Fréttir frá Gremjustöðum 75 af útskrift og fleiru

diploma3Í gær útskrifaðist ég formlega úr Fagnámskeiði I í umönnun Smile  Fékk þetta fína útskriftarviðurkenningarskjal og svo köku og kaffi með öllu liðinu !  Ekki amalegt það .......  Eftir áramót er svo fyrirhugað að halda framhaldsnámskeið eða Fagnámskeið II í umönnun og það freistar mikið að skella sér í það líka svo maður fái nú smá launahækkun Wink  Hjúkkan sem er búin að kenna okkur mest í vetur samþykkti að kenna líka eftir áramót ef að hún fengi að kenna hópnum sem ég var í aftur ..... Munur að vera svona vinsæl Smile 
Af hinum skólanum sem ég er í er allt í fullum gangi ennþá og senn líður að prófum.  Verkefnaskil eru að mestu búin en smá eftir af gagnvirkum prófum á netinu sem ég þarf að taka.  Þau gilda svo sem ekki mikið til lokaeinkunnar en þau eru samt fín æfing fyrir lokaprófin.  Núna áðan tók ég eitt slíkt próf í náttúrufræði og fékk 9,2.  Þetta var þriðja slíka prófið í NÁT103 og í því fyrsta fékk ég 9,0, 7,4 fyrir næsta og svo núna 9,2 og svei mér þá ef ég er ekki bara nokkuð sátt við það Grin
Ég er mikið búin að vera að taka sjálfa mig í gegn varðandi hugsanagang í náminu.  Ég hef verið að gera þær kröfur til sjálfrar mín að það sé bara ekki boðlegt að fá minna en 8,0 fyrir verkefni og próf en ég held að það sé bara ekki rétt að gera slíkar kröfur.  Núna er ég að reyna að koma því í hausinn á mér að ég geri bara eins vel og ég get og það er fínt er ég bara næ áfanganum !

Dr.toothHeima hjá mér hefur undanfarna daga ríkt mikil gremja og geðvonska hjá litlu dömunni á heimilinu.  Í gær taldi ég mig svo hafa uppgötvað ástæðuna fyrir þessu fremur neikvæða ástandi, en ég fann 2 nýjar tennur hjá þeirri stuttu.  Eina hliðarframtönn í neðri góm og einn barnajaxl.  Svo þegar að ég fór að bursta allar þessar tennur bæði nýkomnar og hinar fann ég 2 barnajaxla í viðbót sem voru farnir að gæjast í gegn Pouty  Ekki skrítið að skapið hafi ekki verið upp á marga fiska .......
Núna er tannburstinn líka einn af betri vinum hennar Höllu Katrínar.  Hún ranghvolfir næstum því augunum þegar maður er að bursta í henni tennurnar ....... henni finnnst það svoooooooooo gott Smile  Ekki skaðar það nú heldur hvað tannkremið er asskoti gott líka ......

Sigtryggur minn er ekki hættur að suða um að eignast lítinn bróðir.  Ég sagði við hann um daginn að við ætluðum ekki að eignast fleiri börn og hann fengi þess vegna ekki einn enn bróðir.  Þá svaraði Sigtryggur að bragði: "Já en Óli pabbi er með ofnæmi fyrir hundum !"  S.s. fyrst hann fær ekki hund vill hann lítinn bróðir í staðinn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ææ, greyið litla...ég vorkenni henni. Sé Sigtrygg alveg fyrir mér að segja þessa setningu, hann á marga hverja gullmolanna. Þú rokkar í skólanum, þú verður búin með þetta áður en þú veist af. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 24.11.2007 kl. 06:18

2 Smámynd: .

Litlu snillingarnir hennar ömmu, skil reyndar bæði vel. Veit alltof vel hvernig tannverkur er og man enn hvað ég hlakkaði til að eignast systur í apríl 1964, en .... fékk bróður. Hann reyndist nú samt ágætur.

., 24.11.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Solla

LOL. snillingur

Solla, 24.11.2007 kl. 16:08

4 identicon

LOL hund ....drengurinn er snillingur:)

Kveðja úr vesturbænum.

Inda (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

4 jaxlar á leiðinni hér á Viktori Óla.......I feel your pain

Gerða Kristjáns, 25.11.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Já og meðan ég man, þú ættir endilega að kíkja á þetta blogg:http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/

Hún er snilldar penni hún Jóna........kannski þekkirðu af eigin raun eitthvað af því sem hún skrifar um

http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/364208/  Þessi færsla er skyldulesning !

Gerða Kristjáns, 25.11.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband