Bleikt er fyrir stelpur og blátt fyrir stráka !

Heima hjá mér er einn harðasti andstæðingur Kolbrúnar í þessum efnum en það er hann Sigtryggur minn.  Hann er sko alveg harður á því að bleikt er ekki fyrir stráka, það er sko STELPULITUR !
Klukkan rúmlega fimm í dag var hringt í mig frá frístundaklúbbnum sem Sigtryggur er í og mér sagt að það væri ekki búið að sækja hann.  Ég rauk í það að hringja í ferðaþjónustu fatlaðra og skammast í þeim fyrir að gleyma að sækja krakkann og keyra hann í skammtímavistun ....... Eftir smá stund og 2 símtöl var leigubíllinn sem átti að vera búinn að sækja hann kominn á staðinn að keyra hann í Hólaberg.  Hálftíma eftir þessa uppákomu hringdi ég í Hólaberg bara svona til að tékka hvort strákurinn hafi ekki skilað sér og hvernig ástandið á honum væri, vitandi það að svona seinkun fer svolítið í "einhverfu" taugarnar hans.  Þegar starfsmaður Hólabergs svaraði í símann heyrði ég um leið í mínum manni og var greinilegt á þeim hljóðum að hann var sko ekki sáttur  við lífið og tilveruna ....... Ég var viss um að ástæðan væri sú að hann hafði verið sóttur of seint en annað kom á daginn.  Hann var vissulega ósáttur við seinkunina en þegar að hann kom í Hólaberg sá hann að honum hafði verið úthlutað "stelpu-herberginu" sem er bleikt á litinn ! Hann var svooooo reiður að hann tók varla eftir því þegar starfsmennirnir voru að reyna að segja honum að hann þyrfti ekki að sofa í þessu bleika herbergi heldur fengi hann að sofa í borðstofunni í gestabeddanum.  Það tókst nú samt á endanum að róa hann niður og sýna honum fram á að hann þyrfti ekki að sofa þarna ......


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagur Ólafsson

Alveg merkilegt hvað þið kvenmenn reynið að troða upp á okkur.

Hvernig dettur nokkrum í hug að setja karlmann í bleikt herbergi, ég hugsa að hann hefði nú verið sáttur ef að herbergið hefði verið Rautt gult fjólublátt what ever en ekki bleikt, það eru bara reglur sem eru ekki flóknar og þarf að fara eftir.

Takk fyrir

Dagur Ólafsson, 29.11.2007 kl. 06:43

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sé hann alveg fyrir mér í ess-inu sínu með bleika herbergið. Gott að það reddaðist. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 29.11.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æji greyið Sigtryggur.....ég skil hann svo vel, alveg glatað að bjóða honum upp á bleika herbergið!!

Ég held að þessi barátta Kolbrúnar sé glötuð......svei mér þá

Knús til ykkar fallega fjölskylda**

Berta María Hreinsdóttir, 1.12.2007 kl. 20:48

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Það hefur aldrei þýtt að bjóða Sigtryggi bleika herbergið.  Ekki frekar en það þýðir ekki að bjóða honum hvaða rúmföt sem er:)

Kolbrún Jónsdóttir, 3.12.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband