Laugardagur - nammidagur

Heima hjá mér ríkir mikil eftirvænting eftir því að fara í nammiland Hagkaups á laugardögum og var dagurinn í dag engin undantekning.  Sigtryggur Einar byrjaði að spyrja rétt fyrir hádegi hvenær við færum þangað.  Ég sagði honum að við færum um leið og Óli kæmi heim.  Sem og við gerðum.  Fyrst var farið í nammilandið í Hagkaup og svo fórum við í nammilandið okkar Óla en það er ísbúðin í Fákafeni Brosandi Millistærðarbragðarefur með tvöföldum af jarðaberjum og snikkers klikkar ekki Ullandi  Á leiðinni heim úr ísbúðinni ákváðum við að fá Sigurjón Stefán lánaðan þangað til á morgun.  Hann var hjá Óla um síðustu helgi en þá hitti ég hann ekkert og ég var eiginlega farin að sakna hans svolítið.  Drengurinn var sko alveg til í að koma með okkur heim Brosandi  Hann varð auðvitað að taka uppáhalds PS2 leikina sína með ...... annað kom ekki til mála.  Annar þeirra leikja sem hann tók með er Cars.  Ég fékk þessa snilldarhugmynd að keppa við drenginn í leiknum, þ.e.a.s. við færum í kappakstur í Cars.  Eftir á að hyggja var þetta ekki svo góð hugmynd ..... það eina sem ég hafði upp úr þessu var tap fyrir drengnum og í miðjum kappakstri sagði hann við mig: "Þú verður að læra að keyra mamma !"   Ég vil taka það skýrt fram að hæfileikar mínir í að aka venjulegum bíl eru ekki svona slæmir ..... held ég Skömmustulegur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eiga marga gullmolana blessuð börnin ;o)

Gerða (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband