Eilíf bið eftir tölum - stundum jákvæðum og stundum neikvæðum ......
21.5.2008 | 08:34
Núna er ég loksins búin að fá tölurnar sem ég er búin að bíða lengi eftir, einkunirnar mínar eru komnar í hús. Ég verð bara alveg að viðurkenna það að ég er bara nokkuð stolt af þeim. Ég fékk 7 í næringarfræði og 8,6 í siðfræði Þetta eru s.s. jákvæðu tölurnar í lífi mínu.
Núna er ég hins vegar að bíða eftir mjög neikvæðri tölu Málið er að á sunnudaginn var ég á leið suður eftir helgarstopp á Blönduósi hjá pabba og mömmu. Aldrei þessu vant þá keyrði ég þar sem að karlgreyið mitt vaknaði grænn í framan og ælandi út í eitt. Ekki þýddi að láta hann keyra í þessu ástandi þannig að ég keyrði. Eitthvað gleymdi ég mér við aksturinn og þegar ég keyrði framhjá myndavélarandskotanum (stuttu eftir að komið er framhjá Hafnarfjalli) heyrðist í manninum mínum: "Þú varst blikkuð" Í því sem að ég leit eldsnöggt á hraðamælinn og svo á þennan veika við hliðina á mér gat ég ekki betur séð en að á mælinum stæði 110 + og á þeim veika risastórt glott Nú er bara að bíða eftir að bréfið frá dýrustu ljósmyndastofu landsins berist inn um lúguna ...... Þess má geta, fyrir þá sem vilja taka þátt í því með manninum mínum að glotta að mér, þá er þetta í annað sinn sem að ég fæ hraðasekt og bæði skiptin mynduð á sama staðnum ......
Athugasemdir
múhahahaha sorry... en mér finnst þetta bara fyndið. Get þó sagt líka að ég elska crusie controlið á skodanum mínum... það kemur í veg fyrir svona ljósmyndir
En til hamingju annars með stórfínar einkunnir Ég er enn að bíða eftir síðustu einkuninni minni.....
Rannveig Lena Gísladóttir, 21.5.2008 kl. 08:49
Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:50
hahahaha ...þú að keyra hratt ....Anna þó!! hahahahaha
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:22
Til hamingju... eða ég samhryggist...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.5.2008 kl. 14:35
Til hamingju með jákvæðu tölurnar.
Vonandi verður svo ljósmyndin af þér gordjös, svo þú getir hengt hana upp, því jú hún mun örugglega kosta drjúgan.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 21.5.2008 kl. 15:03
Til lukku með einkunnirnar þínar.....og takk fyrir afmæliskveðjuna
Vonandi kemur myndin vel út og þú fáir eiga hana svo þetta hafi verið þess virði, hehe. En þú manst nú sennilega eftir þessari myndavél næst
Berta María Hreinsdóttir, 21.5.2008 kl. 17:55
hæhæ og til hamingju með flottar einkunnir
Brynhildur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:03
Tíhíhíhí MÚHAHAHAHAHAHA þúrt bara óheppið bjúga !
En annars til hamingju með einkunnirnar :o)))))
Árný Sesselja, 21.5.2008 kl. 18:43
Þetta er ekki búið enn!!! Bíddu eftir niðurstöðunum og síðan skaltu kenna veika manninum um!.
Garún, 21.5.2008 kl. 19:29
Mikið skil ég það vel að þú hafir fengið hraðasekt. Þú átt þér góðar málsbætur.
Fjóla Æ., 21.5.2008 kl. 21:24
Anna mín. Aðeins eitt ráð við að losna við svona dýra ljósmyndaþjónustu en það er að .... .þú veist hvað! Skamm skamm.
Notaðu aurana þína í þarfari hluti, elskan mín.
KV/R
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:30
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:51
Innilega til hamingju með einkunnirnar. ég samhryggist þér með hraðasektina. Ég náðist um daginn á 97 kílómetrahraða og það kostaði 22.500...viltu spæla. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 23.5.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.