Mikið er gott að þessi dagur er að enda ....
20.3.2007 | 22:03
... hann er nefnilega búinn að vera einstaklega leiðinlegur. Ég byrjaði á því í morgun að koma drengjunum mínum og karlinum úr húsi í vinnu og skóla og svo að sinn litlu dömunni minni sem er lasin heima. Núna er hún að verða búin að vera með ælupest í 3 sólarhringa og ég er eiginlega búin að fá yfir mig nóg af ælu og ælulykt. Svei mér þá ég held að ég finni ælulykt af bókstaflega öllu núna !
Ég orka bara ekki meiri skrif ..... held það sé ælulykt af lyklaborðinu .....
Síjúleiter
~Anna~
Athugasemdir
3ja daga ælupest, er það ekki löng pest? Ég sem hélt að ælur gengju yfir á 1 til 2 sólarhringjum og það er hryllingur að þurfa að vera með barninu sínu lösnu og ælandi. Vona að litlu snótinni batni.
www.zordis.com, 20.3.2007 kl. 23:21
Æææææææ, þetta er slæmt! Vonandi verður morgundagurinn betri!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 00:34
Er hún orðin skárri ?
Gerða Kristjáns, 21.3.2007 kl. 20:50
Skil þig vel, enda er æla verkfæri djöfulsins:)
Vonandi batnar litlu skvís fljótt.
Kveðja Inda.
Inda Björk (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.