Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Bakkastaðastrengjasveitin !
11.1.2008 | 03:49
Ég hefði betur sleppt því að segja við hana Indu á þriðjudaginn að ég fengi yfirleitt ekki mikla strengi ! Því að eftir tímann hjá Nonna í morgun er ég gjörsamlega undirlögð af strengjum.
Þar sem að ég var að vinna í nótt þá fannst mér eiginlega ekki taka því að keyra heim í morgun eftir vaktina og þurfa svo að mæta niður í Laugar klukkan 10. Til að ná meiri svefni fyrir tímann þá keyrði ég niður á bílastæði við Laugar læsti mig inni í bílnum og lagði mig þar Það hefur sennilega verið frekar fyndið að sjá mig þarna liggjandi í bílstjórasætinu með hettuna á úlpunni á hausnum og flísteppi vandlega breytt yfir mig upp að höku ! Hefði ég farið heim hefði ég kannski náð 1/2 tíma svefni en þarna náði ég sko rúmlega 1 1/2 klukkutíma
Á morgun er svo upphitun fyrir afmælið hans Kristjáns Atla sem er á laugardaginn. Hann ætlar nefnilega að bjóða öllum strákunum í sérdeildinni og kennurunum heim í pizzu og ís Það er von á öllu liðinu heim til okkar uppúr klukkan 11 í fyrramálið þannig að það verður eitthvað lítið um svefn hjá mér á morgun. Það gerir svo sem minna til þar sem að ég er í fríi næstu 2 nætur.
í dag (tæknilega séð samt í gær) 10. janúar á / átti stórfrænka mín hún Magnea Dís 9 ára afmæli ! já og sama dag hefði Grímur afi minn heitinn (og langafi Magneu) orðið 96 ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Byrjuð í ræktinni !
10.1.2008 | 05:29
Það hlaut að koma að því að ég drullaðist af stað í ræktinni ..... og byrjaði meira að segja hjá einkaþjálfara ! Fór í fyrsta skipti á þriðjudaginn og fer aftur núna á eftir ....... og verð svo næsta mánuðinn 2svar í viku. En 2svar í viku dugar auðvitað engan veginn þannig að á milli þess sem að ég mæti hjá þjálfaranum fer ég í brennslu .......
Er allt of syfjuð til að blogga .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Litið um öxl og ýmislegt fleira
2.1.2008 | 23:17
Þegar ég lít um öxl yfir nýliðið ár er ansi margt sem kemur upp í hugann. Það langstærsta á nýliðnu ári er auðvitað 30. júní s.l. þegar ég og Óli gengum í heilagt hjónaband, alveg yndislegur dagur !
- Unglingurinn minn varð 13 ára þann 12. janúar
- Ljóta tönnin mín hvarf úr brosinu í febrúar
- Minnsti gaurinn minn varð 7 ára 30. mars og hann Grímur afi minn lést þann 31. mars, blessuð sé minnig hans
- Litla kraftaverkið mitt varð 1 árs þann 25. apríl
- Maí-mánuður var tíðindalítill svona að mestu ....
- STÓRI dagurinn var eins og fyrr var getið 30. júní ! Halla Katrín stóð upp í fyrsta skipti um mánaðarmótin maí - júní
- Júlí byrjaði á landsmóti og svo fórum við í ferðalag um landið með öll börnin og miðjumaðurinn minn varð 11 ára þann 18. júlí
- Gunna vinkona mín og fyrrverandi tengdamóðir varð 60 ára, amma Sella hefði orðið 85 ára og ég byrjaði í skóla AFTUR í ágústmánuði !
- Skólinn komst á skrið hjá mér og svo fórum við norður í stóðréttir. Réttirnar voru sko fínar en það langskemmtilegasta var að sjá mömmu mína komast að því að einn af smalamönnum var Kristján frændi (bróðir mömmu) sem var að henni best vitandi staddur heima hjá sér úti í Namibíu !
- Í október: Fékk nýjan bíl og fór til Boston (en samt ekki á bílnum .....)
- Ég varð 30 + 4 þann 10. nóvember
- Jólin !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)