Augnablik liðinna daga
1.10.2008 | 18:29
Tíminn líður óðfluga eða eins og óð fluga ....... og ég hef ekki haft nennu í mér til að blogga. Hef svo sem haft ýmislegt til að tjá mig um en einhvernveginn ekki haft mig í það fyrr en nú.
Það sem gerst hefur í íslenskum fjármálaheimi undanfarna daga ætla ég ekki að tjá mig um í smáatriðum heldur láta duga að deila með ykkur mynd sem að ég fékk í e-mail í gær
S.l. helgi eða nánar tiltekið á s.l. laugardag brá ég mér á ráðstefnu um notendastýrða þjónustu. Afar áhugaverð ráðstefna um fyrirkomulag þjónustu við fatlaða þar sem þjónustan er sniðin að notandanum en ekki öfugt eins og kerfið okkar hérna á klakanum hefur verið síðan elstu menn muna. Þetta nýja kerfi er algjör snilld
Fyrir nokkru síðan fékk ég afar ánægjulegt símtal frá forstöðukonu Skammtímavistunarinnar í Hólabergi. Hún hringdi til að bjóða unglingnum mínum skipti á helgum. Það þýðir svona í stuttu máli sagt að hann er færður til um eina helgi og fær þá að vera með hinum unglingunum í Hólabergi en ekki vera elstur af öllum eins og staðan hefur verið undanfarin ár. Þetta fannst unglingnum mínum afar mikið gleðiefni því að svo mikið var hann farinn að langa í tilfærslu að hann óskaði sér að hann fengi þetta í fermingargjöf í vor
Fimmtudagur á morgun ...... spennandi að vita hvað vigtin mín segir ???? S.l. fimmtudag sýndi blessunin 81,8 sem þýðir að ég er bara 1,9 kg frá því að fá verðlaunin mín
Athugasemdir
mér finnst doltið fyndið að lesa "unglingur" þegar þú ert að tala um Kristján ... man svo vel eftir honum á leikskólanum á Blönduósi
en það stækka víst öll börn þó að við eldumst ekker 
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:02
Bíð spennt eftir nýjustu tölum
Rannveig Lena Gísladóttir, 1.10.2008 kl. 21:22
ég vildi að ég væri jafn dugleg í þessu og þú. með hverju á að verðlauna sig??
Brynhildur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:39
Glæsilegt með Kristján Atla. Anna mín, koddu bara til mín ég skal ALLTAF gefa þér verðlaun sama hvað vigtin segir...ég á nammi:) Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.10.2008 kl. 13:26
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.