Skýjum ofar !

sitelogoIcelandair-planeJá ég er sko skýjum ofar í dag Grin  Þannig er að í dag fékk ég upphringingu sem gladdi mig ofboðslega mikið.  Konan sem hringdi kynnti sig og sagðist vera að hringja frá Icelandair og spurði hvort að ég ætti son sem heiti Sigtryggur Einar.  Ég játaði því auðvitað strax og um leið spurði hún hvort að ég kannaðist við að hafa sótt um hjá "Vildarbörnum Icelandair".  Ég kannaðist við það líka og hugsaði með mér nú vantar upplýsingar ....... EN þá sagði konan við mig: "Það gleður mig að tilkynna þér að Sigtryggur hefur fengið úthlutað ferð með vildarbörnum" Grin  Þessu fylgdi svakaleg gæsahúð og það var ekkert meira en svo að ég tryði konunni svona í fyrstu.   Ég sagði konunni að við værum búin að plana fjölskylduferð til Danmerkur næsta sumar og spurði jafnframt hvort að sú ferð gæti farið saman við þessa úthlutun.  Svarið við því var já en það sem við ætlum að vera í hálfan mánuð þá borgum við mismuninn á bæði sumarhúsinu og bílaleigubílnum (velji maður Evrópuland þá er vikutími í boði) því í úthlutuninni er barninu og fjölskyldu þess er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur, þ.e. flug, gisting, bílaleigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem Vildarbarnið langar að upplifa.  Það er ég alveg viss um að hann Sigtryggur minn kemur til með að velja dýragarða og LEGOland til að heimsækja Wink

011_G
"Vildarstrákurinn" Sigtryggur Einar (Mynd tekin í sumar)

Skýjum ofar í dag í huganum ...... í orðsins fyllstu næsta sumar Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

TIL HAMINGJU !!!! Þetta er bara frábært... !!! 

Strákurinn á án efa eftir að njóta sín í botn.   

Árný Sesselja, 5.10.2007 kl. 03:03

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

TIL HAMINGJU !!  Æjjjj en frábært

Gerða Kristjáns, 5.10.2007 kl. 03:42

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með þetta    Ekkert smá frábært!  Ég er líka aleg handviss um að Sigtryggur velur Legolandið og dýragarða...

Rannveig Lena Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 08:24

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Frábært frábært. Til hamingju.

Fjóla Æ., 5.10.2007 kl. 09:16

5 identicon

Innilega til hamingju!!

Njótið-njótið!!!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:33

6 identicon

Innilega til hamingju með þetta þið eigið nú eftir að njóta þess í botn

Brynhildur Ásta (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 02:58

7 Smámynd: .

Jess, amma og afi ætla að slást í hópinn og hlakka mikið til.......

., 6.10.2007 kl. 12:18

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 18:44

9 identicon

Svo frábært að þið fenguð úthlutað:D 

 Auðvitað farið þið í Legoland og fáið betra veður en við , reyndar er allt veður betra en það sem við fengum

Knús og kram...

ps. Duglegur hann Sigtryggur að svara símanum , það er langt í það hjá mínum gaur ennþá .  

Ingunn H... (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband