Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Kominn tími á smá blogg
31.7.2008 | 23:26
Í síðustu færslu var "alveg að bresta á með sumarfríi" en núna er staðan þannig að sumarfríið er að verða búið. Bara 4 dagar eftir þangað til að ég fer að vinna á ný
Þessi tími er búinn að vera alveg frábær. Danmerkurferðin gekk alveg ljómandi vel. Þar fórum við í heimsóknir til frændfólks og vina nú og svo voru þræddir dýragarðar og LEGO land heimsótt tvisvar sinnum Síðast en ekki síst fórum við Óli í brúðkaup þeirra Olgu systir hans Óla og Gísla mannsins hennar Myndavélin var auðvitað með í för í Danaveldi og þegar heim kom var ég búin að taka ca 1.400 myndir Ég er ennþá að vinna úr þessum myndum og læt vita hérna um leið og þær eru komnar í albúm. En eitt það besta við vel heppnaðar ferðir er að koma heim aftur og við komum heim þann 19. júlí. Reyndar tæknilega séð var kominn 20. júlí þegar við komum heim því að við lentum í Keflavík rétt fyrir miðnætti og vorum ekki komin heim fyrr en um klukkan 2 um nóttina !
Við stoppuðum nokkra daga heima hjá okku, bara svona passlega til að þvo ca 8 þvottavélar ! og drifum okkur svo norður í útilegu með pabba og mömmu. Við áttum alveg yndislega daga í sól og sælu í túninu við æskuheimili mömmu minnar, Núp
Framundan um verslunarmannahelgina er svo Grís 2008 En það er einkaútihátíð með einkar heimilislegu ívafi haldin austur í Grímsnesi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alveg að bresta á með sumarfríi !
2.7.2008 | 03:30
Í þessum skrifuðu orðum eru bara 5 1/2 tími eftir af síðustu vaktinni minni fyrir sumarfrí Nú og svo eru bara 2 sólarhringar þangað til að við leggjum í'ann til Danmerkur Tóm gleði og engin vinna fyrr en eftir verslunarmannahelgi Spennan fyrir Danmerkurferðinni stigmagnast og meira segja er Halla litla farin að segja: "Gammökku" (ísl. þýð. = Danmörku) þegar hún er spurð að því hvert hún sé að fara með stóru flugvélinni á föstudaginn
Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir og afslappaðir hjá mér. Sigtryggur er ennþá í sumarbúðunum í Reykjadal og Kristján og Sigurjón báðir hjá pabba þeirra.
Um síðustu helgi fórum við Óli ásamt stelpukrílinu henni Höllu Kötu austur í Ormsstaði. Þar bauðst okkur "sumarbústaður" yfir helgina. Við höfðum það svaka fínt þar og Óli notaði laugardaginn í að skreppa í smá hjólaferð með Nonna.
Á mánudaginn var svo tvöfalt afmæli heima hjá mér, Óli minn varð 37 ára og við áttum eins árs brúðkaupsafmæli Við héldum upp á daginn með því að fara saman út að borða í hádeginu á TGI Friays og grilla svo nautalund í kvöldmatinn Það var auðvitað rauðvín með nautinu en samt mjöööööög lítið handa mér því að eftir matinn lagði ég mig og fór svo í vinnuna um nóttina ........ Svolítið fúlt en við bætum það bara upp á miðvikudagskvöldið Og þá er ég vitanlega að tala um að klára rauðvínsflöskuna
Orðaforðinn hjá stelpukrílinu mínu er sífellt að aukast og getur það verið mjög fyndið að heyra það sem hún hefur að segja. Eitt af því nýjasta hjá henni er að hneykslast og segja "ó mæ dod !" Svo þegar við erum að hvetja hana til að t.d. klára matinn sinn lítur hún á mann og segir ákveðin: "Nei mamma, tetta alveg nó"
Að lokum er svo myndbandstubbur sem að ég tók af henni í dag við að telja peninga sem hún var að fara að setja í baukinn sinn. Þess má geta að það er hann Sigurjón Stefán, stóri bróðir með meiru, sem á heiðurinn af því að kenna systur sinni að telja
Smá viðbót ...... Það eru nýjar myndir í albúminu hérna á bloggsíðunni ......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)