni.  Heima var hún ögn skárri, ég mátti allaveganna fara á wc án þess að hún yrði alveg galin.  Þegar leið að háttatíma varð allt eins og daginn áður, hún byrjaði að öskra út í eitt.  Allt eins og kvöldið áður nema að hún ældi ekki í þetta skiptið ..... en hún öskraði samt í tæpa 2 klukkutíma áður en hún ákvað að gefast upp og fara að sofa.  Í morgun fór hún svo til dagmömmunnar og var ekki hrifin að vera skilin þar eftir.  Þegar ég svo kom og sótti hana í dag heyrði ég öskrin í henni út á bílaplan og viti menn hún var búin að öskra á greyið dagmömmuna í allan dag.  Alveg sama hvað hún reyndi ...... Halla mín bara gargaði Crying  Dagmamman sagði að Halla hefði sofið í rúman hálftíma að undangengnu því að gráta í þrjú korter ........  Þegar heim kom gekk ágætlega og Halla lék sér svolítið en var greinilega mjög þreytt.  Skiljanlega þar sem hún hefur sáralítið sofið í allan dag.  Þegar kom svo að háttatíma hófst söngurinn enn á ný .... EN ég breytti engu, gaf henni bara mjólk eins og venjulega, kyssti hana góða nótt, labbaði fram og lokaði......  Viti menn ..... smá grátur í tæpar 2 mínútur og svo var hún sofnuð.  Ég er eiginlega alveg ráðþrota  ........ Halla er ekki vön því að vera svæfð á kvöldin og á daginn er hún vön að leggjast í vagninn og sofna á núll einni ......  En því er sko ekki að heilsa þessa dagana ....  

Ætli við verðum ekki bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og vona að hún hætti þessu fljótlega.  Vonandi samt áður en að dagmamman gefst upp á því að hafa hana ........
Öll ráð og töfralausnir ef einhverjar eru til vel þegnar í comment ............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Á engin ráð eða töfralausnir......get bara sent rafrænt "pepp"

Gerða Kristjáns, 10.8.2007 kl. 00:28

2 identicon

Æi elsku krúttið :(

Ég á engin töfraráð enda eru þau víst fá þegar kemur að blessuðum börnunum því engin tvö eru eins ;) En væri kannski hægt að prófa að hafa hana styttri tíma hjá dagmömmunni og auka hann svo smám saman aftur, alveg eins og þegar maður er að venja börnin við í upphafi?

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband