Snillingurinn minn hann Kristján Atli

"Mamma, veistu það varð slys í skólanum í dag" sagði Kristján Atli við mig þegar að hann kom heim úr skólanum í gær.
"Nú, hvað kom fyrir" svaraði ég.
"Strákur í bekknum hans Sigtryggs var að renna sér á stigahandriði og datt í stiganum !"  sagði Kristján mjög ákafur.
"Meiddi hann sig mikið ?" spurði ég.
"Já, það kom sjúkrabíll og allt.  Meira að segja 2 sjúkrabílar ! Hann rotaðist samt ekki, því hann hreyfði sig og þeir sem rotast geta ekki hreyfti sig" sagði Kristján og dró síður en svo úr dramanum í þessu öllu saman.
"Þarna sérðu Kristján minn að það er stórhættulegt að renna sér á stigahandriðum" sagði ég og hélt að þar með væri þetta útrætt. En það var nú aldeilis ekki svoleiðis.
"Ég vona að hann hljóti ekki sömu örlög og Jónas Hallgrímsson !" sagði Kristján minn mjög áhyggjufullur.  Þarna mátti ég vanda mig mikið að halda andlitinu og fara ekki að skellihlæja Grin
"Hvað meinaru Kristján minn ?" spurði ég og þóttist ekkert skilja.
"Nú, Jónas datt fullur í stiga og hann dó af því að það kom ekki sjúkrabíll !" útskýrði Kristján fyrir mér fullur þolinmæði .....

Þetta endaði með því að ég leiðrétti þennan misskilning hjá drengnum og sagði honum að Jónas hefði nú ekki dáið af því að það kom ekki sjúkrabíll heldur lést hann vegna blóðeytrunar sem hann fékk í kjölfar fótbrots.  Jónas hafði vissulega dottið niður stiga og verið fullur, þar hafði hann rétt fyrir sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

ég hló upphátt... haha

Hann er snillingur hann Kristján Atli

Kolbrún Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

múhahahahaha!!!!! 

Rannveig Lena Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

en maður skrifar samt "blóðeitrunar" en ekki "blóðeytrunar" 

afsakðu en ég er í einhverju púkaskapi.  Skal hætta, skammast mín og koma mér í skólann.  Að læra gæðastjórnun en ekki stafsetningu

Rannveig Lena Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 16:39

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Kostulegir bræðurnir.....með hvern gullmolann á fætur öðrum

Berta María Hreinsdóttir, 13.11.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

HAHHAHAHA Þeir eru snilld báðir tveir

Gerða Kristjáns, 13.11.2007 kl. 21:06

6 identicon

hahahahahahahahahahahahahahahaha .....

SNILLD!!!

Inda (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband