Kominn tími á smá blogg

Í síðustu færslu var "alveg að bresta á með sumarfríi" en núna er staðan þannig að sumarfríið er að verða búið.  Bara 4 dagar eftir þangað til að ég fer að vinna á ný Smile

Þessi tími er búinn að vera alveg frábær.  Danmerkurferðin gekk alveg ljómandi vel.  Þar fórum við í heimsóknir til frændfólks og vina nú og svo voru þræddir dýragarðar og LEGO land heimsótt tvisvar sinnum Tounge  Síðast en ekki síst fórum við Óli í brúðkaup þeirra Olgu systir hans Óla og Gísla mannsins hennar Smile  Myndavélin var auðvitað með í för í Danaveldi og þegar heim kom var ég búin að taka ca 1.400 myndir Cool  Ég er ennþá að vinna úr þessum myndum og læt vita hérna um leið og þær eru komnar í albúm.  En eitt það besta við vel heppnaðar ferðir er að koma heim aftur og við komum heim þann 19. júlí.  Reyndar tæknilega séð var kominn 20. júlí þegar við komum heim því að við lentum í Keflavík rétt fyrir miðnætti og vorum ekki komin heim fyrr en um klukkan 2 um nóttina !
Við stoppuðum nokkra daga heima hjá okku, bara svona passlega til að þvo ca 8 þvottavélar ! og drifum okkur svo norður í útilegu með pabba og mömmu.  Við áttum alveg yndislega daga í sól og sælu í túninu við æskuheimili mömmu minnar, Núp Smile  

Framundan um verslunarmannahelgina er svo Grís 2008 Smile   En það er einkaútihátíð með einkar heimilislegu ívafi haldin austur í Grímsnesi Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að gefa okkur smá bút af fríinu

Sigrún (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2008 kl. 12:54

3 identicon

   Hittumst á Grís 2008

kv

Nafna og co

Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:40

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt sumarfrí hjá ykkur. Alltaf gott að byrja að vinna aftur. Hlakka til að sjá myndir. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.8.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband