Rússneski kúluvarparinn ég !
10.8.2007 | 16:38
Mér er búið að líða eins og ég sé rússneskur kúluvarpari í allan dag ! Ég ákvað í morgun að bregða mér í Smáralindina (telst til frétta ..... ég hata nefnilega þann stað) og leita mér að stígvélum. Þó ekki svona Nokia stæl eins og í sveitinni heldur svona dömustígvél. Þetta reyndist þrautin þyngri þar sem ég virðist vera með fætur eins og rússneskur kúluvarpari ! Ég veit ekki hvað ég mátaði mörg pör sem reyndust vera ALLT of þröng utan um mína sveru kálfa Það var ekki fyrr en ég fór að leita í búðunum sem sýndu verð í 20.000 + verðflokknum að ég fann stígvél sem pössuðu utan um mína rússnesku kúluvarparakálfa. Ég var samt ekki tilbúin að kaupa mér stígvél í þessum verðflokki. Þar sem ég ráfaði þarna um og hneikslaðist (rétt skrifað ?) á fáránlegum verðum rakst ég á 1 par sem kostaði bara 10.000 krónur og pössuðu á mig Það sem meira er að þegar að ég mátaði þau þá voru þau í fáránlegum stærðum þannig að ég þurfti bara númer 38 og ég er vön að þurfa yfirleitt númer 40 !
Af skapkonunni henni Höllu Katrínu eru þær fréttir að hún er öll að koma til og öskraði bara lítið eitt á dagmömmuna í dag. Halla svaf samt ekki nema klukkutíma í dag og þegar ég kom heim með hana var hún orðin mjög þreytt og ég ákvað að prófa að setja hana í vagninn. Ég bjó mig undir að hlusta á grátur og gnístran tanna en viti menn, hún röflaði í smá stund og sofnaði svo vært Þegar þetta er skrifað er hún ennþá steinsofandi úti á svölum búin að sofa í næstum því klukkutíma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.