Smá auglýsing .....
18.5.2008 | 21:26
Fékk eftirfarandi í tölvupósti núna um helgina:
Kæru allir!
Sigga vinkona okkar dó úr brjóstakrabbameini þann 14 janúar síðastliðinn, aðeins 4 dögum eftir að hún varð 40 ára.. frá eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra á aldrinum 1 árs til 16 ára.
Sigga barðist hetjulega ..alltaf vongóð ..jákvæð.. og dugleg ..og lifir í hjarta okkar sem sigurvegari þrátt fyrir að hafa þurft að kveðja svona langt langt fyrir aldur fram.
Þau ykkar sem þekktu hana ..eða könnuðust við ..spyrjið oft eða veltið fyrir ykkur ..hvernig gengur fjölskyldunni að fóta sig.. eftir fráfall hennar.
Við vinkonurnar heyrum í og höfum hitt fjölskylduna...
Jón Grétar er nú orðin 17 ára og kominn með bílpróf.. og er í framhaldsskóla
Kata er komin í framhaldsskóla og stundar fimleika af miklu kappi.. hún verður sweet 16 í sumar
Sædís er nýorðin 11 ára stundar fimleika og er afskaplega hjálpleg við þá yngstu
Jakobína Björk ..verður 2 ára í sumar. Hún er farin að æfa sig mikið að tala. Hún er hjá dagmömmu og bíður eftir að komast á leikskóla
Jónas ..sem vinnur við garðyrkju verður 40 í haust.. er að standa sig vel sem einstæður 4-ra barna faðir.. hann hefur forgangsröðina á hreinu ..börnin númer 1..2..og 3! Einnig hefur hann lagt kapp á að klára húsið ..sem þau hjón lögðu svo hart að sér að eignast og gera upp.
Sigga vann með einni ástsælustu leikkonu landsins.. Eddu Björgvinsdóttur og tókst með þeim góður vinskapur. Hefur sú góða kona nú ákveðið að halda styrktarsýningu og allir sem að verkinu koma ..gefa vinnu sína.. og Borgarleikhúsið lánar hús sitt endurgjaldslaust.. verkið er "Brilljant skilnaður" og verður sýningin í Borgarleikhúsinu þann 25 maí klukkan 20:00 miðasala fer fram í Borgarleikhúsinu sími 5688000
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Ragna og Gulla Sigguvinkonur og Edduaðdáendur
Þar sem að ég hef ekki séð þetta þá er ég búin að festa mér miða fyrir mig og karlinn minn
Athugasemdir
Hlakka til að koma á klakann og njóta leikhúsa og myndlistarsýninga!
Takk fyrir þetta og njóttu sýningarinnar .....
www.zordis.com, 18.5.2008 kl. 22:06
Ég verð í Danmörku.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.5.2008 kl. 23:25
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:18
Ég verð í Svíþjóð - Ég las þetta með kökkinn í hálsinum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 13:25
Það er alltaf átakanlegt þegar foreldri deyr frá börnum sínum.
Fallegt framtak hjá Eddu. Kannski að maður noti tækifærið og sjái þessa sýningu. Hef alltaf langað á hana.
Anna ég var að uppgötva eitt. Stráksinn þinn er í Hólabergi er það ekki? Ef hann er drengurinn sem ég er að hugsa um þá hef ég setið við hliðina á honum og fylgst með honum teikna. Flottur gaur.
mailið mitt er jonag@icelandair.is
Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 13:58
Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.