Mikið á ég gott ....

... að eiga 4 yndisleg börn
... að eiga  frábæran eiginmann sem elskar mig
... að vera heilsuhraust
... að eiga heimili

Svona gæti ég lengi haldið áfram að telja því ég tel mig vera mjög lánsama manneskju.  Ég hef mikið verið að hugsa um það hvað ég er lánsöm undanfarna daga því ég hef bæði verið að lesa um fólk og frétt af fólki sem á virkilega erfitt og er mjög veikt.   Vissulega á maður misgóða daga og þarf að takast á við ýmislegt í lífinu en þegar að maður les blogg eins og hjá þessari konu http://www.blog.central.is/gislina og líka þessari http://thordistinna.blog.is þá finnst manni margt af því sem maður er að kvarta yfir ansi léttvægt.  Svo hef ég líka lesið blogg hjá konu sem mér finnst ótrúlega sterk þrátt fyrir mikla raun sem hún er að ganga í gegnum (http://hross.blog.is

Leikskólaaðlögun Höllu Katrín gengur alveg eins og í góðri lygasögu Smile  Í morgun setti ég hana á gólfið meðan að ég hengdi upp fötin hennar í leikskólanum og mín bara tók straujið að hurðinni inn á deildina sína Wink  Þegar að ég sótti hana í dag sagði sú sem var með hana að það væri eins og hún hefði alltaf verið í leikskóla.  


Á leið í leikskólann í morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Já það er ansi léttvægt hjá manni kvartið oft þegar maður hugsar úti í raunir og barning annara.  

Skottan er ekkert smá mikið krútt.....  ljómandi gott að hún plummar sig vel í leikskólanum

Árný Sesselja, 5.9.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband