Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Yngsti prinsinn 8 ára í dag !
30.3.2008 | 19:06
Í dag er yngsti guttinn minn hann Sigurjón Stefán 8 ára ! Ótrúlega sem tíminn er fljótur að líða. Mér finnst hann alveg nýfæddur ....... En nákvæmlega klukkan 9:26 í morgun varð prinsinn 8 ára. Það var svolítið skondið sem gerðist í morgun. Ég hélt á símanum mínum og var að fylgjast með klukkunni og var eitthvað að hugsa að það væri nú gaman að sjá töluna 9:26. Ég starði á 9:25 og um leið og 9:26 birtist kom sms í símann þar sem stóð: Til hamingju með drenginn ! Þetta var mjög svo skemmtileg tilviljun að fá þessa sendingu frá litlu systir. En Árný mín, takk kærlega fyrir kveðjuna.
Klukkan 3 var svo afmæliskaffi heima hjá þeim feðgum.
Afæmælisbarnið Sigurjón Stefán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Páskarnir búnir og búið að ferma frumburðinn .......
27.3.2008 | 05:58
...... sem þýðir að ég stend við gefið loforð um að blogga ofurlítið
Ég kom s.s. heim frá London 17. mars s.l. 5 daga alveg ágætis ferð sem var þó engin hvíld Þegar heim kom tók við undirbúningur fyrir fermingu unglingsins. Þann 19. mars barst mér ómetanleg hjálp við undirbúninginn þegar hún mamma mín birtist Það er sko ekki amalegt að fá mömmu með sér í svona undirbúning, enda er hún mikill reynslubolti þegar kemur að fermingarundirbúningi. Við erum jú 5 systkinin og ekki svo ýkja langt síðan að við fermdumst
Elsku mamma 1000 þakkir fyrir alla hjálpina !
Undirbúningurinn endaði þó með hálfgerðri skelfingu því að á sunnudagskvöld byrjaði ég að fá í magann og stuttu seinna fékk mamma í magann líka sem endaði með því að ég eyddi aðfaranótt mánudagsins sitjandi á Gustavsberg með fötu í fanginu ....... Þegar líða tók á morguninn eftir algjörlega svefnlausa nótt var mér ekkert farið að lítast á að fara í kirkjuna í þessu ástandi sem að ég var en með góðra vina hjálp var mér reddað ógleðistillandi lyfi og ....stillandi lyfi sem að virkuðu sem betur fer ágætlega og ég komst í kirkjuna án þess að þurfa að vera með up & go og fötu í fanginu .........
Fermingin sjálf tókst alveg með ágætum og drengurinn stóð sig alveg með prýði, "mundi versið sitt alveg og allt" En myndir segja meira en mörg orð .....
Smellið á myndirnar til að sjá miklu fleiri ........
Kærar þakkir til allra þeirra sem sendu drengnum kveðjur og / eða gjafir í tilefni dagsins og einnig þeim sem sent hafa okkur foreldrunum hamingjuóskir og góðar kveðjur.
Að kvöldi fermingardagsins fengum við þær sorgarfréttir að lítil hetja, Huginn Heiðar, lést um nóttina eftir mikil og erfið veikindi allt sitt stutta líf. Guð veri með fjölskyldunni hans á þessum erfiðu tímum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gleðilega páska .....
23.3.2008 | 13:59
Hjá mér er búið að vera mikið að gera frá því að ég kom heim frá London. Allt á kafi í fermingarundirbúning. Stóri dagurinn er á morgun, en þá fermist frumburðurinn minn
Ég blogga meira þegar herlegheitin eru yfirstaðin ....... Þangað til:
Gleðilega páska kæru bloggvinir !
Smellið á myndina til að sjá meira af myndum .........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Meira heilsuleysi og alveg að bresta á með LONDON
11.3.2008 | 00:58
Well í fréttum er þetta helst:
Það eru innan við 2 sólarhringar þar til að ég fer til LONDON ! Ó já það er alveg að bresta á ! Ég reyndar var farin að halda það í gærkvöldi og morgun að ég bara kæmist ekki til London. Þannig var að við hjónakornin brugðum okkur í sumarbústað (ja, reyndar skátaskála) með vinahópnum okkar um helgina. Hópurinn er stór þannig að það dugði ekkert minna en skátaskálinn við Úlfljótsvatn. Aðfaranótt sunnudagsins fór mesti glansinn og skemmtunin af þessari ferð því að dóttir mín tók upp á því að fara að gubba um miðja nótt og verða lasin. Þannig að við spændum heim frekar snemma á sunnudaginn. En þá um morguninn var ég farin að finna fyrir slappleika sem ég til að byrja með kenndi dóttur minni um, sökum svefnleysis. En hún hefur sennilega átt minnstan þáttinn í að ég var orðin slöpp því að eftir því sem á sunnudaginn leið var ég alltaf druslulegri og druslulegri og endaði með því að hríðskjálfa og svitna eins og andskotinn á víxl alla s.l. nótt og fram að hádegi í dag. Síðast liðna nótt var ég skíthrædd um að ég yrði hreinlega að hætta við að fara til London. Ja, ég var reyndar ekki viss um að lifa þessa helvítis pest af, beinverkirnir voru slíkir. En allt er þetta á betri leið núna og heilsan mikið að skána.
Þrátt fyrir slappleika og pest í okkur mæðgunum skellti ég þeirri litlu aðeins í bað í gærkvöldi. Þegar hún kom upp úr baðinu greiddi ég niður úr flókanum í hnakkanum á henni. Þegar ég greiði henni er hún oft með bursta líka og hjálpar til. Þegar flókinn var farinn skiptum við um bursta og ég tók mjúka barnaburstann sem að hún var með og fór að greiða yfir allt hárið á henni. Ég greiddi smá stund allt hárið á henni og spurði hana: Er þetta gott ?
Amm (ísl. þýð. Já) svarðaði hún að bragði. Ég hélt áfram að strjúka yfir kollinn á henni með burstanum og allt í einu fór hún að halla út á vinstri hlið. Þetta var ástæðan
Hún var sofnuð !
Í dag var hún orðin mjög pirruð við að brasa eitthvað við dúkkukerruna sína og dúkkuna. Pabbi hennar setti hana í kerruna, snéri sér að mér í smá stund að tala við mig og þegar hann leit í kerruna aftur var staðan svona:
Húna var sofnuð !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ég er ekki BÚÐINGUR !
7.3.2008 | 03:48
Unglingurinn minn getur verið alveg milljón í einlægninni sinni. Í dag fór ég með hann til tannréttingasérfræðingsins. Þegar að við komum á staðinn spurði ég hann hvort hann ætlaði að taka lyftuna með mér eða ganga upp stigann. Lyftur eru nefnilega ekki hans uppáhald og opnir stigar reyndar ekki heldur. Þar sem við vorum stödd í Valhöll var valið einmitt þetta, lyftan eða opinn stigi (s.s. sést vel niður næstu hæðir við hlið stigans).
Ég vil frekar labba upp stigann svaraði stráksi og gerði sig líklegan til að ganga af stað.
Æi, komdu nú með gamalli mömmu þinni í lyftunni svo hún þurfi nú ekki að fara ein sagði ég við hann svona meira í gríni til að prófa hvort ég gæti sannfært hann um að koma með mér í lyftunni.
Þú ert ekkert gömul mamma ! Húðin þín er ekki einu sinni orðin lin ! svaraði unglingurinn minn frekar hneikslaður.
Hvað meinaru með því karlinn minn ? spurði ég og átti verulega bágt með að fara ekki að flissa.
Sko, gamalt fólk er með húð sem er eins og búðingur og þú ert ekki svoleiðis. Og með þeim orðum lagði hann af stað upp stigann.
Ég hinkraði smá stund niðri, reyndi að bæla niður flissið og fylgdist með honum leggja af stað upp stigann. Þá heyrði ég hann tauta fyrir munni sér: Ekki horfa niður, EKKI horfa niður, ALLS EKKI horfa niður !
Tíminn hjá tannsa, ja eða tönnsu, gekk bara mjög vel. Þetta var samt frekar óhefðbundinn tannlæknatími þar sem að hann fór í að tannsa útskýrði fyrir okkur foreldrunum tannréttingaáætlun fyrir unglinginn. Þarna var margt sem að maður vissi svo sem eftir að hafa sjálf verið í tannréttingum hér á árum áður en svo var annað sem að maður vissi ekki. T.d. eins og að unglingurinn minn er með verulega gallaðan munn hvað tanntöku varðar. Hann vantar s.s. 7 tennur fyrir utan það að vanta alla endajaxla. Þegar ég segi vanta þá er ég að meina ekki að þær eigi eftir að koma niður heldur vantar þær alveg ! Vegna þessarar tannvöntunar er hann ennþá með slatta af barnatönnum sem að þarf að draga í burtu. Þær hafa ekkert losnað hjá honum því að það eru engar tennur sem ryðja þeim í burtu. Ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, stendur einhversstaðar því að þessi tannvöntun telst víst hjá Tryggingastofnum sem veruleg tannvöntun sem verður svo til þess að við ætttum að fá hæstu fáanlegu endurgreiðslu á meðferðinni........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kakan er búin !
