Nú er ég orðlaus !

sesHann Sigtryggur minn á það til að gera mig alveg kjaftstopp.  Um daginn hafði hann mörg orð um það að hann vildi ekki fleiri systkini, sagði reyndar í sífellu: "ekki fleiri börn".  Hann meira að segja sagði afa sínum þetta í kirkjunni þegar að við Óli vorum að gifta okkur.  En nú er nú aldeilis komið annað hljóð í strokkinn !  Núna í kvöld þegar að ég var að baða systur hans kom hann til mín og sagði við mig eitthvað á þessa leið: "veistu mig dreymdi í nótt". 
"Hvað dreymdi þig vinur ?" svaraði ég.
"fleiri bræður" sagði Sigtryggur og brosti. 
Ég hélt ég hefði verið að heyra vitlaust og sagði við hann: "þú átt 2 bræður Sigtryggur minn"
"Ég vil 3 bræður" svaraði hann að bragði.
Á þessu augnabliki var ég orðin alveg kjaftstopp !  Hann var að biðja um fleiri systkini.  En hann var ekki hættur, eftir smá stund kom hann til mín og sagði: "Hann á að heita Elías Weywadt Ólafsson,  WeyWadt svona eins og Halla Katrín".  Ef ég bara vissi hvaðan hann hefur þessa hugdettu, ég mundi gefa mikið fyrir að vita hvaðan þetta kemur .......

Eins og margir vita átti ég afmæli s.l. laugardag.  Ef allar upplýsingar eru réttar varð ég 34 ára þennan dag Smile  Kærar þakkir til allra sem sendu mér kveðju á afmælisdaginn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Hann hefur eflaust sínar ástæður fyrir nafninu... og aldrei að vita nema að hann segi þér það einhvern daginn.

Góða skemmtun við að búa Elías til   Á ekki að skella í?

Rannveig Lena Gísladóttir, 12.11.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Elías er ljómandi fínt nafn á nýja bróður hans :)

Gerða Kristjáns, 12.11.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Já en ég er bara ekki alveg á því að fara að bæta við ....

Anna Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 08:59

4 identicon

Ha ha, hann Sigtryggur svíkur ekki  Frábær drengurinn! Þið Óli verðið nú ekki í vandræðum með að búa hann Elías til

Já og elsku nafna: Til hamingju með afmælið um daginn

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:29

5 Smámynd: Solla

HAHA. aldrei að segja aldrei góða.

Solla, 13.11.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband