Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Mikið á ég gott ....

... að eiga 4 yndisleg börn
... að eiga  frábæran eiginmann sem elskar mig
... að vera heilsuhraust
... að eiga heimili

Svona gæti ég lengi haldið áfram að telja því ég tel mig vera mjög lánsama manneskju.  Ég hef mikið verið að hugsa um það hvað ég er lánsöm undanfarna daga því ég hef bæði verið að lesa um fólk og frétt af fólki sem á virkilega erfitt og er mjög veikt.   Vissulega á maður misgóða daga og þarf að takast á við ýmislegt í lífinu en þegar að maður les blogg eins og hjá þessari konu http://www.blog.central.is/gislina og líka þessari http://thordistinna.blog.is þá finnst manni margt af því sem maður er að kvarta yfir ansi léttvægt.  Svo hef ég líka lesið blogg hjá konu sem mér finnst ótrúlega sterk þrátt fyrir mikla raun sem hún er að ganga í gegnum (http://hross.blog.is

Leikskólaaðlögun Höllu Katrín gengur alveg eins og í góðri lygasögu Smile  Í morgun setti ég hana á gólfið meðan að ég hengdi upp fötin hennar í leikskólanum og mín bara tók straujið að hurðinni inn á deildina sína Wink  Þegar að ég sótti hana í dag sagði sú sem var með hana að það væri eins og hún hefði alltaf verið í leikskóla.  


Á leið í leikskólann í morgun.

 


Fyrsti leikskóladagurinn !

CartoonslideÓtrúlega stór dagur !  Litla sponsið mitt hún Halla Katrín Weywadt er byrjuð í leikskólanum sínum Smile  Leikskólinn heitir Bakki og deildin hennar heitir Lundeyjarstofa.   Við mættum klukkan 10 í gærmorgunn og stoppuðum í rúman klukkutíma.  Svona við fyrstu sýn er þetta alveg ágætis leikskóli.  En í raun mjög sérstakur held ég því þetta er einn af fáum ef ekki eini leikskólinn í Reykjavík sem er fullmannaður og búinn að vera það frá upphafi Smile 
Starfsfólkið virkar mjög vel á mig og auðvitað Höllu líka Grin  Allavega var Halla ekki lengi í fanginu á mér þegar við mættum í gær.  Hún renndi sér bara niður á gólf og fór að leika sér eins og hún hefði bara alltaf verið þarna !  Ég hugsa að hún hefði örugglega leyft mér að skreppa fram frá sér hefði ég farið fram á það.  Ég ætla hins vegar að prófa í dag að fá að skilja hana eftir í smá stund og fara þá bara fram á kaffistofu, bara svona til að prófa hvernig hún bregst við að vera skilin eftir þarna. 
Á Lundey (í daglegu tali er deildin kölluð Lundey) er önnur stelpa sem var að koma frá sömu dagmömmu og Halla Katrín.  Sú stelpa skipti mánuði fyrr en Halla.  Ég held að það sé bara betra fyrir Höllu að sjá þarna eitt andlit sem hún þekkir vel.  Í dag eigum við að mæta klukkan hálf tíu en þá nær Halla að vera með í ávaxtatíma sem er fastur liður á hverjum degi klukkan 9:30 Smile
Í gær spurði auðvitað að ýmsu og m.a. hvort það væri spiluð mikið af tónlist fyrir börnin.  Leikskólakennarinn sagði svo vera en það væru samt eiginlega aldrei spiluð "típísk barnalög" fyrir þau.  Þau sæju sjálf um að syngja þau en hins vegar væri spilað mikið af allskonar "fullorðins" tónlist fyrir þau.  T.d. væri róandi tónlist m/Friðriki Karlssyni spiluð í hvíldinni og svo væri mjög fjölbreytt tónlist í boði á öðrum tímum.  Hún sagði að "kallinn" væri samt vinsælastur og útskýrði svo að umræddur tónlistarmaður væri Andra Bocelli.  Þau kæmu oft og bæðu um að þær spiluðu "kallinn" Grin  Æi þessi blessuðu börn eru alveg yndisleg Tounge

Í gær kom Kristján Atli heim úr Hólabergi.  Það fyrsta sem hann tók eftir þegar hann kom heim var Tranformers PS2 leikurinn sem amma Gunna kom með handa honum frá Spáni.  Hann varð eðlilega mjög spenntur fyrir því að prófa leikinn strax en ég var að hans mati frekar leiðinleg og sagði að fyrst yrði hann að læra heima Woundering  Honum fannst ég frekar leiðinleg en hlýddi samt og dreif sig í að læra.  Þess má geta að ég hef sjaldan séð hann jafn fljótan að ljúka heimavinnunni Wink  Í dag fer svo Sigtryggur í Hólaberg og verður þar í 2 daga.


Helgin á enda runnin .... eða svona næstum því

autumnEftir að hafa tekið aukakvöldvaktir  miðvikudags- fimmtudags- og föstudagskvöld var gott að komast í frí með karlinum og krökkunum um helgina.  Reyndar voru krakkarnir ekki allir heima því Kristján Atli er í Hólabergi þessa helgina og kemur heim á mánudaginn eftir að skóla lýkur.  Eftir aukavaktina á föstudagskvöldið kom ég við í Laufrimanum og þá var Sigurjón minn ennþá vakandi og vildi auðvitað koma heim með mér.  Ég lofaði honum að ég kæmi morguninn eftir að sækja hann sem og ég gerði.  Ég var mætt heim til hans fyrir klukkan 10 að sækja hann Smile  Sigtryggur  Einar kom með mér að sækja bróður sinn því hann ætlaði líka að þakka ömmu Gunnu fyrir dótið sem að hún sendi mig með heim á föstudagskvöldið.  Gunna var nefnilega að koma heim frá Spáni og hún sendi mig heim með pakka handa okkur öllum Smile  Ekkert smá sætt af henni !  Ef þú lest þetta Gunna, ástarþakkir fyrir okkur Grin

Á morgun rennur upp stóri dagurinn hjá Höllu Katrínu ...... Fyrsta skipti á leikskóla Smile  Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða !  Mér finnst ekki vera komnir rúmlega 16 mánuðir síðan að Halla fæddist EN það eru samt 16 mánuðir og 7 dagar síðan að hún fæddist og hún er að fara að byrja á leikskóla Smile

Helgin er búin að vera alveg ágæt.  Við fórum í hádegismat til tengdó á laugardaginn og þar sem Sigurjón var með þá eldaði tengdamamma mjólkurgraut því að Sigurjóni þykir hann svo svakalega góður Tounge  Eftir hádegið fórum við svo suður í Keflavík (eða á maður kannski að segja Reykjanesbæ ?) í heimsókn til Jökuls og co.  Við gerðumst hörkutól og fórum með krakkahópinn út að labba í rigningunni og rokinu !  og fórum á smá "ljósanæturrölt" og í tívolí og svoleiðis Smile  Mjög gaman en alveg skítkalt og skelfilega blautt Shocking


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband