Meiri kvefpest

Þær eru sko aldeilis ekki hættar að heimsækja okkur bölvaðar pestarnar.  Fyrir tæpri vikur fékk Sigtryggur Einar slæma hálsbólgu og fljótlega á eftir honum fékk ég þetta ógeð.  Í fyrrakvöld fékk svo litla daman á heimilinu háan hita sem enn sér ekki fyrir endann á Pouty  Þetta er svo skrítið því að hún var búin að vera með hor og kvef í nokkra dag og þegar að það fór að lagast þá kom brjálaður hósti (mjög þurr) og himinhár hiti Frown  Í gærmorgun vaknaði sú stutta með 39,3°c þannig að ég fór með hana til læknis seinnipartinn í gær.  Ég reyndi auðvitað í miklu bjarsýniskasti að panta tíma en þeir voru auðvitað upppantaðir hálfan mánuð fram í tímann þannig að ég tók ekki sénsinn á að hún yrði ennþá veik eftir svo marga daga og fór með hana á vaktina. Hún var hlustuð alveg í bak og fyrir og svo var mæld súrefnismettun hjá henni og lungun voru sem betur fer hrein.  Doksi kíkti einnig í eyru og háls og þar var ekkert að finna utan svolítinn merg í öðru eyra þannig að ekki leyndist ástæða þar.  Niðurstaðan var s.s. sú að hún er með einhverja bölv.... veirusýkingu sem veldur þessum hita og verður að vinna á því sjálf.  Það er jú best að vinna á svona sjálfur í stað þess að taka lyf en þau eru víst ekki til við svona veirum. 

Myndin hérna að ofan er af ferðahraða þess sem frá okkur kemur þegar að við hnerrum ....... so cover your nose when you sneeze !

daydreamÞessa dagana er staddur á landinu  frændi minn sem að býr í Namibíu.  Hann kom hingað með skipinu sem hann er búinn að vera að vinna á undanfarin ár og á nú að selja hér á Íslandi.  Það er nú samt ekki svo gott að hann sé að flytja aftur upp á klakann heldur fer hann aftur út þegar að hans verki með skipið er lokið.  Þessi frændi minn kom í heimsókn til okkar hjónanna í fyrrakvöld.  Hann kom með fullt af myndum af strákastóðinu sínu og sýndi okkur en við höfum aldrei séð drengina hans.  Í spjallinu við frænda kom til tals hvað það gæti nú verið gaman að heimsækja hann og síðan er ég búin að láta mig dreyma þvílíka dagdrauma um að fara í ferðalag til Namibíu Grin  Ég stefni að því að láta þennan draum verða að veruleika ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Mamma hefur reynsluna af því að heimsækja hann........ magnað.

., 7.5.2008 kl. 08:45

2 identicon

Æi ósköp er að heyra af þessu heilsufari á heimilinu

Hún Ebba litla hennar Dísu fékk svona veirusýkingu um daginn, fékk ekkert kvef bara nærri 40 stiga hita í 3 eða 4 daga. Æi það er alltaf jafn erfitt þegar ungarnir manns eru lasnir...

Sendi ykkur batnaðarkveðjur og lærdómskveðjur til þín mín kæra!!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Góðan bata. Endilega látið verða af ferðinni. Þið eigið aldrei eftir að sjá eftir því. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 8.5.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Spennandi að fara til ókunnra og fjarlægra landa!  Afríka hefur jafnan heillað mig en ég hef aldrei látið verða af því að fara!

Vona að litla prinsessan jafni sig og að þér gangi vel í náminu.

www.zordis.com, 8.5.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband