Játningar, veikindi og ýmislegt fleira

Ég ætla að byrja á játningunum.  Þannig er að fyrir nokkru síðan var “komið að máli við mig” og ég hvött til að kynna mér alveg stórskemmtilegan vef, þar sem væri ansi margt skemmtilegt hægt að bralla.  Ég lét tilleiðast, skráði mig á síðuna og skoðaði.  Síðan hef ég varla verið bloggi sinnandi þar sem að ég varð eiginlega alveg um leið “húkkd” á facebook.com.  Þetta er s.s. aðalástæða þess að lítið sést af bloggi frá mér þessa dagana, ja eða kannski vikurnar. 

En að öðru .....

Í gærkvöldi dreif ég mig með honum Óla mínum á jólahlaðborð með vinnunni hans.  Við fórum á Hótel Loftleiðir og snæddum þar alveg frábæran jólamat.  Þetta er annað jólahlaðborðið sem að ég snæði af þessi jólin, hitt var í Perlunni.  Ég verð alveg að játa það að Perlunni ólastaðri þá er hlaðborðið á Loftleiðum mikið betra.  Ókosturinn við kvöldið var staðreyndin sú að ég þurfti að fara í vinnuna klukkan hálf tólf.  Ég hefði betur látið það ógert því að ég er eiginlega búin að vera lasin undanfarna dag, með hálsbólgu og slöpp og ég var eiginlega alls ekki tilbúin til að fara að vinna í þessu ástandi.  Þ.a.l. ákvað ég að melda mig veika á vaktinni í nótt sem að hefði verið sú síðasta í þessari törn.  Næst þarf ég að fara í vinnuna á fimmtudagskvöld og þá hlítur þetta ógeð að verða búið. 

Ég er sko ekki sú eina á heimilinu sem að er lasin.  Í gær fór að bera á bólum á kroppnum á henni Höllu og núna er hún öll útsteypt í bólum, greyið litla.  Óli fór með hana til doksa í dag og fékk það staðfest að um væri að ræða hlaupabóluna.  Hann fékk líka lyfseðil fyrir áburði á þær bólur sem að opnast og verða að sári.  Nú er bara að gluða kremi á opnubólurnar og svo kartöflumjöli á allan kroppinn þess á milli.  Það þurrkar bólurnar svo vel og dregur úr kláðanum.   Núna er bara að finna eitthvað skemmtilegt handa okkur mæðgun að gera fyrir næstu daga meðan að ég verð með hana heima.  Kannski að við reynum að baka svolítið þar sem að það sem búið var að baka fyrir jólin er alveg að verða búið ..... og það er ekki ég sem að stend í þessu eins og kýr í káli !  Krakkakrílin mín eru búin að vera ansi liðtæk í að útrýma smákökum hérna ......

Af holdafari minu er það að frétta að ég er búin að hrista af mér  21,4 kíló og staðan er núna 74,1 kíló og yfir jólin ætla ég að einbeyta mér að því að halda í þessa tölu ...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er líka að festast í þessu #!!!% facebook...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 21:56

2 identicon

Anna ...74 kg?? Hvað ertu há? Og þú vilt losa þig við 5 - 7 í viðbót :/

En til hamingju með árangurinn :) Vildi að ég væri svona dugleg ..

Inda (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: www.zordis.com

Æðislegur árangur hjá þér!!! Til lukku ...... Facebookin er skrítið fyrirbæri sem góður tími getur farið í, vökva blóm og tré og endalaust flakk.

Njóttu jólanna og gangi þér vel í aðhaldinu!

www.zordis.com, 9.12.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband