Framtíðar kvikmyndagerðarmaður ?
23.9.2008 | 20:43
Í dag fékk ég sendan tölvupóst frá kennaranum hans Sigtryggs. Hún var að senda mér myndbandsbút sem að Sigtryggur hafði tekið fyrr í dag. Hann hafði beðið kennarann sinn að setja myndbandið á YouTube en það vildi kennarinn ekki gera nema í samráði við mig og þess vegna sendi hún mér það. Hún hafði reyndar gert tilraun til að senda mér 2 myndbrot en það tókst bara að senda annað þeirra þar sem að hitt var víst allt of stórt til sendingar.
Sigtryggur fer á hverjum degi í Húsdýragarðinn og gefur kanínunum að borða. Í dag fékk hann að taka með sér myndavél og þetta er árangurinn sema að þið sjáið hér að ofan
Til að byrja með var Sigtryggi fylgt í þessar ferðir en núna er hann farinn að fara þetta einn og óstuddur
Athugasemdir
Flottur strákurinn !
Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:48
Takk fyrir mig elsku Anna mín og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:54
Frábært hvað Sigtryggur er duglegur
Berta María Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:54
Guttarnir ykkar eru snillingar. Frábært að hann getur gert þetta einn, ekki margir sem gætu það. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 25.9.2008 kl. 23:26
Frábært hjá Sigtryggi! Gott hjá honum að geta farið þetta einn og frábært að hafa þetta sem fastan lið hjá honum.
Knús á línuna frá mér, þú duglega-duglega kona :)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:21
Gangi straksa áfram svona vel.
Fjóla Æ., 27.9.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.