4.3.2008 | 22:51
Nú er kakan góða búin ! Ég snerti ekki áenni fyrr en karlinn minn kom heim í gærkvöldi, svo þegar unglingurinn kom heim úr skólanum í dag fengum við okkur obbolítinn bita (bara svona til að fá tilbreytingu við ísinn .....) nú og svo komu gestir til okkar í kvöld og þá kláraðist kakan góða ! Gott að eiga góða vini sem að vilja hjálpa manni að borða svona kökur .......
Í morgun fór ég í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólann sem að litla stelpuskottið mitt dvelur á alla virka daga. Þar kom svo sem ekkert nýtt sem ég ekki vissi fyrir. Stelpunni gengur vel á leikskólanum og er á fullri ferði í þroskanum. Deildarstjórinn á deildinni sagði að það vekti almenna eftirtekt hjá þeim hvað dóttir mín er dugleg við að laga til eftir sig og AÐRA ! Hún er í því í tíma og ótíma að tína upp hluti og setja á sinn stað ...... Bara krútt !
Fyrir þá sem vilja þá er uppskriftin af kökunni hér:
Frönsk súkkulaðikaka
4 egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr súkkulaði
1 dl hveiti
Hitið ofninn í 170°c.Þeytið egg og sykur vel saman þar til það verður létt. Bræðið smjörið og súkkulaðið og kælið aðeins og hellið síðan varlega saman við eggjablönduna. Hveitið sigtað út í og hrært vel saman við. Bakað í 25 - 35 mínútur.
Krem:
70 gr smjör
150 gr súkkulaði
2 msk sýróp
Bræðið saman smjör og súkkulaði og bætið sýrópinu saman við.
Þessi uppskrift passar í 24 cm hringform
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Frönsk súkkulaðikaka .......
3.3.2008 | 20:50
...... sem enginn hefur tíma til að borða með mér .......
Smá æfing fyrir fermingarveislu
Ohhhhh ég verð að borða hana ein !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita ?
2.3.2008 | 22:49
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita.
Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti. Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða. Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við. Þetta gefur okkur tvo möguleika: 1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis. 2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið. Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ofát og aumur afturendi .......
1.3.2008 | 22:48
Nú tókst mér að éta á mig gat ! Pabba og mömmu var boðið í kvöldmat og í matinn var lambalæri, kartöflugratín með sveppasósu og ýmsu fleiru. Ó mæ god hvað mér tókst að borða allt of mikið. Ekki nóg með það heldur var ís í eftirmatinn .......
Það gerðirst svolítið skrítið við kvöldmatarborðið. Hann Sigtryggur minn stóð upp frá borðinu og tilkynnti að maginn hans væri fullur. Ég leit á diskinn hans og sá að hann var að leifa um það bil helming þess sem honum var skammtað á diskinn. Þetta þótti mér frekar skrítið þar sem að ég veit að honum finnst lambalæri alls ekki vont. Ég benti honum á að hann yrði nú að klára matinn ef hann ætlaði að fá ís í eftirmatinn. Nei, maginn minn er fullur sagði hann og fór fram. Skömmu seinna heyrði ég torkennileg hljóð frá drengnum en þá var hann farinn að kúgast frammi í forstofu. Ég leiddi hann inn á bað og þar ældi hann eins og múkki í klósettið. Þegar elsku karlinn var búin að tæma sig gjörsamlega labbaði hann aftur fram í stofu og hélt áfram að borða eins og ekkert hefði í skorist .... Þegar við inntum hann eftir því hvort honum væri ekkert illt í maganum var svarið: Búa til meira pláss og svo hélt minn maður áfram og kláraði matinn sinn. Já og svo fékk hann sér vel af ísnum sem var í eftirmat ........
Kvöldmaturinn var sko ekki eina sukkið mitt í dag því að í kaffinu skellti ég í pönnsur. Óli þurfti að skreppa smá út og vinna og þegar hann kom heim biðu hans nýbakaðar pönnsur og kaffi. Ég tók eina mynd af pönnukökustaflanum á símann minn og sendi þeim feðgum, Sigurjóni mínum og Sævari og innan skamms kom svar: AUÐVITAÐ, komum eftir 15 mín
Ég er búin að hafa það frekar skítt undanfarna daga. Þannig var að á fimmtudagskvöldið var ég í sakleysi mínu að fara út í bílskúr til að taka upp í matinn þegar ég steig í efsta þrepið í stiganum hér fyrir utan datt ég og fleytti kerlingar á mjöðminni niður ca 7 þrep ...... Þetta var ógeðslega vont og hægri hlutinn af afturendanum á mér er búinn að vera mjög svo aumur síðan. Ég átti að fara á næturvakt á fimmtudagskvöldið en eins og gefur að skilja þá komst ég ekki þangað eftir að ég flaug niður stigann. Ég átti að fara á 4 næturvaktir í röð en hef ekkert getað mætt.
Símamynd af pönnsum:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)