Bakkastaðastrengjasveitin !

donaldÉg hefði betur sleppt því að segja við hana Indu á þriðjudaginn að ég fengi yfirleitt ekki mikla strengi !  Því að eftir tímann hjá Nonna í morgun er ég gjörsamlega undirlögð af strengjum. 
Þar sem að ég var að vinna í nótt þá fannst mér eiginlega ekki taka því að keyra heim í morgun eftir vaktina og þurfa svo að mæta niður í Laugar klukkan 10.  Til að ná meiri svefni fyrir tímann þá keyrði ég niður á bílastæði við Laugar læsti mig inni í bílnum og lagði mig þar Smile  Það hefur sennilega verið frekar fyndið að sjá mig þarna liggjandi í bílstjórasætinu með hettuna á úlpunni á hausnum og flísteppi vandlega breytt yfir mig upp að höku !  Hefði ég farið heim hefði ég kannski náð 1/2 tíma svefni en þarna náði ég sko rúmlega  1 1/2 klukkutíma Grin 

Á morgun er svo upphitun fyrir afmælið hans Kristjáns Atla sem er á laugardaginn.  Hann ætlar nefnilega að bjóða öllum strákunum í sérdeildinni og kennurunum heim í pizzu og ís Grin  Það er von á öllu liðinu heim til okkar uppúr klukkan 11 í fyrramálið þannig að það verður eitthvað lítið um svefn hjá mér á morgun.  Það gerir svo sem minna til þar sem að ég er í fríi næstu 2 nætur.

í dag (tæknilega séð samt í gær) 10. janúar á / átti stórfrænka mín hún Magnea Dís 9 ára afmæli !  já og sama dag hefði Grímur afi minn heitinn (og langafi Magneu) orðið 96 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Smelltu hér
                              Magnea Dís

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 07:38

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég sé þig sko alveg fyrir mér sofandi í bílnum.....frekar skondið:) 
Var hann Hjalti að mynda ykkur líka í sumar? Hann tók rosa fínar myndir af okkur:)

Skilaðu afmælisknúsi á Kristján frá mér og haltu áfram að vera svona dugleg í ræktinni.....vildi óska að ég hefði þennan aga og kraft

Berta María Hreinsdóttir, 11.1.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt og góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: www.zordis.com

Hamingjuóskir á allar steingeiturnar þínar!!!  Bara gott að vera vel strengdur eins og fallegur dúkur .....

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 22:05

5 identicon

hahaha ....ég var aftur á móti strengjalaus:)

Afmæliskveðjur til Kristjáns :)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband