Alveg að bresta á með sumarfríi !

Í þessum skrifuðu orðum eru bara 5 1/2 tími eftir af síðustu vaktinni minni fyrir sumarfrí Smile  Nú og svo eru bara 2 sólarhringar þangað til að við leggjum í'ann til Danmerkur Grin  Tóm gleði og engin vinna fyrr en eftir verslunarmannahelgi Grin  Spennan fyrir Danmerkurferðinni stigmagnast og meira segja er Halla litla farin að segja: "Gammökku" (ísl. þýð. = Danmörku) þegar hún er spurð að því hvert hún sé að fara með stóru flugvélinni á föstudaginn Tounge

Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir og afslappaðir hjá mér.  Sigtryggur er ennþá í sumarbúðunum í Reykjadal og Kristján og Sigurjón báðir hjá pabba þeirra. 
Um síðustu helgi fórum við Óli ásamt stelpukrílinu henni Höllu Kötu austur í Ormsstaði.  Þar bauðst okkur "sumarbústaður" yfir helgina.   Við höfðum það svaka fínt þar og Óli notaði laugardaginn í að skreppa í smá hjólaferð með Nonna. 

Á mánudaginn var svo tvöfalt afmæli heima hjá mér, Óli minn varð 37 ára og við áttum eins árs brúðkaupsafmæli Smile  Við héldum upp á daginn með því að fara saman út að borða í hádeginu á TGI Friays og grilla svo nautalund í kvöldmatinn Happy  Það var auðvitað rauðvín með nautinu en samt mjöööööög lítið handa mér því að eftir matinn lagði ég mig og fór svo í vinnuna um nóttina ........ Svolítið fúlt en við bætum það bara upp á miðvikudagskvöldið Grin  Og þá er ég vitanlega að tala um að klára rauðvínsflöskuna Wink 

Orðaforðinn hjá stelpukrílinu mínu er sífellt að aukast og getur það verið mjög fyndið að heyra það sem hún hefur að segja.  Eitt af því nýjasta hjá henni er að hneykslast og segja "ó mæ dod !"  Grin  Svo þegar við erum að hvetja hana til að t.d. klára matinn sinn lítur hún á mann og segir ákveðin: "Nei mamma, tetta alveg nó" Smile

Að lokum er svo myndbandstubbur sem að ég tók af henni í dag við að telja peninga sem hún var að fara að setja í baukinn sinn.  Þess má geta að það er hann Sigurjón Stefán, stóri bróðir með meiru, sem á heiðurinn af því að kenna systur sinni að telja Grin

Smá viðbót ...... Það eru nýjar myndir í albúminu hérna á bloggsíðunni ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Sko þá stuttu, ömmu er líka farið að hlakka til, verðum komin til ykkar um kvöldmat á morgun, kannski fyrr......

., 2.7.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með brúðkaupsafmælið.

Dúlla þessi litla

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég óska þér og þínum góða ferð í Danaveldið!

Og innilega til hamingju með giftingarárin!

Lengi lifi rómantíkin!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: www.zordis.com

Til lukku með Óla og brúðkaupsafmælið .... Ástin er dæmalaust yndisleg

Svo er miðvikudagskvöld og ég segi bara skál til ykkar!

www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Góða ferð kæra fjölskylda til Danmerkur.

Þið verðið endilega í sambandi ef þið eruð að keyra framhjá Horsens.  Símanúmerið mitt er 2789 2521

Kolbrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Góða ferð út og skemmtið ykkur vel. Algjör snúlla hún Halla litla. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.7.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband