7. nóvember
7.11.2006 | 21:24
Neibb ég er ekki hætt að blogga ..... bara svolítið löt við það þessa dagana. Ég er svona að vinna í því að finna rétta taktinn við að vinna úti - sinna heimilisstörfum - vera mamma o.s.frv. Það gengur bara alveg ljómandi hjá mér nema kannski að skvísa inn óþarfa eins og bloggi ...... Fellur blogg kannski undir "sinna heimilisstarfa-liðinn" ????
Það er ekki laust við að það sé svolítill hamagangur á heimilinu þegar við erum að búa allt liðið út á morgnana Ég hrúga öllu litla liðinu mínu út í bíl klukkan hálf átta og þar bíðum við eftir skólabílnum. Þegar hann kemur svo, yfirleitt um klukkan 8:35, fara strákarnir yfir í skólabílinn og við Halla förum upp í Gvendargeisla en þar er Halla Katrín í pössun á daginn meðan að ég er að vinna.
Haldiði að unglingurinn minn hann Kristján Atli er kominn með strípur í hárið
Já núna sníst allt um að líta vel út fyrir stelpurnar í skólanum og drengurinn er líka farinn að suða um að fá eyrnalokk í annað eyrað Mér leyst satt að segja ekki alveg á blikuna þegar hann bað um lokkinn en ég er að spá í að láta þetta eftir honum samt .......
Það eru fleiri en Kristján Atli sem sýna ótvíræð merki um að vera að fullorðnast því núna fyrir nokkrum dögum síðan byrtist fyrsta fullorðinstönnin hjá honum Sigurjóni Stefáni Hann er búinn að missa 2 barnatennur og nú er fyrsta fullorðins tönnin komin og svei mér þá hún fyllir eiginlega alveg í skarðið eftir þessar 2 sem eru farnar.
Af Sigtryggi Einari er það helst að frétta að hann er farinn að huga að jólunum og byrjaður að föndra Hann er mikið að teikna og lita þessa dagana og það mokast alveg frá honum alveg frábærar teikningar. Sökum mikillar leti þá nenni ég ekki að skanna inn sýnishorn af teikningum í kvöld en það er aldrei að vita nema það birtist sýnishorn hérna einn góðan veðurdag ....... Í staðinn set ég inn mynd af listamanninum sjálfum í óða önn við að búa til pappírslengju fyrir jólin
Athugasemdir
Já, þessir ormar manns fullorðnast víst og eldast svona rétt eins og við...
ps... fáum við Elísa gistingu aðfaranótt laugardags?
Lena (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 08:37
Að sjálfsögðu flokkast blogg undir heimilistörf....þér ber líka skylda að hafa ofan af fyrir heimaliggjandi aumingjum eins og mér með því að blogga:)
Er ekki annars gaman í vinnunni?
Kveðja Inda...
Inda Björk (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.