Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Þvílík og önnur eins hörmung !
21.1.2007 | 06:07
Þrjú lög áfram í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12 ára í dag, 13 ára á morgun .......
11.1.2007 | 17:38
Þetta sagði frumburðurinn minn við mig þegar hann kom heim úr skólanum í dag. Hjá honum ríkir mikil spenna fyrir afmælisdeginum og er hann sannfærður um að það breyti honum mikið að verða 13 ára. Hann verður jú "táningur" ! Ekki minnkaði gleðin hjá honum þegar ég sagði honum það að þegar hann vaknaði á morgun yrði hann orðinn 13 ára því hann væri fæddur klukkan 02:35. Annar mikilvægur maður í lífi mínu átti afmæli í gær. En það er hann Grímur afi minn. Hann varð 95 ára í gær. Í hádegisfréttunum á rás 1 var sagt frá afmælinu hans afa og hér má heyra þá frásögn og smá viðtal við afa.
Í byrjun árs 1994 ríkti mikil spenna hvort að krílið mitt sem gekk með þá myndi nú fæðast á afmælisdegi langafa síns. Það hefði vissulega verið gaman ef svo hefði farið en drengurinn valdi sér sinn eigin afmælisdag og kom 2 dögum síðar eða þann 12. janúar.
~Anna~
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjar myndir ....
4.1.2007 | 23:27
..... í albúminu mínu ATH það er búið að breyta slóðinni á myndaalbúmið mitt. Ég er búin að gefast upp á að setja inn myndir á barnalandstrallið þannig að nú fara allar myndir í albúmið mitt. Endilega skiljið eftir comment í albúminu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt ár !
1.1.2007 | 06:02
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Já nú er árið 2007 runnið upp og ég er búin að vera vakandi síðan á síðasta ári ...... er s.s. í vinnunni og búin að vera þar síðan um klukkan 20 í gærkvöldi. Ég tók 1/2 kvöldvakt og svo næturvaktina mína í beinu framhaldi. Ekker smá dugleg
Alveg finnast mér flugeldar vera uppfinning andskotans ! Þvílíku lætin sem fylgja þessum skratta. Að maður tali nú ekki um bölvaðan sóðaskapinn af þessu, bæði prik og rusl út um allt og svo sót og ógeð allsstaðar inni hjá manni Mín skoðun er sú að flugeldar eru fínir í sjónvarpinu ...... enginn sóðaskapur, engin vond lykt og hægt að lækka í þeim ef maður vill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)