Litli stóri strákurinn minn kominn með blogg
1.9.2008 | 22:15
Það er búið að vera draumur hjá Kristjáni Atla síðan í sumar að eignast sitt eigið blogg. Hann byrjaði fyrst að tala um það þegar við vorum úti í DK og ég lofaði honum að þegar hann væri byrjaður í skólanum mundi ég hjálpa honum að búa til bloggsíðu og núna í kvöld stóð ég við það loforð
Smellið hér og kíkið á síðuna hans
Endilega skiljið eftir comment hjá honum ef þið kíkið við á síðunni .........
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Fyrir rúmlega ári síðan eða nákvæmlega 30. ágúst 2007 bloggaði ég um agnarsmátt stelpukríli sem vinkona mín eignaðist þennan dag. Stelpukrílið var ekki nema tæpar 5 merkur þegar að hún fæddist. Nú er þessi agnarsmáa hnáta orðin stór og miklu meira en það því hún er orðin stóra systir Núna rétt áðan fékk ég sms þess efnis að Katla Mist hefði eignast lítinn bróður rétt fyrir klukkan 17 í dag Drengurinn var örlítið stærri en stóra systir var við fæðingu eða 3.900 gr
Katla Mist
Athugasemdir
Falleg hún Katla Mist! Til lukku með litla bróðir sem er greinilega stór og flottur strákur.
Getur verið að ég hafi séð son þinn í Rvik þegar handboltastrákarnir voru heiðraðir.
Mér fannst ég sjá drenginn þinn sem er lengst til vinstri í haus! Gæti samt verið að það hafi verið einhver önnur hátíð í bænum en mig minnir að það hafi verið vegna Olympíuheiðrunar.
www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 22:23
Ó en hún sæt rófa..best að kíkja við hjá stráksa
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 22:32
Jú, Zordis, laukrétt hjá þér Drengurinn fór ásamt fleirum úr skammtímavistuninni að kíkja á handboltahetjurnar okkar
Anna Gísladóttir, 1.9.2008 kl. 22:53
Knús á þig elskulegust og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:12
Krúttið. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 3.9.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.