Litla barnið mitt orðið 14 ára !
12.1.2008 | 21:12
Ég er svoooona stór ! Þessi mynd er tekin af frumburðinum fyrir ca. 12 1/2 ári síðan. Nú er drengurinn er sko orðinn mjöööööög stór alveg án þess að teygja hendurnar hátt í loft
Unglingurinn minn er orðinn 14 ára ! Það var reyndar klukkan 02:35 s.l. nótt sem hann varð 14 ára þessi elska.
Elsku Kristján Atli til hamingju með daginn
Kristján tók á móti gestum í dag og fór svo sæll og ánægður heim til pabba síns eftir veisluna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bakkastaðastrengjasveitin !
11.1.2008 | 03:49
Ég hefði betur sleppt því að segja við hana Indu á þriðjudaginn að ég fengi yfirleitt ekki mikla strengi ! Því að eftir tímann hjá Nonna í morgun er ég gjörsamlega undirlögð af strengjum.
Þar sem að ég var að vinna í nótt þá fannst mér eiginlega ekki taka því að keyra heim í morgun eftir vaktina og þurfa svo að mæta niður í Laugar klukkan 10. Til að ná meiri svefni fyrir tímann þá keyrði ég niður á bílastæði við Laugar læsti mig inni í bílnum og lagði mig þar Það hefur sennilega verið frekar fyndið að sjá mig þarna liggjandi í bílstjórasætinu með hettuna á úlpunni á hausnum og flísteppi vandlega breytt yfir mig upp að höku ! Hefði ég farið heim hefði ég kannski náð 1/2 tíma svefni en þarna náði ég sko rúmlega 1 1/2 klukkutíma
Á morgun er svo upphitun fyrir afmælið hans Kristjáns Atla sem er á laugardaginn. Hann ætlar nefnilega að bjóða öllum strákunum í sérdeildinni og kennurunum heim í pizzu og ís Það er von á öllu liðinu heim til okkar uppúr klukkan 11 í fyrramálið þannig að það verður eitthvað lítið um svefn hjá mér á morgun. Það gerir svo sem minna til þar sem að ég er í fríi næstu 2 nætur.
í dag (tæknilega séð samt í gær) 10. janúar á / átti stórfrænka mín hún Magnea Dís 9 ára afmæli ! já og sama dag hefði Grímur afi minn heitinn (og langafi Magneu) orðið 96 ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Byrjuð í ræktinni !
10.1.2008 | 05:29
Það hlaut að koma að því að ég drullaðist af stað í ræktinni ..... og byrjaði meira að segja hjá einkaþjálfara ! Fór í fyrsta skipti á þriðjudaginn og fer aftur núna á eftir ....... og verð svo næsta mánuðinn 2svar í viku. En 2svar í viku dugar auðvitað engan veginn þannig að á milli þess sem að ég mæti hjá þjálfaranum fer ég í brennslu .......
Er allt of syfjuð til að blogga .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Litið um öxl og ýmislegt fleira
2.1.2008 | 23:17
Þegar ég lít um öxl yfir nýliðið ár er ansi margt sem kemur upp í hugann. Það langstærsta á nýliðnu ári er auðvitað 30. júní s.l. þegar ég og Óli gengum í heilagt hjónaband, alveg yndislegur dagur !
- Unglingurinn minn varð 13 ára þann 12. janúar
- Ljóta tönnin mín hvarf úr brosinu í febrúar
- Minnsti gaurinn minn varð 7 ára 30. mars og hann Grímur afi minn lést þann 31. mars, blessuð sé minnig hans
- Litla kraftaverkið mitt varð 1 árs þann 25. apríl
- Maí-mánuður var tíðindalítill svona að mestu ....
- STÓRI dagurinn var eins og fyrr var getið 30. júní ! Halla Katrín stóð upp í fyrsta skipti um mánaðarmótin maí - júní
- Júlí byrjaði á landsmóti og svo fórum við í ferðalag um landið með öll börnin og miðjumaðurinn minn varð 11 ára þann 18. júlí
- Gunna vinkona mín og fyrrverandi tengdamóðir varð 60 ára, amma Sella hefði orðið 85 ára og ég byrjaði í skóla AFTUR í ágústmánuði !
- Skólinn komst á skrið hjá mér og svo fórum við norður í stóðréttir. Réttirnar voru sko fínar en það langskemmtilegasta var að sjá mömmu mína komast að því að einn af smalamönnum var Kristján frændi (bróðir mömmu) sem var að henni best vitandi staddur heima hjá sér úti í Namibíu !
- Í október: Fékk nýjan bíl og fór til Boston (en samt ekki á bílnum .....)
- Ég varð 30 + 4 þann 10. nóvember
- Jólin !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Myndablogg frá jólum
27.12.2007 | 21:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jólin koma á morgun !
24.12.2007 | 04:42
Tæknilega séð þá er sko kominn aðfangadagur. Klukkan er reyndar bara rúmlega hálf fimm þegar þetta er skrifað og ég er í vinnunni.
Ég er búin að eiga alveg yndislegan dag við jólaundirbúninginn. Ég svaf að vísu til klukkan 1 en það er jú liður í jólavinnunni Þegar ég kom á fætur var Halla mín farin út að sofa þannig að á meðan að hún kláraði miðdegislúrinn sinn á svölunum dunduðum við hjónakornin okkur við að laga til og fara yfir það sem að við þurftum að gera í dag. Stærsta verkefnið var að dreifa jólapökkum um allan bæ, bæði fyrir okkur og svo líka fyrir tengdapabba ..... já og líka fyrir fólkið mitt fyrir norðan. Herbergið mitt er eiginlega búið að vera eins og póstdreyfingastöð síðustu 2 vikur. Við vorum meira að segja komin með hillurekka í herbergið fyrir allt saman.
Þegar klukkan var farin að ganga þónokkuð mikið í þrjú ákváðum við að fröken Halla Katrín væri búin að sofa nóg og vöktum hana og drifum okkur af stað í jólaleiðangurinn. Fyrst fórum við með pakkaflóð í Laufrimann til strákanna okkar sem eru þar, stoppuðum smá og fengum kaffi og piparkökur Kristján og Sigtryggur voru búnir að skreyta jólatréð hátt og lágt og voru orðnir mjög spenntir yfir þessu öllu saman. Strákarnir sögðu mér að þeir hefðu smakkað skötu í hádeginu og hún hefði verið "ógeðslega vond" ! Hingað til hafa þeir aldrei fengist til að smakka skötuna því að lyktin er svo vond segja þeir. En í dag hafði pabbi þeirra keypt þá til að smakka ...... þeim var lofað að ef að þeir settu einn bita í munninn af skötunni fengju þeir Dominospizzu í kvöldmatinn. Þeir smökkuðu víst báðir þannig að í kvöldmatinn var Dominos pizza en amma þeirra sagði að það hefði litlu mátt muna að Sigtryggur ældi við það eitt að fá skötuna í munninn Næsta stopp í röðinni hjá okkur var hjá henni Magneu Dís frænku minni. Þangað fórum við með fullan höldupoka af pökkum og fengum kaffi og smákökur Síðasta stoppið var svo hjá vinnufélaga hans Óla en þangað fórum við með sendingu frá vinnuveitanda þeirra honum tengdapabba mínum og eins og á hinum stöðunum fengum við kaffisopa Þegar þessu var lokið var eiginlega komin tími á að halda heim á leið því það var komið ansi nærri kvöldmatartíma .........
Í stað þess að leggja mig fyrir næturvaktina fór ég að dunda mér við að laga smá til og gera og græja meira fyrir jólin. Eftir kvöldmatinn fóru Óli og Sigurjón saman í leiðangur að kaupa jólatré og svei mér þá, þá held ég að þeir hafi keypt handa mér jólagjöf því að þegar að þeir komu heim kölluðu þeir úr forstofunni að ég mætti ekki koma fram og alls ekki fara í herbergið hans Sigtryggs ...... Þegar ég fór svo í vinnuna í kvöld vorum við Sigurjón búin að skreyta jólatréð og setja hreint á öll rúmin og þau systkinin Sigurjón og Halla Katrín voru komin í jólanáttfötin sín Mín jólanáttföt bíða eftir mér heima ....... og mig hlakkar ekkert smá til að fara í þau eftir heita og góða sturtu
Kæru bloggvinir; mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jólajátningar ....... bara 3 dagar til jóla !
21.12.2007 | 04:44
Ég er bara orðin svakalega spennt Þetta verða að vísu svolítið skrítin jól því að undanfarin ár höfum við boðið Jökli Snæ, bróður mínum og hans fjölskyldu og tengdaforeldrum mínum í jólagraut í hádeginu á aðfangadag en þetta árið er allt þetta fólk í burtu. Jökull, Oddný og Birnir Snær ætla að vera fyrir norðan hjá pabba og mömmu á aðfangadag og tengdó verða úti í Danaveldi hjá mágkonu minni og hennar fjölskyldu. Olga mágkona og Gísli maðurinn hennar eiga nefnilega von á kríli um jólin og tengdamamma fór út 15. des að hjálpa þeim í jólaundirbúningnum og tengdapabbi fer svo út á laugardaginn. Ætli það fari ekki eftir því hvenær krílið kemur í heiminn hvenær tengdó skila sér aftur heim til Íslands. Svo á aðfangadagskvöld verðum við bara 4 heima því að stóru strákarnir mínir verða hjá pabba þeirra um jólin. Ég verð alveg að viðurkenna að mig langar svakalega mikið til að hafa öll börnin mín hjá mér um jólin en þar sem að þau eru ekki eingetin þá er það frekar eigingjarnt af mér ef að þeir fengu ekki líka að vera hjá pabba sínum á jólum.
Kristján og Sigtryggur er mjög spenntir að fara til pabba síns. Þeir tala mikið um að þeir fái sko að skreyta jólatréð Á morgun fara þeir til pabba síns og um leið kemur Sigurjón Stefán til okkar
Þegar ég var ca. 10 ára gömul gerði ég svolítið sem ég er voðalega lítið stolt af ....... Ég kíkti í einn jólapakkann minn Þetta er í eina skiptið á æfinni sem ég hef gert þetta og ég skammast mín ennþá fyrir það
Á þessum tíma voru allir jólapakkar sem bárust heim geymdir í svefnherberginu hjá pabba og mömmu og nánast allan desembermánuð var þetta herbergi á bannlista fyrir okkur systkinin. Einhverntíman þegar pabbi og mamma voru ekki heima notaði ég tækifærið og lét undan forvitninni og fór inn á bannsvæðið. Ég man ennþá í hvaða skáp pakkinn var sem ég kíkti í. Ég man líka hvað var í pakkanum og frá hverjum hann var. Þetta var Adidas sundpoki sem búið var að merkja handa mér sem að Elín og Grímur, frændsystkini mín gáfu mér. Alveg svakalega fínn poki en í hvert sipti sem að ég notaði hann minntist ég þess hvað ég gerði og skammaðist mín alveg ofan í tær !
Þess má geta að glæpurinn komst ekki upp og fyrir ekki svo löngu síðan játaði ég brotið fyrir mömmu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6 dagar til jóla
18.12.2007 | 01:40
Mikið svakalega eru jólin stutt undan. Bara 6 dagar þangað til.
Það sem helst hefur truflað jólaundirbúninginn eru prófin og þá ekki síst biðin eftir niðurstöðum prófanna. Núna er sú stund loksins runnin upp að allar einkunnir eru "komnar í hús" Eins og áður sagði þá fékk ég 8,0 í sálfræði, 7,0 í náttúrufræði og 8,0 í heilbrigðisfræði Mikið svakalega er ég stolt af sjálfri mér Þúsund þakkir til ykkar sem hafið hvatt mig áfram og hrósað mér hérna í commentakerfinu. Nú er bara að halda ótrauð áfram eftir áramót
Hann er nú meira krúttið, elsti sonur minn, hann Kristján Atli. Um síðustu helgi var hann hjá pabba sínum og ömmu. Amma hans er búin að eiga svolítið erfitt undanfarið þar sem að hún datt og brákaðist á hrygg og fékk samfall á hryggjarliðum. Á laugardagsmorguninn sagði Kristján við ömmu sína að hann vildi glaður gefa allar jólagjafirnar sínar fyrir það að ömmu myndi batna í bakinu og höfðinu ...... svo fór hann að skæla þetta stóra en samt litla grey því hann fann svo til með ömmu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Prófin BÚIN og tími til að blogga
14.12.2007 | 02:28
Mikið svakalega er ég fegin að prófin eru loksins búin. Þetta er búið að vera ansi strembið að láta allt ganga upp ........ en auðvitað gekk allt upp
Ég tók heilbrigðisfræðiprófið í gær og gekk alveg ágætlega að ég held og í dag fór ég í náttúrufræðiprófið og gekk sæmilega.... Held samt að ég sé búin að ná en hversu mikið fyrir ofan 5 ég er veit ég hreinlega ekki Það kemur allt í ljós núna um helgina en kennarinn sendi meil í dag og þar sagði hún að hún mundi skila einkunn um helgina. Ég hef ekki hugmynd hvenær er von á einkuninni fyrir heilbrigðisfræðina .....
Síðastliðna nótt gat ég eiginlega ekkert sofið. Bölvaður veðurhamurinn stóð beint upp á gluggann hjá okkur svo það hvein og söng í öllu. Mér stóð eiginlega ekki á sama, hávaðinn var þvílíkur ! Ég var komin á fremsta hlunn með að fara með Kristján og Höllu fram í stofu og sofa þar því að mér fannst eins og að gluggarnir væru á leiðinni inn hjá okkur. En áður en til þess kom róaðist veðrið og ég náði loksins að sofna. Svefninn varð ekki langur þar sem að ég dreif mig á fætur þegar liðið mitt var farið í skóla, leikskóla og vinnu.
Hjá ormunum mínum snýst allt um blessaðan jólasveininn þessa dagana. Núna eru þeir 2 bræðurnir komnir til byggða og sá þriðji kemur víst í nótt. Sá sem kemur til byggða í nótt er hann Stúfur karlinn Það er ýmislegt sem að krakkakrílin leggja á sig til að tryggja það að fá smávegis í skóinn hjá þeim bræðrum. Hann Sigurjón Stefán er þar engin undantekning. Á þriðjudaginn þegar hann kom heim úr skólanum og átti að læra heima var hann alls ekki til í það og bara "nennti því ekki !" Pabbi hans áminnti hann að nú væri sko von á jólasveininum þannig að hann yrði nú að vera góður og læra heima. Það var eins og við manninn mælt, heimavinnan var drifin af. Og til að vera alveg viss þá galaði Sigurjón Stefán til pabba síns og ömmu klukkan 19:15 "Góða nótt" og um klukkan hálf átta var minn maður sofnaður .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enginn tími til að blogga ......
11.12.2007 | 23:43
Brjálað að gera við próflestur og smá jólaundirbúning ........
Ég er búin að fá lokaeinkunn fyrir sálfræðina 8,0
Blogga sennilega næst þegar hin 2 prófin eru búin ............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)